„Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 22:18 Siggi Raggi á hliðarlínunni fyrr í sumar Visir/ Tjörvi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega mjög svekktur eftir dramatískt tap gegn HK þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir leik. HK tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútu leiksins og í leiðinni stigin þrjú. „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
„Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti