Fleiri fréttir

Landlæknir skoðar reikninga tannlæknis

„Það er alfarið mál Sjúkratrygginga Íslands,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir spurður álits á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þess efnis að hætta viðskiptum við tannlækni á Suðurnesjum sem ákærður hefur verið fyrir fjársvik upp á 129 þúsund krónur. Geir segir landlæknis­embættið ekkert hafa með þann þátt málsins að gera og sé það einungis á hendi Sjúkratrygginga.

Hvergi fleiri skráðir í stjórnmálaflokka

Um 42 prósent íslenskra kjósenda, tæplega 100 þúsund manns, eru skráð í stjórnmálaflokka. Hlutfallið er töluvert hærra en dæmi eru um annars staðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem birtist í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kemur út í dag.

Stal 5000 krónum úr bíl í dag og bíl í síðustu viku

Eigandi bíls á Sauðárkróki hringdi í lögregluna í dag en nágranni mannsins hafði sagt honum frá manni sem var að gramsa í bílnum hans. Þegar eigandinn ætlaði út að spyrja manninn hvaða erindi hann ætti í bílinn var hann horfinn á braut. Nágranninn hafði þá fylgst með því hvaða leið hann labbaði og eigandinn fór þá á eftir honum.

Flutt til Reykjavíkur eftir bílveltu

Breskt par var flutt til Reykjavíkur í sjúkrabíl í dag eftir að bifreið sem þau voru í valt tvær til þrjár veltur á Suðurlandsvegi til móts við Steinmóðabæ. Ökumaðurinn slasaðist nokkuð en hann var með sár á höfði og kvartaði undan verkjum í baki.

Richard Branson verður flugfreyja í einn dag

Sir Richard Branson, stjórnarformaður Virgin Group, hefur lofað að klæða sig upp eins og flugfreyja hjá Air Asia X og þjóna flugfarþegum á leiðinni frá London til Kuala Lumpur. Branson tapaði nefnilega veðmáli við eiganda flugfélagsins Tony Fernandes sem snérist um Formúlu1.

Eiginmaðurinn hélt framhjá

Leikkonan Elizabet Hurley hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn til þriggja ára, Arun Nayar, sem er sagður hafa haldið framhjá eiginkonu sinni.

400 ökumenn stöðvaðir um helgina

Tæplega fjögur hundruð ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar.

Keyrt á konu í Skeifunni

Kona varð fyrir bíl í Skeifunni í Reykjavík um klukkan korter yfir fimm í dag. Slysið átti sér stað á bílastæði fyrir utan verslun í Skeifunni en konan hlaut höfuðhögg og var flutt á slysadeild í sjúkrabíl.

Icesave verður flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni

Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða.

Sex látnir í umferðinni í ár

Sex eru látnir í umferðinni í ár. Það er sex manns of mikið, en talan oft verið hærri. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðaslysa, segist vonast til þess að þessar tölur bendi til þess að menn séu farnir að gá betur að sér í umferðinni.

Standa sig verr í Háskóla Íslands

Nemendur úr Hraðbraut standa sig verr í Háskóla íslands en nemendur úr öðrum menntaskólum. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálanefndar um málefni Hraðbrautar, en hún er áfellisdómur yfir stjórnendum skólans.

Útilokar ekki uppsagnir

Grunnskólabörnum í Reykjavík hefur fækkað um nærri fimmtán hundruð á fimm árum. Hátt í sextíu starfsmönnum er ofaukið í skólum Reykjavíkur og fræðslustjóri útilokar ekki uppsagnir til að saxa á hundruð milljóna króna halla.

Í gæsluvarðhaldi til 20. desember

Þrír karlmenn um tvítugt, sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán á Selfossi síðastliðinn laugardag, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. desember í Hérðasdómi Suðurlands í dag.

Segir ekki hægt að ýta á ON-hnapp fyrir Þingeyinga

Búist er við að Landsvirkjun ákveði síðar í vikunni að hefja rannsóknarboranir í Þingeyjarsýslum á ný eftir meira en tveggja ára hlé. Iðnaðarráðherra reyndi á Alþingi í dag að draga úr væntingum Þingeyinga um skjóta atvinnuuppbyggingu í héraðinu.

Fjársvikamál: Fimmtán einstaklingar eiga von á ákæru

Allt að fimmtán einstaklingar eiga von á ákæru í umfangsmiklu fjársvikamáli sem teygir anga sína inn til embættis ríkisskattstjóra. Lögregla segir þetta vera eitt grófasta svikamál sem upp hefur komið.

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011.

Raunveruleikaþáttur um hvolpa á Netinu

Sony, Panasonic og systkini þeirra eru aðalpersónurnar í nýjum „raunveruleikaþætti" sem sendur er út beint á Netinu. Haraldur Ási Lárusson, starfsmaður kvikmyndagerðarfyrirtækisins Kukl, á tíkina Týru sem gaut hvolpunum fyrir skemmstu.

Ekkert samkomulag um Icesave frumvarp

Tilraunir forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að fá stjórnarandstöðuna í lið með sér við framlagningu frumvarps vegna Icesave-samninganna fóru út um þúfur í dag.

ASÍ segir ríkisstjórnina sniðganga kröfur þeirra

Alþýðusamband Íslands segir að ekki blási byrlega varðandi samvinnu ríkisstjórnar og ASÍ fyrir komandi kjaraviðræður. Í yfirlýsingu segir sambandið að í síðustu viku hafi komið í ljós að frumvarp sem hafði verið í smíðum í félagsmálaráðuneytinu frá því í júní varðandi breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, og unnið var með aðkomu aðila vinnumarkaðarins, hafði tekið veigamiklum breytingum. „Án nokkurs samráðs,“ segir ennfremur.

Ólafur áfram á hægum batavegi

Ólafur Þórðarson, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á heimili sínu um miðjan síðasta mánuð, er enn á hægum batavegi samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hans. Hann liggur enn á heila- og taugadeild Landspítalans en þangað fór hann af gjörgæsludeild fyrir rúmum hálfum mánuði síðan.

Rúna í Stígamótum fær viðurkenningu Jafnréttisráðs

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2010. Hún tileinkaði viðurkenninguna Stígamótum, Skottufélögunum 23 og konunum 50.000 sem hittust í bænum 25. október síðastliðinn í baráttugöngu í tilefni kvennafrídagsins.

Tengsl fundin milli erfða og legslímuflakks

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að tengsl séu á milli erfða og endómetríósu, eða legslímuflakks. Er þetta í fyrsta sinn sem sýnt er fram á slík tengsl.

Sérstök lög sett fyrir Assange í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn munu að líkindum setja ný lög til þess að koma höndum yfir Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Lögspekingar hafa bent á að erfitt sé að finna stoð í núgildandi lögum fyrir ákæru á hendur honum.

Chernobyl opnað ferðamönnum

Yfirvöld í Úkraínu ætla á næsta ári að opna Chernobyl kjarnorkuverið fyrir ferðamenn. Lysthafendur geta þá skoðað vettvang versta kjarnorkuslyss sögunnar (Enn sem komið er) og reikað um rústir orkuversins.

Vilja fjölga aðstoðarmönnum ráðherra

Aðstoðarmönnum ráðherra verður fjölgað og hlutverk þeirra gert skýrara verði tillögur nefndar sem forsætisráðherra skipaði um endurskoðun á stjórnarráðinu færðar í lög. Tillögur nefndarinnar, sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði veitti formennsku, voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu

Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu.

Lítið hægt að gera ef til uppsagna kemur

Dæmi eru um að starfsfólk sé þegar farið að missa vinnuna í skólum, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þá að í slíkum tilfellum hafi yfirleitt verið um að ræða tónlistarskóla eða grunnskóla. Hann segir að um sé að ræða einstaka uppsagnir. Ekki hafi komið til neinna hópuppsagna í stéttinni.

Simmi og Jói seldu þúsund hamborgara á dag

„Einn eftirmiðdaginn hringdi ég í Jóa og sagði honum að við værum að fara að opna hamborgarastað. Í fyrstu fannst honum það ekki ráðlegt, enda er hann jarðbundinn maður að eðlisfari. Ég held að ég hafi selt honum þetta samt á 40 mínútum þar sem ég lagði mig fram við að sýna honum kosti þess að segja upp trausti starfi og leggja út í óvissuna með mér. Vel að merkja, konurnar okkar voru báðar ófrískar á þessum tíma,“ segir Sigmar Vilhjálmsson um hvernig hann fékk Jóhannes Ásbjörnsson til að opna með sér Hamborgarafabrikkuna.

Jón Gnarr: Vonin er eins og folald bak við skítinn

Jón Gnarr borgarstjóri er þrettándi vonarberinn í jóladagatali Þjóðkirkjunnar. „Að vænta vonar" er yfirskrift dagatalsins þar sem einn vonarberi mætir til leiks á hverjum degi fram að jólum. Jón segir vonina vera hluta af því að vera manneskja. Hann grípur til heldur frumlegrar líkingar í myndbandi sem unnið var fyrir Þjóðkirkjuna um vonina. „Fyrir mér er hún sérstaklega dýrmæt í erfiðleikum og þá upplifi ég að maður sé kannski bara endalaust að moka hrossaskít." Þegar vonin er annars vegar er hægt að búast við að finna lítið foland eftir allan moksturinn, segir Jón þegar hann útskýrir vonina á sinn einstaka hátt.

Atvinnuleysi 7,7% og eykst lítillega

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2010 var 7,7% og voru 12.363 manns atvinnulausir í nóvember að meðaltali. Þetta þýðir að atvinnuleysi hefur aukist lítillega, um 0,2 prósentustig frá október, eða um 301 manns að meðaltali.

Vegtollar auka útgjöld bíleigenda um 80%

Fyrirhugaður vegtollur á akstur um vegi út frá höfuðborginni mun auka útgjöld bíleigenda til ríkisins við hvern ekinn kílómetra um rúm áttatíu prósent. Þá er stefnt að hækkun á þremur bensínsköttum um áramót.

Geta sagt Icesave samningnum upp eftir áramót

Bretar og Hollendingar geta einhliða sagt sig frá nýjum Icesave samningi ef Alþingi verður ekki búið að samþykkja Icesave lögin og forsetinn undirrita þau fyrir áramót. Þetta kemur fram í Icesave samningunum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Allir vegir færir

Flestar heiðar á þjóðvegum landsins eru opnar öllum bílum, sem þykir óvenjulegt þegar komið fram í miðjan desembermánuð. Þannig eru hæstu heiðar Vestfjarða, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði, báðar færar. Þar er þó hálka, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar en einnig er hálka á Holtavörðuheiði, og víðar á Norðurlandi sem og norðaustanlands.

Óveður hindrar viðræður um öryggi Íslands

Árlegum viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um öryggismál, sem hefjast áttu í Reykjavík í dag, hefur verið frestað vegna óveðurs í Bandaríkjunum. Bandaríska sendinefndin átti að koma til Íslands í morgun en samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu komst hún ekki frá Washington til New York vegna veðurs og missti því af fluginu til Íslands.

Þórður Hjaltested tekur við af Eiríki

Þórður Á. Hjaltested verður næsti formaður Kennarasambands Íslands. Þórður hafði betur gegn Elnu Katrínu Jónsdóttur og vann með 80 atkvæða mun. Hann tekur við formennsku Kennarasambandsins á þingi þess þann 8. apríl næstkomandi.

Einelti gegn kennurum tilkynnt til barnaverndar

„Einelti er meðal alvarlegustu samskiptavandamála sem upp koma á vinnustöðum og innlendar sem erlendar rannsóknir benda til þess að allt að 8 til 10% starfsmanna verði fyrir einelti í vinnu." Þetta kemur fram í bréfi sem vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands sendi skólastjörnendum og trúnaðarmönnum KÍ í vor.

Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn

Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum.

Fræðslustjóri útilokar ekki uppsagnir

Það stefnir í 400 milljóna króna halla á rekstri Menntasviðs Reykjavíkurborgar á þessu ári. Níu mánaða uppgjör var kynnt í menntaráði á fundi í síðustu viku. Ragnar Þorsteinsson segir að hallinn sé tilkominn vegna launaliðar annars vegar og hins vegar vegna annars kostnaðar sem erfitt hafi reynst að skera niður undanfarin tvö ár.

Sendi tölvupóst og hengdi sig

Mark Madoff sonur svikahrappsins Bernards Madoff sendi tölvupóst rétt áður en hann hengdi sig á heimili sínu um helgina. Þar sagði hann meðal annars; „Enginn vill heyra sannleikann."

Dæmd í 2ja ára fangelsi fyrir fjárdrátt frá sendiráðinu í Vín

Tuttugu og níu ára gömul kona var í morgun dæmd í 2ja ára fangelsi fyrir að draga sér fé frá íslenska sendiráðinu í Vínarborg. 22 mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. Konan starfaði sem bókari hjá sendiráðinu og játaði að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu 335 þúsund evrur, eða um 51 milljón íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir