Fótbolti

Sjáðu vítaklúður Nikolaj Han­sen og mörkin í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikolaj Hansen svekkelsið uppmálað eftir vítaklúðrið sitt í gærkvöldi.
Nikolaj Hansen svekkelsið uppmálað eftir vítaklúðrið sitt í gærkvöldi. S2 Sport

Víkingar duttu úr leik á grátlegan hátt í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi eftir 2-1 tap á móti Shamrock Rovers á Tallaght leikvanginum í Dublin.

Víkingar fengu frábært tækifæri til að koma leiknum í framlengingu í uppbótatíma þegar fyrirliðinn Nikolaj Hansen klúðraði vítaspyrnu með síðustu spyrnu leiksins.

Hansen skaut í utanverða stöngina og fram hjá þegar markvörður Íranna var farinn í rangt horn.

Hansen hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik og minnkað muninn á 60. mínútu.

Johnny Kenny skoraði tvívegis á fyrstu tuttugu mínútunum eftir að hafa hlaupið í gegnum Víkingsvörnina. Varnarmenn Víkings litu ekki vel út þar.

Víkingsliðið var manni fleiri frá 74. mínútu eftir að Jack Byrne fékk sitt annað gula spjald. Því miður tókst þeim ekki að nýta sér það.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin, rauða spjaldið og vítaklúðrið.

Klippa: Mörkin og vítaklúðrið í leik Shamrock Rovers og Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×