Fótbolti

Naumur sigur í fyrsta deildar­leik Kompanys

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serge Gnabry fagnar sigurmarki sínu gegn Wolfsburg.
Serge Gnabry fagnar sigurmarki sínu gegn Wolfsburg. getty/Stuart Franklin

Bayern München þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna Wolfsburg, 2-3, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti deildarleikur Bæjara undir stjórn Vincents Kompany.

Bayern náði forystunni á 20. mínútu þegar Jamal Musiala skoraði og staðan var 0-1 í hálfleik.

Wolfsburg byrjaði seinni hálfleikinn betur og Lovro Majer kom liðinu í 2-1 með tveimur mörkum á átta mínútum.

Bayern jafnaði á 65. mínútu þegar Jakub Kaminski skoraði sjálfsmark og þegar átta mínútur voru til leiksloka kom svo sigurmarkið.

Serge Gnabry fékk þá boltann í þröngu færi hægra megin í vítateignum en skoraði með góðu skoti í stöng og inn. Lokatölur 2-3, Bayern í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×