Fótbolti

Mið­vörðurinn eftir­sótti til Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kim mun klæðast treyju númer þrjú (3).
Kim mun klæðast treyju númer þrjú (3). Twitter@FCBayern

Miðvörðurinn Kim Min-jae er genginn í raðir Bayern München. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Þýskalandsmeistarana.

Hinn 26 ára gamli Kim varð Ítalíumeistari með Napolí á síðustu leiktíð og var í kjölfarið valinn besti leikmaður Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Kim var mjög eftirsóttur í sumar, til að mynda voru bæði Manchester og Newcastle United orðuð við þennan þrekvaxna leikmann frá Suður-Kóreu.

„Það dreymir öllum knattspyrnumönnum um að spila fyrir Bayern,“ sagði Kim eftir að vistaskiptin voru staðfest.

Kim var falur fyrir 50 milljónir evra (7,3 milljarða íslenskra króna) þar sem hann var með riftunarákvæði í samningi sínum við Napolí. Bayern fær hann því á spottprís ef miða má við verðmiða leikmanna í sama gæðaflokki í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×