Glórulaus Mings kostaði Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 17:17 Tyrone Mings í leik kvöldsins. Rene Nijhuis//Getty Images Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í þeim síðari ákvað Mings á einhvern óskiljanlegan hátt að taka boltann upp með höndum í eigin vítateig. Vítaspyrna eðlilega dæmt og úr henni skoraði Hans Vanaken það sem reyndist sigurmark kvöldsins. Klippa: Glórulaus Mings kostaði Aston Villa Þetta var fyrsta markið sem Villa fær á sig í Meistaradeildinni en liðið er nú með níu stig að loknum fjórum leikjum. Club Brugge hefur á sama tíma unnið tvo leiki og tapað jafn mörgum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í þeim síðari ákvað Mings á einhvern óskiljanlegan hátt að taka boltann upp með höndum í eigin vítateig. Vítaspyrna eðlilega dæmt og úr henni skoraði Hans Vanaken það sem reyndist sigurmark kvöldsins. Klippa: Glórulaus Mings kostaði Aston Villa Þetta var fyrsta markið sem Villa fær á sig í Meistaradeildinni en liðið er nú með níu stig að loknum fjórum leikjum. Club Brugge hefur á sama tíma unnið tvo leiki og tapað jafn mörgum.