„Félagið setur mig í skítastöðu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2025 15:09 Arnór í leik með Blackburn Vísir/Getty Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum. Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti