Enski boltinn

Samkomulag í höfn og Mount fer til Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Mason Mount verður hjá Manchester United næstu fimm árin, samkvæmt samningi við félagið.
Mason Mount verður hjá Manchester United næstu fimm árin, samkvæmt samningi við félagið. Getty/Craig Mercer

Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og Chelsea hafa komist að samkomulagi um kaup United á enska miðjumanninum Mason Mount.

Frá þessu greina meðal annars The Athletic og félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Kaupverðið nemur að öllu meðtöldu 60 milljónum punda, eða 10,3 milljörðum króna.

Mount hafði þegar náð samkomulagi við United um sín kaup og kjör og því er aðeins tímaspursmál hvenær hann verður kynntur til leiks á Old Trafford.

Romano segir að United hafi aldrei ætlað sér annað en að fá Mount og að ekki sé rétt að félagið hafi viljað fara í kapphlaupið um Moisés Caicedo, miðjumann Brighton.

Mount mun gangast undir læknisskoðun hjá United um helgina og samningur hans við félagið gildir til næstu fimm ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×