Leverkusen á toppinn eftir enn einn sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 18:35 Leverkusen er á toppnum í Þýskalandi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Bayer Leverkusen er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Freiburg í dag. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Borussia Dortmund 3-3 jafntefli. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og gátu með sigri náð toppsætinu á ný eftir að Þýskalandsmeistarar Bayern München settust í hásætið með 8-0 sigri á Darmstadt í gær, laugardag. Hinn bráðefnilegi Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Jeremie Frimpong. Báðir leikmenn hafa verið frábærir hjá Leverkusen undanfarna mánuði og er talið næsta víst að stærstu lið Evrópu reyni að festa kaup á þeim fyrr en síðar. Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en það voru heimamenn í Leverkusen sem skoruðu annað mark leiksins eftir rétt rúma klukkustund, eða raunar var það Noah Atubolu, markvörður Freiburg, sem fékk boltann í sig eftir að skot Jonas Hofmann fór í stöngina. Boltinn fór af Atubolu og í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin svo gott sem ráðin. Eða hvað? Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Manuel Gulde metin fyrir gestina eftir aukaspyrnu Vincenzo Grifo. Nær komust gestirnir ekki og Leverkusen vann dýrmætan 2-1 sigur. 5 - Bayer 04 Leverkusen won their first five Bundesliga home games of a season for the first time in 20 years - previously only achieved in 1986-87 and 2003-04. Fortress. #B04SCF pic.twitter.com/FiAZ3vT8xn— OptaFranz (@OptaFranz) October 29, 2023 Í Frankfurt var Dortmund í heimsókn og var boðið til veislu. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt áður en Marcel Sabitzer minnkaði muninn. Youssoufa Moukoko jafnaði metin en Fares Chaibi kom Frankfurt 3-2 yfir á 68. mínútu. Þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jafnaði Julian Brandt metin og þar við sat, lokatölur 3-3. Leverkusen er á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum 9 leikjum. Dortmund er í 4. sæti með 21 stig, Frankfurt í 7. sæti með 14 og Freiburg sæti neðar með 13 stig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira