„Við búumst við meiru af okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 23:00 Erik ten Hag var eðlilega ekki sáttur með úrslit kvöldsins. Michael Regan/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr eftir 2-3 tap liðsins gegn Galatasaray á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið hefur nú tapað fimm af seinustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Mistökin sem við gerum er eitthvað sem er ekki hægt að bjóða upp á þegar þú ert að spila á svona háu stigi því þér verður refsað,“ sagði Ten Hag eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að hafa stjórn á þessu, en við erum allir í þessu saman. Við vorum tvisvar yfir í leiknum og með góða stjórn á honum. Við búumst við meiru af okkur.“ Þrátt fyrir tapið gat Ten Hag þó fundið jákvæða punkta eftir leikinn. Hinn tvítugi Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í kvöld og segir Ten Hag það jákvætt. „Rasmus skoraði tvö frábær mörk og við erum ánægðir með það. En þessi mörk unnu samt ekki leikinn fyrir okkur, en hann getur samt verið sáttur með þau.“ Aðrir sóknarmenn Manchester United einnig tækifæri til að skora, en þeirra besta færi var þegar Marcus Rashford var sloppinn einn í gegn en ákvað að reyna að renna boltanum á Bruno Fernandes sem hefði þá verið einn á móti marki. Sendingin frá Rashford var hins vegar ekki upp á marga fiska og sóknin rann því út í sandinn. „Það er undir honum komið hvað hann gerir í svona aðstæðum. Á svona augnablikum verður leikmaðurinn sjálfur að taka ákvörðun,“ sagði Ten Hag að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Icardi hetjan er Galatasaray lagði Manchester United Mauro Icardi skoraði sigurmark Galatasaray er tyrkneska liðið gerði sér ferð á Old Trafford og vann virkilega sterkan 2-3 sigur gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 3. október 2023 20:58 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Mistökin sem við gerum er eitthvað sem er ekki hægt að bjóða upp á þegar þú ert að spila á svona háu stigi því þér verður refsað,“ sagði Ten Hag eftir tapið í kvöld. „Það er erfitt að hafa stjórn á þessu, en við erum allir í þessu saman. Við vorum tvisvar yfir í leiknum og með góða stjórn á honum. Við búumst við meiru af okkur.“ Þrátt fyrir tapið gat Ten Hag þó fundið jákvæða punkta eftir leikinn. Hinn tvítugi Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í kvöld og segir Ten Hag það jákvætt. „Rasmus skoraði tvö frábær mörk og við erum ánægðir með það. En þessi mörk unnu samt ekki leikinn fyrir okkur, en hann getur samt verið sáttur með þau.“ Aðrir sóknarmenn Manchester United einnig tækifæri til að skora, en þeirra besta færi var þegar Marcus Rashford var sloppinn einn í gegn en ákvað að reyna að renna boltanum á Bruno Fernandes sem hefði þá verið einn á móti marki. Sendingin frá Rashford var hins vegar ekki upp á marga fiska og sóknin rann því út í sandinn. „Það er undir honum komið hvað hann gerir í svona aðstæðum. Á svona augnablikum verður leikmaðurinn sjálfur að taka ákvörðun,“ sagði Ten Hag að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Icardi hetjan er Galatasaray lagði Manchester United Mauro Icardi skoraði sigurmark Galatasaray er tyrkneska liðið gerði sér ferð á Old Trafford og vann virkilega sterkan 2-3 sigur gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 3. október 2023 20:58 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Icardi hetjan er Galatasaray lagði Manchester United Mauro Icardi skoraði sigurmark Galatasaray er tyrkneska liðið gerði sér ferð á Old Trafford og vann virkilega sterkan 2-3 sigur gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 3. október 2023 20:58