Benfica vann fyrri leik liðanna 2-1 og jafntefli dugði því til að komast áfram. Um er að ræða viðureign í „32-liða“ úrslitum en þar mætast lið sem enduðu í 2. sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni og liðin sem enduðu í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu.
Full-time in France, and we are in the Last 16 of #UEL! #TFCSLB pic.twitter.com/cIQDeFuacI
— SL Benfica (@slbenfica_en) February 22, 2024
AC Milan var komið með annan fótinn í 16-liða úrslit eftir 3-0 sigur á Rennes í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var hins vegar töluvert jafnari. Benjamin Bourigeaud kom Rennes yfir en Luka Jović jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik.
Bourigeaud kom Rennes aftur yfir, nú með marki úr vítaspyrnu en aftur komu gestirnir til baka. Portúgalski vængmaðurinn Rafael Leão jafnaði metin áður en Bourigeaud fullkomnaði þrennu sínu á 68. mínútu, aftur með marki af vítapunktinum.
Onwards we go #UEL #SRFCACM #SempreMilan pic.twitter.com/7C7gaJQCUZ
— AC Milan (@acmilan) February 22, 2024
Nær komust heimamenn í Rennes ekki og AC Milan því komið áfram í 16-liða úrslit. Dregið verður á morgun og verður drátturinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.