Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 20:01 Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni. Martin Rickett/Getty Images Ruud van Nistelrooy stýrði Manchester United til 3-0 sigurs í því sem var hans síðasti leikur sem aðalþjálfari liðsins. Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira
Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira