„Þetta er úrslitabransi“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2023 19:48 Gunnleifur Gunnleifsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks. Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. „Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
„Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“