Fleiri fréttir Eiturlyfjasalar handteknir í Reykjavík Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík í fyrradag. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri en við húsleit í híbýlum annars þeirra fannst talsvert magn af marijúana og peningar, vel á aðra milljón, sem er álitið að séu afrakstur fíkniefnasölu. 10.11.2010 17:28 Segir Þórhall hafa átt í leynilegu sambandi við Árna Vegna opinberrar umfjöllunar um uppsögn Þórhalls Jósefssonar, fréttamanns, vill fréttastjóri RÚV taka fram að hann samþykkti aldrei að viðkomandi fréttamaður skráði ævisögu fyrrverandi ráðherra samkvæmt tilkynningu sem Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, sendi frá sér vegna uppsgnar Þórhalls Jósepssonar. 10.11.2010 17:14 Bretar fara íslensku leiðina Yfirgnæfandi meirihlutu bæjarstjórna í Bretlandi ætlar að grípa til þess ráðs að slökkva á ljósastaurum eða dimma ljósin til þess að spara peninga. 10.11.2010 16:38 Össur segir uppsögn Þórhalls vera siðlausa Össur Skarphéðinsson segir að sér finnist það forkastanlegt að fréttamanni Ríkisútvarpsins sé sagt upp störfu vegna þess að hann skrifaði samtalsbók við fyrrverandi stjórnmálamann. Þetta sagði Össur á þingfundi í dag. 10.11.2010 16:02 Ráðherra vill að lögreglan rannsaki veðmálaauglýsingar Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, vill að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kanni lögmæti auglýsinga frá veðmálafyrirtækinu Betsson sem birtar eru á strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann hefur beint erindi þessa efnis til lögreglunnar. 10.11.2010 15:42 Stúdentar hertaka höfuðstöðvar íhaldsflokksins Allt ætlar um koll að keyra í miðborg Lundúna en þúsundir stúdenta mótmæla hækkun skólagjalda í háskólum landsins. Stúdentarnir hafa hertekið höfuðstöðvar íhaldsflokksins, rúður hafa verið brotnar og lögreglumenn meiðst. 10.11.2010 15:32 Ariel Sharon fluttur heim Ariel Sharon fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels verður á næstu dögum fluttur heim til sín af sjúkrahúsi þar sem hann hefur legið í dauðadái síðan fjórða janúar árið 2006. 10.11.2010 15:21 Vilja rannsókn á helstu ráðuneytum Þingmenn Hreyfingarinnar vilja að gerð verði sjálfstæð og óháð rannsókn á forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti og starfsháttum þeirra frá ársbyrjun 2007 til loka september þessa árs. 10.11.2010 15:16 Gera ekki athugasemd við uppsögn Þórhalls Félag fréttamanna á RÚV gerir ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar Þórhalls Jósepssonar fréttamanns. Þórhalli var sagt upp störfum í fyrradag og er ástæðan sú að hann vann við ritun bókar sem fjallar um ráðherraferil Árna Mathiesen og aðdragandann að hruninu. 10.11.2010 14:53 Jón Gnarr tjáir sig um stóra skíðamálið Jón Gnarr borgarstjóri segir harkaleg viðbrögð við þeim hugmyndum hans að loka skíðsvæðinu í tvö ár hafa verið fyrirsjáanleg. „Viðbrögðin komu mér ekki á óvart. Mér fannst þau ekkert sérstaklega harkaleg. Ég held að flestir geri sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem við erum í og þetta vekur menn kannski til umhugsunar um að leita betri lausna varðandi rekstur í Bláfjöllum, sem og annarsstaðar," segir Jón. 10.11.2010 14:33 Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr hafi farið með rangt mál þegar borgarstjórinn kallaði sig geimveru. 10.11.2010 14:32 Sérstakar mæðgur Tuttugu og tveggja ára gömul kona í Flórída hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja átta vikna gamlan son sinn. 10.11.2010 14:22 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10.11.2010 14:13 Biskup spyr frambjóðendur um afstöðu til þjóðkirkjunnar Biskupsstofa hefur sent frambjóðendum til stjórnlagaþings bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til aðskilnaðs ríkis og kirkju. Svör frambjóðenda verða birt á vef þjóðkirkjunnar. Í bréfinu fer Biskupsstofa þess á leit við frambjóðendur að þeir gerir grein fyrir afstöðu sinni til 62. greinar stjórnarskrárinnar þar sem nú segir: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum." 10.11.2010 14:02 Jussanam fékk styrk frá StRv Jussanam Da Silva hefur fengið styrk frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem auðveldar henni lífsbaráttuna þennan mánuðinn. Jussanam bíður enn svars dóms- og mannréttindaráðuneytisins um hvort hún fær hér atvinnuleyfi. Jussanam starfaði sem frístundaleiðbeinandi hjá Hlíðaskjóli sem heyrir undir Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og greiddi hún því sín stéttarfélagsgjöld til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar til hún var rekin þaðan vegna skorts á atvinnuleyfi. Styrknum fékk hún úthlutað úr styrktarsjóði félagsins eftir að ráðgjafi hafði bent henni á þann möguleika að sækja þar um. 10.11.2010 13:06 Da Vinci fléttan: Demókratar gefa góðgerðarsamtökum framlagið Framlag Vickrams Bedi til kosningasjóðs Demókrataflokksins í Bandaríkjunum verður gefið góðgerðarsamtökum, eftir að upp koms um meinta fjárkúgun Bedi og Helgu Ingvarsdóttur. Þau eru grunuð um að hafa haft milljónir dollara af auðkýfingnum Roger Davidson. 10.11.2010 12:36 Laserljósagangur á Akureyri: Fleiri tilkynningar hafa borist Engin hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn vegna rannsóknar á því að lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvélar frá Flugfélagi Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í gærkvöldi. Fleiri tilkynningar um laserljósagang á Akureyri hafa borist. 10.11.2010 12:15 Borgin segir upp leikskólastjórum Smærri leikskólar í Reykjavík verða sameinaðir og leikskólastjórum verður sagt upp, samkvæmt tillögum um hagræðingu á leikskólastiginu sem liggja fyrir. 10.11.2010 12:14 Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar um mál íslenskra blaðamanna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til meðferðar tvær kærur blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Annars vegar er um að ræða mál Bjarkar Eiðsdóttur blaðamanns gegn íslenska ríkinu. Það er svokallað Vikumál, þar sem Björk hlaut dóm fyrir meiðyrði, en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Goldfinger í Kópavogi. 10.11.2010 12:07 Sagði föður Helgu hafa afneitað dóttur sinni Vickram Bedi er sagður hafa sannfært auðkýfinginn Roger Davidson um að faðir Helgu Ingvarsdóttur, Ingvar J. Karlsson, hefði afneitað henni. Roger er sagður hafa gefið Helgu 200 milljónir króna í gjöf þar sem fréttirnar hafi fengið mjög á hann. 10.11.2010 11:57 Mígreni tengt hjartasjúkdómum Fólk á miðjum aldri sem þjáist af mígreni ásamt áru deyr frekar vegna hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki þjást af slíkum höfuðverk. Þetta eru meðal niðurstaða doktorsritgerðar Lárusar Steinþórs Guðmundssonar. 10.11.2010 11:30 Brennuvargar í Vestmannaeyjum fyrir dóm Ríkissaksóknari höfðar í dag mál á hendur þremur ungmennum í Vestmannaeyjum. Þeim er gefið að sök að hafa kveikt í hópbifreið svo mikil hætta hlaust af. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. 10.11.2010 11:29 Dýrt að flytja Landhelgisgæsluna Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, gerir ráð fyrir því að það verði kostnaðarsamt að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði. 10.11.2010 11:17 Da Vinci fléttan: Helga og Vickram funduðu með Obama Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa fryst allar eigum Vicram Bedi, unnusta Helgu Ingvarsdóttir, en parið er í varðhaldi í Bandaríkjunum sakað um hafa svikið hundruðir milljóna út úr aukýfingnum Roger Davidson. 10.11.2010 10:59 Eldur kom upp í skemmtiferðaskipi Dráttarbátur dregur nú skemmtiferðaskipið Carnival Splendor til hafnar en eldur kom upp um borð á mánudagsmorgun þar sem það var statt undan ströndum Mexíkó. 10.11.2010 10:55 Friðarverðlaunum Nóbels stolið Óljóst er hvort hægt verður að afhenda friðarverðlaun Nóbels hinn 10. desember næstkomandi. Afhendingarhátíðin mun engu að síður fara fram í ráðhúsinu í Osló. 10.11.2010 10:17 Taka rútu frá Sauðárkróki til að mótmæla Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hvetja íbúa Skagafjarðar og Skagfirðinga, búsetta á höfuðborgarsvæðinu, til að fjölmenna á Austurvöll á morgun kl. 16 og vera viðstödd afhendingu undirskriftalista fólks af öllu landinu, gegn niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Rúta fer frá Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki á morgun kl. 11. Fréttavefurinn Feykir segir frá þessu. 10.11.2010 10:05 Kynningarkostnaður vegna Þjóðfundar um 8 milljónir Kynningar- og auglýsingakostnaður vegna Þjóðfundarins nam rúmum átta milljónum króna. Inni í þessu er kostnaður við vefsíðugerð og umsjón 10.11.2010 09:33 Rekinn eftir áratug á RÚV Fréttamanninum Þórhalli Jósepssyni hefur verið vikið úr starfi á Rúv. Þórhallur skrifaði ævisögu Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og fékk uppsagnarbréf að launum. 10.11.2010 09:32 Vestfirðingar sendu bænaskrá til Alþingismanna Tæplega hundrað einstaklingar á Vestfjörðum, hafa sent Alþingismönnum bænaskrá um lækkun margra rekstrarliða hins opinbera á næsta fjárlagaári, svo ekki þurfi að skera jafn mikið niður til heilbrigðismála á landsbyggðinni, eins og fyrirhugað er. 10.11.2010 09:09 BHM gagnrýnir seinagang vegna yfirfærslu málefna fatlaðra Bandalag háskólamanna gagnrýnir seinagang samráðshóps á vegum félagsmálaráðuneytisins sem unnið hefur að um réttindum og kjörum starfsmanna vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Í samráðshópnum eiga sæti fulltrúar stéttarfélaga, Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. 10.11.2010 09:08 Ráðist á kristna í Bagdad Að minnsta kosti þrír eru látnir og tugir hafa slasast í Bagdad í Írak í morgun. Svo virðist vera sem skipulagðar árásir hafi verið gerðar á sex stöðum á sama tíma í kristnum hverfum borgarinnar. Tugir eru slasaðir, en árásir á kristna í borginni hafa farið vaxandi síðustu misserin að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir nokkrum dögum voru rúmlega fjörutíu manns myrtir þegar íslamskir skæruliðar tóku kaþólska kirkjugesti í gíslingu. 10.11.2010 09:07 Draugaflaug undan strönd Kalíforníu Yfirstjórnin í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, segist engar skýringar finna á eldflaugarskoti sem fjölmargir urðu vitni að undan ströndum Kalíforníuríkis á mánudag. 10.11.2010 09:01 Jón Gnarr hætti að hugsa um Bláfjallalokun Stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur skorar á Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík að leggja til hliðar hugmyndir um að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni. 10.11.2010 08:40 Engar vísbendingar um að pyntingar hafi skilað árangri Breskir ráðamenn segja ekkert hæft í staðhæfingum George Bush fyrrverandi bandaríkjaforseta, að pyntingar í Guantanamo hafi komið í veg fyrir hryðjuverk. 10.11.2010 07:59 Beindu lasergeisla að Fokker- flugvél í aðflugi Lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvél frá Flugfélagi Íslands þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli, með marga farþega um borð, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, en slíkt getur haft truflandi áhrif á flugmenn. 10.11.2010 07:50 Féll átta metra en slapp ótrúlega vel Karlmaður um tvítugt slapp ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar hann féll í gærkvöldi átta metra niður af svölum húss við Vesturgötu í Reykjavík og hafnaði á gangstéttinni. 10.11.2010 07:27 Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur Tveir slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á mótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar um tíu leitið í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á slysadeild, en munu ekki vera alvarlega slasaðir. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir áreksturinn og voru fjarlægðir með kranabílum. Ekki er ljós hvað olli slysinu. 10.11.2010 07:11 Da Vinci fléttan: Málið er eins og sápuópera Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. 10.11.2010 06:00 Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. 10.11.2010 06:00 Boða aukna samvinnu í atvinnumálum Fréttaskýring: Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfélagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitarstjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. 10.11.2010 06:00 Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. 10.11.2010 05:45 Lagst gegn friðlýsingu hluta Geysissvæðisins Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. 10.11.2010 05:00 Með myndavélar og skartgripi Tveir menn, á þrítugsaldri, voru í gær úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir eru grunaðir um innbrot og þjófnaði úr heimahúsum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem handtók þá í fyrradag. 10.11.2010 04:00 Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. 10.11.2010 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Eiturlyfjasalar handteknir í Reykjavík Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík í fyrradag. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri en við húsleit í híbýlum annars þeirra fannst talsvert magn af marijúana og peningar, vel á aðra milljón, sem er álitið að séu afrakstur fíkniefnasölu. 10.11.2010 17:28
Segir Þórhall hafa átt í leynilegu sambandi við Árna Vegna opinberrar umfjöllunar um uppsögn Þórhalls Jósefssonar, fréttamanns, vill fréttastjóri RÚV taka fram að hann samþykkti aldrei að viðkomandi fréttamaður skráði ævisögu fyrrverandi ráðherra samkvæmt tilkynningu sem Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, sendi frá sér vegna uppsgnar Þórhalls Jósepssonar. 10.11.2010 17:14
Bretar fara íslensku leiðina Yfirgnæfandi meirihlutu bæjarstjórna í Bretlandi ætlar að grípa til þess ráðs að slökkva á ljósastaurum eða dimma ljósin til þess að spara peninga. 10.11.2010 16:38
Össur segir uppsögn Þórhalls vera siðlausa Össur Skarphéðinsson segir að sér finnist það forkastanlegt að fréttamanni Ríkisútvarpsins sé sagt upp störfu vegna þess að hann skrifaði samtalsbók við fyrrverandi stjórnmálamann. Þetta sagði Össur á þingfundi í dag. 10.11.2010 16:02
Ráðherra vill að lögreglan rannsaki veðmálaauglýsingar Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, vill að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kanni lögmæti auglýsinga frá veðmálafyrirtækinu Betsson sem birtar eru á strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann hefur beint erindi þessa efnis til lögreglunnar. 10.11.2010 15:42
Stúdentar hertaka höfuðstöðvar íhaldsflokksins Allt ætlar um koll að keyra í miðborg Lundúna en þúsundir stúdenta mótmæla hækkun skólagjalda í háskólum landsins. Stúdentarnir hafa hertekið höfuðstöðvar íhaldsflokksins, rúður hafa verið brotnar og lögreglumenn meiðst. 10.11.2010 15:32
Ariel Sharon fluttur heim Ariel Sharon fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels verður á næstu dögum fluttur heim til sín af sjúkrahúsi þar sem hann hefur legið í dauðadái síðan fjórða janúar árið 2006. 10.11.2010 15:21
Vilja rannsókn á helstu ráðuneytum Þingmenn Hreyfingarinnar vilja að gerð verði sjálfstæð og óháð rannsókn á forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti og starfsháttum þeirra frá ársbyrjun 2007 til loka september þessa árs. 10.11.2010 15:16
Gera ekki athugasemd við uppsögn Þórhalls Félag fréttamanna á RÚV gerir ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar Þórhalls Jósepssonar fréttamanns. Þórhalli var sagt upp störfum í fyrradag og er ástæðan sú að hann vann við ritun bókar sem fjallar um ráðherraferil Árna Mathiesen og aðdragandann að hruninu. 10.11.2010 14:53
Jón Gnarr tjáir sig um stóra skíðamálið Jón Gnarr borgarstjóri segir harkaleg viðbrögð við þeim hugmyndum hans að loka skíðsvæðinu í tvö ár hafa verið fyrirsjáanleg. „Viðbrögðin komu mér ekki á óvart. Mér fannst þau ekkert sérstaklega harkaleg. Ég held að flestir geri sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem við erum í og þetta vekur menn kannski til umhugsunar um að leita betri lausna varðandi rekstur í Bláfjöllum, sem og annarsstaðar," segir Jón. 10.11.2010 14:33
Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr hafi farið með rangt mál þegar borgarstjórinn kallaði sig geimveru. 10.11.2010 14:32
Sérstakar mæðgur Tuttugu og tveggja ára gömul kona í Flórída hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja átta vikna gamlan son sinn. 10.11.2010 14:22
Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10.11.2010 14:13
Biskup spyr frambjóðendur um afstöðu til þjóðkirkjunnar Biskupsstofa hefur sent frambjóðendum til stjórnlagaþings bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til aðskilnaðs ríkis og kirkju. Svör frambjóðenda verða birt á vef þjóðkirkjunnar. Í bréfinu fer Biskupsstofa þess á leit við frambjóðendur að þeir gerir grein fyrir afstöðu sinni til 62. greinar stjórnarskrárinnar þar sem nú segir: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum." 10.11.2010 14:02
Jussanam fékk styrk frá StRv Jussanam Da Silva hefur fengið styrk frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem auðveldar henni lífsbaráttuna þennan mánuðinn. Jussanam bíður enn svars dóms- og mannréttindaráðuneytisins um hvort hún fær hér atvinnuleyfi. Jussanam starfaði sem frístundaleiðbeinandi hjá Hlíðaskjóli sem heyrir undir Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og greiddi hún því sín stéttarfélagsgjöld til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar til hún var rekin þaðan vegna skorts á atvinnuleyfi. Styrknum fékk hún úthlutað úr styrktarsjóði félagsins eftir að ráðgjafi hafði bent henni á þann möguleika að sækja þar um. 10.11.2010 13:06
Da Vinci fléttan: Demókratar gefa góðgerðarsamtökum framlagið Framlag Vickrams Bedi til kosningasjóðs Demókrataflokksins í Bandaríkjunum verður gefið góðgerðarsamtökum, eftir að upp koms um meinta fjárkúgun Bedi og Helgu Ingvarsdóttur. Þau eru grunuð um að hafa haft milljónir dollara af auðkýfingnum Roger Davidson. 10.11.2010 12:36
Laserljósagangur á Akureyri: Fleiri tilkynningar hafa borist Engin hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn vegna rannsóknar á því að lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvélar frá Flugfélagi Íslands, þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli í gærkvöldi. Fleiri tilkynningar um laserljósagang á Akureyri hafa borist. 10.11.2010 12:15
Borgin segir upp leikskólastjórum Smærri leikskólar í Reykjavík verða sameinaðir og leikskólastjórum verður sagt upp, samkvæmt tillögum um hagræðingu á leikskólastiginu sem liggja fyrir. 10.11.2010 12:14
Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar um mál íslenskra blaðamanna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til meðferðar tvær kærur blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Annars vegar er um að ræða mál Bjarkar Eiðsdóttur blaðamanns gegn íslenska ríkinu. Það er svokallað Vikumál, þar sem Björk hlaut dóm fyrir meiðyrði, en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Goldfinger í Kópavogi. 10.11.2010 12:07
Sagði föður Helgu hafa afneitað dóttur sinni Vickram Bedi er sagður hafa sannfært auðkýfinginn Roger Davidson um að faðir Helgu Ingvarsdóttur, Ingvar J. Karlsson, hefði afneitað henni. Roger er sagður hafa gefið Helgu 200 milljónir króna í gjöf þar sem fréttirnar hafi fengið mjög á hann. 10.11.2010 11:57
Mígreni tengt hjartasjúkdómum Fólk á miðjum aldri sem þjáist af mígreni ásamt áru deyr frekar vegna hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki þjást af slíkum höfuðverk. Þetta eru meðal niðurstaða doktorsritgerðar Lárusar Steinþórs Guðmundssonar. 10.11.2010 11:30
Brennuvargar í Vestmannaeyjum fyrir dóm Ríkissaksóknari höfðar í dag mál á hendur þremur ungmennum í Vestmannaeyjum. Þeim er gefið að sök að hafa kveikt í hópbifreið svo mikil hætta hlaust af. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. 10.11.2010 11:29
Dýrt að flytja Landhelgisgæsluna Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, gerir ráð fyrir því að það verði kostnaðarsamt að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði. 10.11.2010 11:17
Da Vinci fléttan: Helga og Vickram funduðu með Obama Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa fryst allar eigum Vicram Bedi, unnusta Helgu Ingvarsdóttir, en parið er í varðhaldi í Bandaríkjunum sakað um hafa svikið hundruðir milljóna út úr aukýfingnum Roger Davidson. 10.11.2010 10:59
Eldur kom upp í skemmtiferðaskipi Dráttarbátur dregur nú skemmtiferðaskipið Carnival Splendor til hafnar en eldur kom upp um borð á mánudagsmorgun þar sem það var statt undan ströndum Mexíkó. 10.11.2010 10:55
Friðarverðlaunum Nóbels stolið Óljóst er hvort hægt verður að afhenda friðarverðlaun Nóbels hinn 10. desember næstkomandi. Afhendingarhátíðin mun engu að síður fara fram í ráðhúsinu í Osló. 10.11.2010 10:17
Taka rútu frá Sauðárkróki til að mótmæla Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hvetja íbúa Skagafjarðar og Skagfirðinga, búsetta á höfuðborgarsvæðinu, til að fjölmenna á Austurvöll á morgun kl. 16 og vera viðstödd afhendingu undirskriftalista fólks af öllu landinu, gegn niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Rúta fer frá Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki á morgun kl. 11. Fréttavefurinn Feykir segir frá þessu. 10.11.2010 10:05
Kynningarkostnaður vegna Þjóðfundar um 8 milljónir Kynningar- og auglýsingakostnaður vegna Þjóðfundarins nam rúmum átta milljónum króna. Inni í þessu er kostnaður við vefsíðugerð og umsjón 10.11.2010 09:33
Rekinn eftir áratug á RÚV Fréttamanninum Þórhalli Jósepssyni hefur verið vikið úr starfi á Rúv. Þórhallur skrifaði ævisögu Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og fékk uppsagnarbréf að launum. 10.11.2010 09:32
Vestfirðingar sendu bænaskrá til Alþingismanna Tæplega hundrað einstaklingar á Vestfjörðum, hafa sent Alþingismönnum bænaskrá um lækkun margra rekstrarliða hins opinbera á næsta fjárlagaári, svo ekki þurfi að skera jafn mikið niður til heilbrigðismála á landsbyggðinni, eins og fyrirhugað er. 10.11.2010 09:09
BHM gagnrýnir seinagang vegna yfirfærslu málefna fatlaðra Bandalag háskólamanna gagnrýnir seinagang samráðshóps á vegum félagsmálaráðuneytisins sem unnið hefur að um réttindum og kjörum starfsmanna vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Í samráðshópnum eiga sæti fulltrúar stéttarfélaga, Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. 10.11.2010 09:08
Ráðist á kristna í Bagdad Að minnsta kosti þrír eru látnir og tugir hafa slasast í Bagdad í Írak í morgun. Svo virðist vera sem skipulagðar árásir hafi verið gerðar á sex stöðum á sama tíma í kristnum hverfum borgarinnar. Tugir eru slasaðir, en árásir á kristna í borginni hafa farið vaxandi síðustu misserin að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir nokkrum dögum voru rúmlega fjörutíu manns myrtir þegar íslamskir skæruliðar tóku kaþólska kirkjugesti í gíslingu. 10.11.2010 09:07
Draugaflaug undan strönd Kalíforníu Yfirstjórnin í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, segist engar skýringar finna á eldflaugarskoti sem fjölmargir urðu vitni að undan ströndum Kalíforníuríkis á mánudag. 10.11.2010 09:01
Jón Gnarr hætti að hugsa um Bláfjallalokun Stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur skorar á Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík að leggja til hliðar hugmyndir um að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni. 10.11.2010 08:40
Engar vísbendingar um að pyntingar hafi skilað árangri Breskir ráðamenn segja ekkert hæft í staðhæfingum George Bush fyrrverandi bandaríkjaforseta, að pyntingar í Guantanamo hafi komið í veg fyrir hryðjuverk. 10.11.2010 07:59
Beindu lasergeisla að Fokker- flugvél í aðflugi Lasergeisla var beint að stjórnklefa Fokker flugvél frá Flugfélagi Íslands þegar hún var í aðflugi að Akureyrarflugvelli, með marga farþega um borð, um klukkan hálf átta í gærkvöldi, en slíkt getur haft truflandi áhrif á flugmenn. 10.11.2010 07:50
Féll átta metra en slapp ótrúlega vel Karlmaður um tvítugt slapp ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar hann féll í gærkvöldi átta metra niður af svölum húss við Vesturgötu í Reykjavík og hafnaði á gangstéttinni. 10.11.2010 07:27
Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur Tveir slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á mótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar um tíu leitið í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á slysadeild, en munu ekki vera alvarlega slasaðir. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir áreksturinn og voru fjarlægðir með kranabílum. Ekki er ljós hvað olli slysinu. 10.11.2010 07:11
Da Vinci fléttan: Málið er eins og sápuópera Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. 10.11.2010 06:00
Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. 10.11.2010 06:00
Boða aukna samvinnu í atvinnumálum Fréttaskýring: Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfélagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitarstjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. 10.11.2010 06:00
Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. 10.11.2010 05:45
Lagst gegn friðlýsingu hluta Geysissvæðisins Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. 10.11.2010 05:00
Með myndavélar og skartgripi Tveir menn, á þrítugsaldri, voru í gær úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir eru grunaðir um innbrot og þjófnaði úr heimahúsum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem handtók þá í fyrradag. 10.11.2010 04:00
Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. 10.11.2010 03:00