Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 13:28 Þessi skipa Alþingi eftir þingkosningarnar 30. nóvember 2024. Vísir/Hjalti Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. Talningu í síðasta kjördæminu lauk ekki fyrr en eftir hádegi í dag. Þá var ljóst að Samfylkingin hefði hlotið flest atkvæði á landsvísu, 20,8 prósent, og bætt við sig níu þingmönnum frá síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut næstflest atkvæði eftir að hafa mælst þriðji og jafnvel fjórði stærsti flokkurinn í sumum skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann fékk á endanum 19,4 prósent atkvæða og fjórtán þingmenn. Það er tveimur færri en á síðasta kjörtímabili. Hinir gömlu ríkisstjórnarflokkanir tveir, Vinstri græn og Framsókn, máttu þola niðurlægingu en þeir töpuðu átta þingmönnum hvor um sig. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en þrír af fjórum ráðherrum Framsóknarflokksins duttu út af þingi, þau Lilja Alfreðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson. Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, komst aðeins inn sem jöfnunarmaður eftir að lokaúrslit urðu ljós. Flokkurinn náði engum þingmanni inn á suðvesturhorni landsins, hvorki í Reykjavík suður eða norður né Suðvesturkjördæmi. Saman töpuðu gömlu ríkisstjórnarflokkanir þannig átján þingsætum. Ríkisstjórnarsamstarf þeirra sprakk í október og boðaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þá til kosninganna sem fóru fram í gær. Vinstri græn tóku ekki sæti í starfsstjórn. Þau Alma Möller, Jóhann Páll Jóhannson og Kristrún Frostadóttir voru sigurreif á kosningavöku Samfylkingarinnar í nótt. Flokkurinn verður sá stærsti á Alþingi.Vísir/Anton Brink Sögulegur árangur Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viðreisn mældist gjarnan næst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum en þurfti að sætta sig við þriðja sætið í kosningunum með 15,8 prósent atkvæða. Hann hlaut ellefu þingsæti, sex sætum meira en í kosningunum 2021. Flokkur fólksins var með 13,8 prósent á landsvísu og bætti við sig fjórum þingmönnum. Árangur hans í Suður- og Norðvesturkjördæmum var sögulegur. Í Suðurkjördæmi stóð Flokkur fólksins uppi með flest atkvæði, innan við tvö hundruð fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn. Í Norðvesturkjördæmi var flokkurinn sá næst stærsti. Miðflokkurinn náði ekki heldur upp í þær hæðir sem hann mældist stundunum í fyrir kosningarnar og hlaut á endanum 12,1 prósent atkvæða. Flokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum. Framsóknaflokkurinn var sjötti og síðasti flokkurinn sem náði sæti á þingi og fékk fimm menn, þar af tvo jöfnunarþingmenn. Rúmlega árartugslangri þingsetu Pírata lokið í bili Píratar voru eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem tapaði þingsætum en þeir töpuðu stórt. Flokkurinn átti sex þingmenn á síðasta kjörtímabili en á engan á því næsta. Hann hafði átt sæti á þingi frá 2013. Sósíalistaflokkurinn náði engum manni inn með sín fjögur prósent atkvæðanna. Það er sami skerfur atkvæða og flokkurinn fékk fyrir þremur árum. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi dómara og forsetaframbjóðanda, hlaut eitt prósent atkvæða, rúmlega 2.200 atkvæði. Ábyrg framtíð, sem bauð aðeins fram í einu kjördæmi, fékk 42 atkvæði. Framsóknarflokkur: Ingibjörg Isaksen (NA), Þórarinn Ingi Pétursson (NA), Stefán Vagn Stefánsson (NV), Halla Hrund Logadóttir (S), Sigurður Ingi Jóhannsson (S). Viðreisn: Ingvar Þóroddsson (NA), María Rut Kristinsdóttir (NV), Hanna Katrín Friðriksson (RN), Pawel Bartoszek (RN), Grímur Grímsson (RN), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (RS), Jón Gnarr (RS), Guðbrandur Einarsson (S), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (SV), Sigmar Guðmundsson (SV) og Eiríkur Björn Björgvinsson (SV). Sjálfstæðisflokkur: Jens Garðar Helgason (NA), Njáll Trausti Friðbertsson (NA), Ólafur Adolfsson (NV), Guðlaugur Þór Þórðarson (RN), Diljá Mist Einarsdóttir (RN), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (RS), Hildur Sverrisdóttir (RS), Jón Pétur Zimsen (RS), Guðrún Hafsteinsdóttir (S), Vilhjálmur Árnason (S), Bjarni Benediktsson (SV), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (SV), Bryndís Haraldsdóttir (SV) og Rósa Guðbjartsdóttir (SV). Flokkur fólksins: Sigurjón Þórðarson (NA), Eyjólfur Ármannsson (NV), Lilja Rafney Magnúsdóttir (NV), Ragnar Þór Ingólfsson (RN), Inga Sæland (RS), Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (RS), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (S), Sigurður Helgi Pálmason (S), Guðmundur Ingi Kristinsson (SV) og Jónína Björk Óskarsdóttir (SV). Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (NA), Þorgrímur Sigmundsson (NA), Ingibjörg Davíðsdóttir (NV), Sigríður Á. Anderson (RN), Snorri Másson (RS), Karl Gauti Hjaltason (S), Bergþór Ólason (SV) og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (SV). Samfylkingin: Logi Einarsson (NA), Eydís Ásbjörnsdóttir (NA), Arna Lára Jónsdóttir (NV), Kristrún Frostadóttir (RN), Dagur B. Eggertsson (RN), Þórður Snær Júlíusson* (RN), Dagbjört Hákonardóttir (RN), Jóhann Páll Jóhannsson (RS), Ragna Sigurðardóttir (RS), Kristján Þórður Snæbjarnarson (RS), Víðir Reynisson (S), Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S), Alma Möller (SV), Guðmundur Ari Sigurjónsson (SV) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (SV). *Þórður Snær hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka sæti á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að tveir ráðherrar Framsóknar hefðu fallið af þingi en Willum Þór Þórsson varð sá þriðji þegar hann datt út sem jöfnunarþingmaður Suðvesturkjördæmis í lokatölunum. Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Píratar Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Talningu í síðasta kjördæminu lauk ekki fyrr en eftir hádegi í dag. Þá var ljóst að Samfylkingin hefði hlotið flest atkvæði á landsvísu, 20,8 prósent, og bætt við sig níu þingmönnum frá síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut næstflest atkvæði eftir að hafa mælst þriðji og jafnvel fjórði stærsti flokkurinn í sumum skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann fékk á endanum 19,4 prósent atkvæða og fjórtán þingmenn. Það er tveimur færri en á síðasta kjörtímabili. Hinir gömlu ríkisstjórnarflokkanir tveir, Vinstri græn og Framsókn, máttu þola niðurlægingu en þeir töpuðu átta þingmönnum hvor um sig. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en þrír af fjórum ráðherrum Framsóknarflokksins duttu út af þingi, þau Lilja Alfreðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson. Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, komst aðeins inn sem jöfnunarmaður eftir að lokaúrslit urðu ljós. Flokkurinn náði engum þingmanni inn á suðvesturhorni landsins, hvorki í Reykjavík suður eða norður né Suðvesturkjördæmi. Saman töpuðu gömlu ríkisstjórnarflokkanir þannig átján þingsætum. Ríkisstjórnarsamstarf þeirra sprakk í október og boðaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þá til kosninganna sem fóru fram í gær. Vinstri græn tóku ekki sæti í starfsstjórn. Þau Alma Möller, Jóhann Páll Jóhannson og Kristrún Frostadóttir voru sigurreif á kosningavöku Samfylkingarinnar í nótt. Flokkurinn verður sá stærsti á Alþingi.Vísir/Anton Brink Sögulegur árangur Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viðreisn mældist gjarnan næst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum en þurfti að sætta sig við þriðja sætið í kosningunum með 15,8 prósent atkvæða. Hann hlaut ellefu þingsæti, sex sætum meira en í kosningunum 2021. Flokkur fólksins var með 13,8 prósent á landsvísu og bætti við sig fjórum þingmönnum. Árangur hans í Suður- og Norðvesturkjördæmum var sögulegur. Í Suðurkjördæmi stóð Flokkur fólksins uppi með flest atkvæði, innan við tvö hundruð fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn. Í Norðvesturkjördæmi var flokkurinn sá næst stærsti. Miðflokkurinn náði ekki heldur upp í þær hæðir sem hann mældist stundunum í fyrir kosningarnar og hlaut á endanum 12,1 prósent atkvæða. Flokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum. Framsóknaflokkurinn var sjötti og síðasti flokkurinn sem náði sæti á þingi og fékk fimm menn, þar af tvo jöfnunarþingmenn. Rúmlega árartugslangri þingsetu Pírata lokið í bili Píratar voru eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem tapaði þingsætum en þeir töpuðu stórt. Flokkurinn átti sex þingmenn á síðasta kjörtímabili en á engan á því næsta. Hann hafði átt sæti á þingi frá 2013. Sósíalistaflokkurinn náði engum manni inn með sín fjögur prósent atkvæðanna. Það er sami skerfur atkvæða og flokkurinn fékk fyrir þremur árum. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi dómara og forsetaframbjóðanda, hlaut eitt prósent atkvæða, rúmlega 2.200 atkvæði. Ábyrg framtíð, sem bauð aðeins fram í einu kjördæmi, fékk 42 atkvæði. Framsóknarflokkur: Ingibjörg Isaksen (NA), Þórarinn Ingi Pétursson (NA), Stefán Vagn Stefánsson (NV), Halla Hrund Logadóttir (S), Sigurður Ingi Jóhannsson (S). Viðreisn: Ingvar Þóroddsson (NA), María Rut Kristinsdóttir (NV), Hanna Katrín Friðriksson (RN), Pawel Bartoszek (RN), Grímur Grímsson (RN), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (RS), Jón Gnarr (RS), Guðbrandur Einarsson (S), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (SV), Sigmar Guðmundsson (SV) og Eiríkur Björn Björgvinsson (SV). Sjálfstæðisflokkur: Jens Garðar Helgason (NA), Njáll Trausti Friðbertsson (NA), Ólafur Adolfsson (NV), Guðlaugur Þór Þórðarson (RN), Diljá Mist Einarsdóttir (RN), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (RS), Hildur Sverrisdóttir (RS), Jón Pétur Zimsen (RS), Guðrún Hafsteinsdóttir (S), Vilhjálmur Árnason (S), Bjarni Benediktsson (SV), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (SV), Bryndís Haraldsdóttir (SV) og Rósa Guðbjartsdóttir (SV). Flokkur fólksins: Sigurjón Þórðarson (NA), Eyjólfur Ármannsson (NV), Lilja Rafney Magnúsdóttir (NV), Ragnar Þór Ingólfsson (RN), Inga Sæland (RS), Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (RS), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (S), Sigurður Helgi Pálmason (S), Guðmundur Ingi Kristinsson (SV) og Jónína Björk Óskarsdóttir (SV). Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (NA), Þorgrímur Sigmundsson (NA), Ingibjörg Davíðsdóttir (NV), Sigríður Á. Anderson (RN), Snorri Másson (RS), Karl Gauti Hjaltason (S), Bergþór Ólason (SV) og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (SV). Samfylkingin: Logi Einarsson (NA), Eydís Ásbjörnsdóttir (NA), Arna Lára Jónsdóttir (NV), Kristrún Frostadóttir (RN), Dagur B. Eggertsson (RN), Þórður Snær Júlíusson* (RN), Dagbjört Hákonardóttir (RN), Jóhann Páll Jóhannsson (RS), Ragna Sigurðardóttir (RS), Kristján Þórður Snæbjarnarson (RS), Víðir Reynisson (S), Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S), Alma Möller (SV), Guðmundur Ari Sigurjónsson (SV) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (SV). *Þórður Snær hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka sæti á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að tveir ráðherrar Framsóknar hefðu fallið af þingi en Willum Þór Þórsson varð sá þriðji þegar hann datt út sem jöfnunarþingmaður Suðvesturkjördæmis í lokatölunum.
Framsóknarflokkur: Ingibjörg Isaksen (NA), Þórarinn Ingi Pétursson (NA), Stefán Vagn Stefánsson (NV), Halla Hrund Logadóttir (S), Sigurður Ingi Jóhannsson (S). Viðreisn: Ingvar Þóroddsson (NA), María Rut Kristinsdóttir (NV), Hanna Katrín Friðriksson (RN), Pawel Bartoszek (RN), Grímur Grímsson (RN), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (RS), Jón Gnarr (RS), Guðbrandur Einarsson (S), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (SV), Sigmar Guðmundsson (SV) og Eiríkur Björn Björgvinsson (SV). Sjálfstæðisflokkur: Jens Garðar Helgason (NA), Njáll Trausti Friðbertsson (NA), Ólafur Adolfsson (NV), Guðlaugur Þór Þórðarson (RN), Diljá Mist Einarsdóttir (RN), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (RS), Hildur Sverrisdóttir (RS), Jón Pétur Zimsen (RS), Guðrún Hafsteinsdóttir (S), Vilhjálmur Árnason (S), Bjarni Benediktsson (SV), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (SV), Bryndís Haraldsdóttir (SV) og Rósa Guðbjartsdóttir (SV). Flokkur fólksins: Sigurjón Þórðarson (NA), Eyjólfur Ármannsson (NV), Lilja Rafney Magnúsdóttir (NV), Ragnar Þór Ingólfsson (RN), Inga Sæland (RS), Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (RS), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (S), Sigurður Helgi Pálmason (S), Guðmundur Ingi Kristinsson (SV) og Jónína Björk Óskarsdóttir (SV). Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (NA), Þorgrímur Sigmundsson (NA), Ingibjörg Davíðsdóttir (NV), Sigríður Á. Anderson (RN), Snorri Másson (RS), Karl Gauti Hjaltason (S), Bergþór Ólason (SV) og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (SV). Samfylkingin: Logi Einarsson (NA), Eydís Ásbjörnsdóttir (NA), Arna Lára Jónsdóttir (NV), Kristrún Frostadóttir (RN), Dagur B. Eggertsson (RN), Þórður Snær Júlíusson* (RN), Dagbjört Hákonardóttir (RN), Jóhann Páll Jóhannsson (RS), Ragna Sigurðardóttir (RS), Kristján Þórður Snæbjarnarson (RS), Víðir Reynisson (S), Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S), Alma Möller (SV), Guðmundur Ari Sigurjónsson (SV) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (SV). *Þórður Snær hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka sæti á þingi.
Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Píratar Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24