Tonali þurfti að yfirgefa ítalska landsliðshópinn og nú skrifa erlendir fjölmiðlar eins og Sky Sports að hann endi á því að fá mjög langt bann.
Umboðsmaður Tonali sagði að skjólstæðingur sinn væri að glíma við veðmálafíkn og Tonali sjálfur hefur viðurkennt að hafa veðjað á leiki AC Milan þegar hann lék sjálfur með liðinu.
BREAKING: Sandro Tonali faces a lengthy ban from football after admitting to betting on AC Milan matches while a player at the club, according to Sky pic.twitter.com/1YyAmUXncs
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 18, 2023
Newcastle keypti Tonali frá AC Milan í haust fyrir 64 milljónir evra eða um 9,4 milljarða íslenskra króna.
Tonali viðurkenndi að hafa sett pening á sigur hjá AC Milan sem er auðvitað betra en ef það væri öfugt en þó alveg stranglega bannað. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál meðal fótboltamanna og þar verða menn að taka á hart á öllum brotum til að viðhalda heilindum leiksins.
Tonali gæti endað á því að verða dæmdur í eins árs bann samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Nicolo Fagiolo, liðsfélagi Tonali í ítalska landsliðinu, sem var tekinn út úr ítalska hópnum á sama tíma og hann, hefur þegar fengið sjö mánaða bann.
Tonali gæti engu að síður spilað með Newcastle á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann er að æfa með enska liðinu.
Giuseppe Riso er umboðsmaður leikmannsins og segir hann vera í sjokki og mjög leiður. Hann segir jafnframt að skjólstæðingur hans þurfi að taka á þessu og vinna sigur á veðmálafíkn sinni.