Enski boltinn

Guardiola birtist ó­vænt á bóka­safni í Osló

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til sigurs í þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Liðið á möguleika á því að vinna ensku deildina fimmta árið í röð.
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til sigurs í þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Liðið á möguleika á því að vinna ensku deildina fimmta árið í röð. Getty/Justin Setterfield

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur séð sinn fremsta mann skora sjö mörk í fyrstu þremur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni. Hann ákvað að skella sér til heimalands Erlings Haaaland í landsleikjahléinu.

Það varð allt vitlaust á Deichmanska bókasafninu í Osló þegar fólk uppgötvaði að sjálfur Pep Guardiola væri á sæðinu.

@Sportbladet

„Hálft bókasafnið kom á hlaupum,“ sagði Anders Sörfonden við VG.

„Það sáu margir hver þetta var ekki síst þegar allir fóru að biðja hann um mynd af sér með honum. Ég var alveg stjarfur eftir að ég fékk myndina af mér með honum svo að ég sá ekki hvert hann fór eftir það. Mikilvægast fyrir mig var að segja honum að ég hafi verið stuðningsmaður City síðan 1984,“ sagði Sörfonden.

Guardiola tók vel á móti þeim sem vildu fá mynd af sér með honum.

Það er ekki vitað hver ástæðan sé fyrir ferðalagi Guardiola til Noregs. Hann talaði þó um það í janúar að hann langaði að ferðast til Noregs.

„Ég hef sagt það mörgum sinnum við Erling að ég vildi að hann myndi bjóða mér til Osló. Ég vil fara til Noregs. Ekki núna en kannski í vor eða sumar,“ sagði Pep Guardiola þá á blaðamannafundi.

Norska landsliðið, með Haaland í fararbroddi, mætir Kasakstan og Austurríki í Þjóðadeildinni á föstudag og mánudag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×