Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 11:31 Þeir voru ófáir titlarnir sem Víkingar sönkuðu að sér undir stjórn Arnars í Fossvoginum Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við. „Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“ Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira