Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 22:23 Innan úr dómssalnum í Haag þar sem réttarhöldin fór fram í gær og í dag. AP/Patrick Post Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira