Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Danski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjá meira
Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Danski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti