Sport

Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á kló­sett­setunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það þarf að passa vel upp á sóttvarnir og þrifnað í líkamsræktarsölum.
Það þarf að passa vel upp á sóttvarnir og þrifnað í líkamsræktarsölum. Getty/Al Bello/

Fjöldi Íslendinga fer í ræktina nokkrum sinnum í viku og því er full ástæða til að vekja athygli á nýrri rannsókn um þrifnað eða réttara sagt óþrifnað í líkamsræktarsölum.

Niðurstöður rannsóknar hjá Fitrated eru vissulega mjög sláandi. Business Insider sagði frá.

Sum handlóð í líkamsræktarsalnum mældust hafa 362 sinnum fleiri bakteríur á sér en finnast venjulega á klósettsetunni.

Að auki mældust mun fleiri bakteríur á þrekhjólum og hlaupabrettum en á matarbökkum og handlaugum. 39 sinnum fleiri á þrekhjólum og 74 sinnum fleiri á hlaupabrettum.

Það verður þó að taka það fram að þetta er erlend rannsókn á erlendum líkamsræktarstöðvum. Við treystum því að hugað sé betur af þrifum í þeim fjölmörgum stöðvum sem eru hér á landi.

Það er samt sem áður full ástæða fyrir fólk í ræktinni að passa upp á þrifnað í líkamsræktarsalnum.

Gott ráð er að þrífa tækin fyrir og eftir notkun sem og að huga að sóttvörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×