Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 20:30 Viktor Karl Einarsson fagnar marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti