„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira