Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16:25.
Guðmundur Benediktsson, Kjartan Henry Finnbogason og Aron Guðmundsson hafa fylgt íslenska liðinu eftir undanfarna daga og eru staddir úti í Murcia.
Þeir hituðu upp fyrir leikinn í beinni útsendingu á Vísi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kósovó vann fyrri leikinn gegn Íslandi á fimmtudaginn, 2-1. Íslenska liðið þarf því að vinna það forskot upp í leiknum í dag.
Leikurinn telst „heimaleikur“ Íslands og þrátt fyrir að hann sé á Spáni er búist við að um þúsund Íslendingar mæti á hann.