Algjör viðsnúningur á gengi Ajax eftir martraðabyrjun Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 11:30 Kristian Hlynsson hefur fest sig í sessi sem byrjunarliðsmaður og raðar inn mörkum Jeroen van den Berg/Soccrates/Getty Images Hollenski risinn Ajax virðist vera vaknaður eftir hræðilega byrjun á tímabilinu en eftir fjóra sigurleiki í röð er liðið komið upp í 5. sæti deildarinnar. Tímabilið fór skelfilega af stað og varð að lokum versta byrjun liðsins í deildinni frá upphafi. Liðið sat í fallsæti eftir sjö leiki þar sem aðeins fimm stig voru komin í sarpinn og stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum. Þann 23. október var þjálfari liðsins, Maurice Steijn, rekinn eftir 4-3 tap gegn FC Utrecht. Steijn skrifaði undir samning til ársins 2026 í júní á þessu ári en í þeim ellefu leikjum sem hann stýrði liðinu náði hann aðeins tveimur sigrum í hús. Ráðning Steijn þótti nokkuð umdeild en hann hafði enga tengingu við liðið eins og flestir þjálfarar liðsins í gegnum tíðina. Þann 30. október var John van 't Schip fenginn til að taka við stöðunni út tímabilið, en hann lék á sínum tíma 273 deildarleiki fyrir Ajax og hefur áður þjálfað liðið. Undir hans hefur algjör viðsnúningur orðið á gengi liðsins. Liðið hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni og tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni með sigri á AEK Aþenu í fyrrakvöld. Var þetta jafnframt fyrsti sigur liðsins í Evrópudeildinni. Næsti leikur Ajax er heimaleikur gegn Zwolle á morgun. Liðið er sem stendur með 24 stig í 5. sæti eftir 15 leiki. Enn eru þó níu stig í næstu lið fyrir ofan, Twente og AZ. Á toppi deildarinnar trónir svo PSV sem hefur haft algjöra yfirburði í vetur og er með fullt hús stiga. Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23. október 2023 18:00 Segir að Ajax verði að líta á sig sem fallkandítat Fyrrverandi leikmaður Ajax segir að félagið verði að hugsa eins og það sé í fallbaráttu. 23. október 2023 17:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Tímabilið fór skelfilega af stað og varð að lokum versta byrjun liðsins í deildinni frá upphafi. Liðið sat í fallsæti eftir sjö leiki þar sem aðeins fimm stig voru komin í sarpinn og stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum. Þann 23. október var þjálfari liðsins, Maurice Steijn, rekinn eftir 4-3 tap gegn FC Utrecht. Steijn skrifaði undir samning til ársins 2026 í júní á þessu ári en í þeim ellefu leikjum sem hann stýrði liðinu náði hann aðeins tveimur sigrum í hús. Ráðning Steijn þótti nokkuð umdeild en hann hafði enga tengingu við liðið eins og flestir þjálfarar liðsins í gegnum tíðina. Þann 30. október var John van 't Schip fenginn til að taka við stöðunni út tímabilið, en hann lék á sínum tíma 273 deildarleiki fyrir Ajax og hefur áður þjálfað liðið. Undir hans hefur algjör viðsnúningur orðið á gengi liðsins. Liðið hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni og tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni með sigri á AEK Aþenu í fyrrakvöld. Var þetta jafnframt fyrsti sigur liðsins í Evrópudeildinni. Næsti leikur Ajax er heimaleikur gegn Zwolle á morgun. Liðið er sem stendur með 24 stig í 5. sæti eftir 15 leiki. Enn eru þó níu stig í næstu lið fyrir ofan, Twente og AZ. Á toppi deildarinnar trónir svo PSV sem hefur haft algjöra yfirburði í vetur og er með fullt hús stiga.
Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23. október 2023 18:00 Segir að Ajax verði að líta á sig sem fallkandítat Fyrrverandi leikmaður Ajax segir að félagið verði að hugsa eins og það sé í fallbaráttu. 23. október 2023 17:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23. október 2023 18:00
Segir að Ajax verði að líta á sig sem fallkandítat Fyrrverandi leikmaður Ajax segir að félagið verði að hugsa eins og það sé í fallbaráttu. 23. október 2023 17:00