Fótbolti

Laugar­dals­völlur eins og þú hefur aldrei séð hann áður

Aron Guðmundsson skrifar
Það er mikið búið að gerast á Laugardalsvelli frá því að fyrsta skóflustunga að nýjum velli var tekin fyrir rétt rúmum tveimur vikum síðan
Það er mikið búið að gerast á Laugardalsvelli frá því að fyrsta skóflustunga að nýjum velli var tekin fyrir rétt rúmum tveimur vikum síðan Vísir/Ívar Fannar

Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir.

Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins sem verður staðsettur nær nýlegri og stærri stúku vallarins. 

Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. 

Í Sportpakkanum í kvöld, að loknum kvöldfréttum, sýnum við nánar frá framkvæmdunum á Laugardalsvelli og ræðum við Þorvald Örlygsson, formann KSÍ, sem og Bjarna Hannesson, grasvallatæknifræðing, sem er KSÍ til halds og trausts í þessu verkefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×