Ekkert fær Inter stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 22:01 Lautaro Martínez er búinn að skora 22 mörk í 23 leikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ABBONDANZA SCURO LEZZI Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta. Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Inter er að eiga rosalegt tímabil en ásamt því að sitja á toppi Serie A er liðið í góðri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og það hefur nú þegar unnið Ofurbikar Ítalíu. Hvað leik dagsins varðar þá var staðan 1-0 gestunum frá Mílanó í vil eftir að Lautaro Marínez kom Inter yfir eftir stundarfjórðung. Davide Frattesi bætti við öðru markinu í síðari hálfleik áður en hann lagði upp þriðja markið á Martínez. Hollenski miðvörðurinn Steven de Vrij bætti svo fjórða markinu við á 67. mínútu og þar við sat. Lokatölur 0-4 og Inter í toppmálum á toppi deildarinnar þó Juventus hafi unnið dramatískan sigur fyrr í dag. Inter trónir á toppnum með 66 stig, níu meira en Juventus sem hefur leikið leik meira. Slakt gengi meistara Napolí heldur áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cagliari fyrr í dag. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen kom meisturunum yfir á 66. mínútu en heimaliðið jafnaði þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Napolí er sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum minna en Bologna sem situr í 4. sæti. Síðasti leikur dagsins var leikur AC Milan og Atalanta en bæði lið eru í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti. Fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rafael Leão kom AC Milan yfir en Teun Koopmeiners jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Milan situr því í 3. sæti með 53 stig en Atalanta er í 5. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. 25. febrúar 2024 13:40