Fleiri fréttir

ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild

Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB.

Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu

Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum.

Jón Ásgeir yfirheyrður

Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í vikunni vegna rannsóknar embættisins á málefnum Glitnis. Hann mætti án Gests Jónssonar, lögmanns síns, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón vildi ekki tjá sig um málið við blaðið í gær.

Stal úlpum fyrir fíkniefnum

Lögreglan handsamaði í gær stúlku sem hafði stolið úlpum í fatahengi Valhúsaskóla. Það voru skólabörn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hlupu stúlkuna uppi og síðan var lögregla kölluð til. Stúlkan var þá að fara í skólann í annað sinn í vikunni til þess að stela úlpum. Á mánudag sást í öryggismyndavél skólans hvar stúlkan tók fimm úlpur úr fatahenginu. Þegar hún kom aftur í skólann í gær þekktu nemendur hana aftur.

Eftirsóknarvert að halda hér jól

Bandaríska fréttastöðin CNN telur að Reykjavík sé einn af tíu bestu stöðum í heiminum til að verja jólunum á. Frá þessu er greint á vef Ferðamálastofu.

Þriðji geirinn er mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni

Fræðasetur þriðja geirans svokallaða tók formlega til starfa í Háskóla Íslands (HÍ) í gær. Um er að ræða stofnun sem mun fjalla um þau félagasamtök eða stofnanir sem ekki eru reknar af opinberum aðilum og ekki í hagnaðarskyni. Að setrinu standa Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild HÍ ásamt samtökunum Almannaheill.

Karl og kona hafa kært kynferðisbrot

Karlmanni á fimmtugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn að minnsta kosti tveimur einstaklingum, þegar þeir voru börn, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í fyrradag.

Leita að svigrúmi í lögunum

Farið verður vandlega yfir nýjan dóm Hæstaréttar í máli þar sem banka var heimilað að ganga á ábyrgðarmenn lántaka sem fengið hafði greiðsluaðlögun, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Kosið til stjórnlagaþings í dag

Fulltrúar verða kosnir á stjórnlagaþing um allt land í dag. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 en lýkur klukkan 22. Alls eru 522 einstaklingar í framboði en stjórnlagaþingið verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þeir verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna.

Auðlindarentan renni til þjóðarinnar

Að þjóðin eigi náttúruauðlindir landsins er yfirmarkmið heildstæðrar stefnu stjórnvalda í orku- og auðlindamálum sem unnið er að. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á málþingi um eignarhald orkufyrirtækja í gær.

Upplýsa með leynd um leka

Breska stjórnin staðfesti í gær að bandarísk stjórnvöld hefðu skýrt frá því við hverju mætti búast í væntanlegum leka á vefsíðunni Wikileaks. Bretar vildu þó ekki upplýsa blaðamenn um það hvert inntak lekans gæti orðið.

Dorrit tendrar jólatréð í dag

Dorrit Moussaieff forsetafrú mun tendra ljósin á jólatré Kringlunnar við hátíðlega áthöfn í dag klukkan 15. Á sama tíma hefst góðgerðasöfnun á jólapökkum undir jólatréð.

Fundað um Árbót í þingnefndum

Bæði félagsmálanefnd Alþingis og fjárlaganefnd hyggjast funda um málefni meðferðarheimilisins Árbótar í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins undanfarna viku.

Grunur um fjárdrátt í fangelsi

Forstöðumaður Kvíabryggju hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um nokkurra mánaða skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða.

Ekki ráðlegt að ganga gegn þjóðinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vill ekkert segja um hvort hann telji að nýr samningur í Icesave-deilunni eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en varar við því að gengið verði gegn vilja þjóðarinnar.

Fjársvikamaður áfram inni

Gæsluvarðhald Steingríms Þórs Ólafssonar var í gær framlengt í héraðsdómi til 10. desember. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum fyrr í mánuðinum. Steingrímur er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Um er að ræða svik á virðisaukaskatti upp á um 270 milljónir króna.

Allir stöðvaðir

Líkt undanfarin ár stendur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir sérstöku átaki gegn ölvunarakstri nú í aðdraganda aðventunnar. Í kvöld stöðvaði lögreglan allar bifreiðar sem ekið var um Hringbraut skammt frá gatnamótunum við Snorrabraut. Jólunum fylgja mannfagnaðir og skemmtanir af ýmsu tagi svo sem tónleikar, jólaglögg og jólahlaðborð.

Gunnar í Krossinum: Ég misnotaði ekki þessa konu

„Ég hef aldrei misnotað þessa konu en iðulega átti ég, líkt og margir aðrir menn og unglingar jafnvel, fótum mínum fjör að launa,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um ásakanir fyrrverandi mágkonu hans.

Samstarfið gott

Söngvarinn Friðrik Dór og sjónvarpsmaðurinn Steindi gáfu nýverið út nýtt lag saman. Þeir segja að samstarfið hafi gengið vel. Rætt var við þá í þættinum Ísland í dag að loknum fréttum í kvöld.

Fjalli um geldingar á svínum

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum er m.a. ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína.

Bjargað eftir 50 daga á reki

Unglingum frá Fiji eyju var í gær bjargað eftir 50 daga á reki í litlum bát. Einn drengjanna er 14 ára en hinir tveir 15. Þeir lögðu upp frá heimili sínu 5. október síðastliðnum á tólf feta kænu sem þeir ætluðu að sigla til nágrannaeyjar. Síðan heyrðist ekkert til þeirra.

Þurfti að þola kynferðislegt káf Gunnars í Krossinum

„Ég ætla ekki lengur að bera þessa skömm, því hún er ekki mín“, segir ein þeirra kvenna sem sakar Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Hún segir að brotin hafi byrjað þegar hún var 14 ára og að þau hafi staðið yfir í meira en tíu ár.

Komnir heim

Rússneskt Soyuz geimfar flutti í dag tvo Bandaríkjamenn og einn Rússa heim frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Þeir höfðu verið um borð í geimstöðinni frá 15. júní. 2. nóvember síðastliðinn héldu þeir uppá að tíu ár voru liðin frá því geimfarar hófu fyrst störf í stöðinni. Þrír geimfarar eru þar enn um borð, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Þeir fá til sín þrjá nýja félaga 17. desember næstkomandi.

Öflugir íþróttamenn á Seltjarnarnesi

Nokkrir nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla gómuðu í dag skæðan úlpuþjóf sem hefur stundað það að koma í skólann og stela úlpum af nemendum. „Það eru miklir íþróttamenn á Seltjarnarnesi. Þeir stökkva bara af stað og fara létt með þetta,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla.

Atli Gíslason mikið í fríi

Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna hefur verið frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Enginn núverandi þingmanna hefur eins oft og lengi tekið sér frí frá þingstörfum og Atli. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum hinn 1. október, í þriðja sinn frá kosningum, og hefur nú verið 121 dag frá þingstörfum frá kosningunum í maí 2009.

Hvað þýðir þessi aðlögun?

Ísland er í aðlögun að Evrópusambandinu, það er að minnsta kosti afstaða Evrópusambandsins. En hvað þýðir þessi aðlögun?

Minni niðurskurður

Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á næsta fjárlagaári verður 1,3 milljarðar í staðinn fyrir 3 milljarða líkt og boðað hafði verið. Þetta var meðal þess sem ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í dag.

Önnur sprenging í kolanámunni

Enn ein sprenging varð í dag í kolanámunni á Nýja Sjálandi þar sem 29 námumenn fórust. Sprengingin varð næstum upp á mínútu einni viku eftir fyrstu sprenginguna sem talið er að hafi orðið námumönnunum að fjörtjóni.

Skeljungur segir upp starfsfólki

Átta starfsmönnum á skrifstofu olíufélagsins Skeljungs og tveimur fastráðnum starfsmönnum í dreifingu var sagt upp störfum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er meirihluti fólksins með margra ára starfsreynslu að baki.

Árbótarmálið verður rætt í fjárlaganefnd

Árbótarmálið verður rætt í fjárlaganefnd, segir Oddný Harðardóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. Fjáraukalög eru nú til umræðu í þinginu og ljóst er að bætur til hjónanna sem ráku meðferðarheimilið Árbót verða ekki greiddar nema að samþykki fáist fyrir því á fjáraukalögum.

Pyntuðu mann við innheimtu fíkniefnaskuldar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Andra Vilhelm Guðmundsson í 2½ árs fangelsi og Gunnar Jóhann Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás.

Dorrit kveikir á jólatré Kringlunnar

Frú Dorrit Moussaieff mun tendra ljósin á jólatré Kringlunnar við hátíðlega áthöfn á laugardaginn klukkan þrjú. Við sama tækifæri hefst formlega góðgerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð

Bandaríkin jafna við Rússa í Afganistan

Bandarískt herlið hefur í dag verið í Afganistan í níu ár og 50 daga. Það er nákvæmlega jafn lengi og Sovéski herinn hélt þar út á árunum 1979 til 1989.

Óbeinar reykingar drepa 600 þúsund á ári

Fyrsta alþjóðlega rannsóknin á áhrifum óbeinna reykinga leiðir í ljós að 600 þúsund manns látast árlega af völdum þeirra. Einn þriðji þeirra sem láta lífið vegna óbeinna reykinga eru börn, sem verða fyrir reyknum heimafyrir að því er fram kemur í rannsókninni sem unnin var af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og náði til 192 landa. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að óbeinar reykingar auki líkurnar á vöggudauða, lungnabólgu og astma hjá börnum.

Segja Kóreu á barmi styrjaldar

Norður-Kórea hóf í dag á ný skothríð í grennd við eyna sem ráðist var á fyrr í þessari viku. Ekki var þó skotið á eyna sjálfa heldur á haf út.

Sonur Gunnars: „Pabbi, ég stend með þér alla leið“

Sonur Gunnars Þorsteinssonar, forstöðumanns Krossins, lýsir yfir fullum stuðningi við föður sinn vegna þeirra ásakana sem fram hafa komið um að hann hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega. Sonurinn, Guðni Gunnarsson, hefur sett inn á Facebook-síðu sína tengil á lagið „Vertu hjá mér" með kristilegu hljómsveitinni GIG, sem hann er sjálfur meðlimur í. Með tenglinum fylgja skilaboð til föður hans: „Textinn er fyrir dag eins og í dag... pabbi ég stend með þér alla leið.."

Tekur ekki afstöðu til málefna sem Alþingi á óafgreidd

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann muni ekki taka afstöðu til samninga eða málefna sem Alþingi á eftir að afgreiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsetanum vegna Bloombergs viðtals þar sem fjallað er um Icesave samkomulag sem fullyrt hefur verið að sé í sjónmáli.

Biðst afsökunar á að hafa flutt inn notuð reiðtygi

Karlmaður sem stöðvaður var í tollinum í fyrradag með notuð reiðtygi segir að um hugsunarleysi hafi verið að ræða. Matvælastofnun og Landssamband hestamanna líta málið grafalvarlegum augum enda hætta á að smitsjúkdómar geti borist hingað til lands með þessum hætti.

Brestir í greiðsluaðlögunarúrræðinu

Umboðsmaður skuldara telur að dómur Hæstaréttar, frá því í gær, um að kröfuhöfum sé heimilt að ganga að ábyrgðarmönnum einstaklinga sem gengist hafa undir nauðasamning til greiðsluaðlögunar sýnir hugsanlega bresti í því úrræði sem greiðsluaðlögun á að vera.

Sjá næstu 50 fréttir