Fleiri fréttir

Baðstrendur við Rauða hafið opnaðar að nýju

Stjórnvöld í Egyptalandi ætli að opna aftur baðstrendur við Rauða hafið sem hafa verið lokaðar frá 5. desember eftir að hákarlaárásir kostuðu einn þýskan ferðamann lífið og særðu fjóra aðra ferðamenn alvarlega.

Dómari tók sér frest til að úrskurða um gæsluvarðhald

Dómari tók sér í gærkvöldi frest til að úrskurða um kröfu lögreglunnar í Árnessýslu um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum, sem réðust með ofbeldi inn í heimahús á Selfossi í fyrrakvöld og rændu þar ýmsum verðmætum.

Tvöfalt fleiri greinast með lystarstol

Fjöldi þeirra sem leggjast inn á geðdeildir vegna lystarstols hefur tvöfaldast hér á landi á 26 árum. Eru það niðurstöður nýrrar rannsóknar: Lystar­stol 1983-2008: innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

Greiða jafnan lægri gjöld en nágrannarnir

Þrátt fyrir fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá Reykjavíkur­borgar segja fulltrúar meirihlutans að borgarbúar greiði jafnan mun lægri skatta og gjöld en gengur og gerist í nágrannasveitar­félögunum.

Lausnin tímabundin eftir árs undirbúning

Ráðstöfun verkefna Varnarmálastofnunar liggur fyrir til bráðabirgða. Óvissu rúmlega fimmtíu starfsmanna er eytt með niðurstöðunni, segir formaður verkefnastjórnar. Stjórnsýslan við framkvæmd þess að leggja stofnunina niður er hins vegar harðlega gagnrýnd.

Félag múslima mun eitt fá moskulóðina

Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að Félag múslima muni fá lóð undir mosku frá borginni en ekki Menningarsetur múslima sem einnig sækir um lóð.

Eftirlitið framvegis hjá ríkinu

Matvælastofnun, MAST, mun ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávarútvegsfyrirtækjum frá og með 1. mars 2011. Eftirlitið verður eftir þann tíma ríkisrekið. Þetta gengur þvert á vilja Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslufyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins og gegn tilmælum sjávar­útvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.

Næst hægt að reyna að sex árum liðnum

Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum.

Andvígir kvótasölu ríkisins

Farmanna- og fiskimannasambandið, Sjómannasambandið og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa tekið höndum saman við Landssamband íslenskra útvegsmanna og mótmæla hugmyndum um sölu ríkisins á aflaheimildum.

Átta manns týndu lífi

Átta manns létu lífið er smárúta sprakk nærri herbúðum NATO í suður Afganistan í gær; sex menn úr sveitum NATO létust auk tveggja afganskara hermanna.

Lánveiting í Búðarháls yrði jólagjöfin

Vonir eru bundnar við að Fjárfestingarbanki Evrópu muni í vikunni samþykkja að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar í ljósi nýrrar stöðu í Icesave-málinu. Verkstjóri Ístaks á virkjunarsvæðinu segir að það yrði jólagjöfin í ár.

Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki

Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag.

Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara

Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir.

Kveikt í tveimur bílum með hálftíma millibili

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt en það var kallað út rétt fyrir klukkan sex í morgun til þess að slökkva í logandi bifreið í Heiðmörk.

Sextán ára ökufantur stöðvaður

Sextán ára ökuþór var stöðvaður í Héðisfjarðargöngunum snemma í morgun af lögreglunni á Akureyri. Pilturinn ók á ofsahraða eða 183 kilómetra hraða. Löglegur hámarkshraði var 70 kílómetra hraði.

Bjarni Ben undir feldi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að fara yfir öll gögn sem tengjast nýjum Icesave-samningum. Hann mun ekki tjá sig fyrr en hann hefur kynnt sér málið til hlítar, segir Friðjón R. Friðjónsson, aðstoðarmaður hans.

Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku

Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni.

Hugnast ekki hægribeygjufrumvarp

Hægri beygjur á móti rauðu ljósi valda mikilli hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, segir framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Hann segir hægribeygjufrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi flutningsmönnum þess ekki til framdráttar.

Kólumbískir flóttamenn til Íslands

Í gær, föstudaginn 10. desember, komu til landsins sex kólumbískir flóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda. Þetta eru tvær fjölskyldur, kona á fimmtugsaldri og ungur sonur hennar, og önnur um þrítugt með þrjú börn, þar af dóttir nokkurra mánaða, samkvæmt tilkynningu frá flóttamannanefnd Alþingis.

Sonur Madoffs svipti sig lífi

Sonur fjársvikarans Bernie Madoffs, hinn 46 ára gamli Mark, svipti sig lífi á heimili sínu í dag. Þetta kemur fram á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins (BBC).

Niðurlagning Varnarmálastofnunnar í uppnámi

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið fram á fund með utanríkismálanefnd klukkan þrjú í dag vegna málefna Varnarmálastofnunnar. Hana á að leggja niður um áramótin en sérstök verkefnastjórn vinnur að því að leysa hana upp. Meðal annars færa verkefni stofnunarinnar annað og ákveða örlög þeirra fimmtíu starfsmanna sem þar starfa.

Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB

Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Woorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnamálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið, að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina.

Framlög til þróunarríkja vegna loftlagsbreytinga stóraukin

Samkomulag náðist í dag á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó um efldar alþjóðlegar aðgerðir og fjármögnun í loftslagsmálum. Eitt stærsta skrefið í samkomulaginu eru vilyrði um stóraukin framlög til þróunarríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ætla ekki að endurnýja samstarfið við Hraðbraut

Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans.

Vill láta stöðva myndir af sér á síðunni Flick My Life

„Þetta er orðið óþægilega mikið áreiti," viðurkennir sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson, sem hefur verið áberandi á síðunni Flick My Life síðan hún fór í loftið á síðasta ári. Myndir af honum við hin ýmsu tækifæri, gamlar sem nýjar, hafa verið sendar þangað inn og þær síðan birtar undir nafninu Kolb in the Wild eða Kolb in the Child.

Erill hjá lögreglunni í nótt

Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast í nótt, en einkum var um útköll vegna hávaða og drykkjuláta að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir