Þjálfari Dana mætti reiður með síma í viðtal: „Svona á fótbolti ekki að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 09:31 Kasper Hjulmand með símann. Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Þýskalandi á EM í gær. Hann sagði regluna um hendi vera fáránlega. Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24