Fleiri fréttir

Sameining ráðuneyta skilar 300 milljóna sparnaði

Um 300 milljónir króna munu sparast með sameiningu ráðuneyta, en ný ráðuneyti, velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti, tóku formlega til starfa um áramótin. Sparnaðurinn felst aðallega í minni kostnaði við yfirstjórn ráðuneyta, en ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks í bili.

Uggur í útgerðarmönnum

Mikill uggur er í útgerðarmönnum eftir yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir óttast að ríkisstjórnin ætli ekki að fara eftir tillögum sáttanefndar í málinu.

Vel hægt að útrýma biðröðum - biðlar til hjálparsamtaka

Það er vel hægt að útrýma biðröðum hjálparsamtaka strax á þessu ári. Þetta segir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar. Stór hluti fólks sem stendur í biðröðum eftir matargjöfum sé ekki í neyð en þurfi ef til vill að læra að fara með peninga.

Fannst heill á húfi

Maður sem 45 björgunarsveitarmenn leituðu að í Hítardal frá hádegi fannst nú síðdegis heill á húfi. Maðurinn var í gönguferð ásamt félaga sínum en varð viðskila við hann um hádegisbilið.

Unglingar á Gaza: „Við erum hrædd“

„Við erum hrædd," segja átta unglingar á Gaza-ströndinni, fimm strákar og þrjár stelpur, sem hafa stofnað hreyfingu gegn hernámi Ísraelsmanna og ógnarstjórn Hamas-samtakanna á svæðinu.

Gífurleg flóð í Ástralíu

Miklu óveðri er spáð í Queensland í Ástralíu í kvöld en flóð hafa valdið miklum hamförum á svæðinu undanfarna daga. Yfir 200 þúsund manns hafa flúið heimili sín á síðustu dögum.

Leita að manni í Hítardal

Björgunarsveitin Brák og lögreglan í Borgarnesi eru á leið í Hítardal að leita að manni sem varð viðskila við félaga sinn um hádegisbilið í dag.

Jón Gnarr sendir sjálfum sér afmæliskveðju

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, er 44 ára í dag og sendir sjálfum sér afmæliskveðju á Facebook í því tilefni. Fjölmargir hafa óskað borgarstjóranum til hamingju með afmælið á síðunni.

Gjald fullorðinna hækkar en barna lækkar

Nú um áramótin breyttist gjaldskrá sundstaða í Reykjavík og hækkar stakt gjald fyrir fullorðna í 450 krónur en lækkar fyrir börn í 100 krónur. Gjaldskylda fellur niður við 70 ára aldur og miðast við afmælisdag. Þá eru rafræn kort sem hafa verið gefin út á 67 ára og eldri á árinu 2010 gilda áfram.

Strætóferðin kostar nú 350 krónur

Stjórn Stærtó bs. hefur samþykkt að hækka fargjöld í fyrsta sinn frá því í janúar 2007. Frá því árið 2007 hefur kostað 280 krónur í strætó en eftir hækkunina kostar eitt fargjald 350 krónur. Hækkunin er gerð til að mæta því að fargjaldatekjur Strætó hafa rýrnað um um það bil helming að raunvirði frá stofnun Stærtó bs árið 2001.

Katrín Júlíusdóttir trúlofuð

„Já, það er rétt, ég er alsæl og hamingjusöm" segir hin nýtrúlofaða Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Unnusti Katrínar, Bjarni Bjarnason, bað hennar á milli jóla og nýárs en þau hafa verið saman um nokkurt skeið.

Ungur drengur lést úr svínaflensu í gær - flensan berst hratt

Sjö ára sænskur drengur lést úr svínaflensu í gær. Sænski sóttvarnarlæknirinn segir að flensan berist nú hratt á milli manna. Sóttvarnarlæknir Landlæknisembættisins hvetur þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig til að láta að því verða.

Fagnar yfirlýsingu forsætisráðherra

Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins fagnar yfirlýsingu forsætisráðherra að leiða eigi til lykta deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið á nýju ári. Hann er hins vegar uggandi yfir því hvaða leiðir verða farnar í þessu skyni.

Á batavegi eftir líkamsárás á nýársdagsmorgun

Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur á nýársdagmorgun er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjögæslu, og verður útskrifaður í dag.

Vekjaraklukkan klikkaði á nýja árinu

Fjölmargir iPhone-eigendur sváfu yfir sig um helgina eftir að vekjaraklukkan í símunum reyndist biluð. Í tilkynningu frá Apple segir að vekjaraklukkan hafi ekki virkað 1. og 2. janúar en búist er við því að vekjaraklukkan verði komin í lag á morgun, 3. janúar.

Skotinn til bana með Coke í hendinni

Rúmlega tvítugur Palestínumaður var skotinn til bana við borgina Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Það voru ísraelskir hermenn sem skutu manninn eftir að hann gekk upp að landamærastöð Ísraelsmanna með gosflösku í hendi.

Hálka víða um land

Vegagerðin varar sérstaklega við því að flughálka er á Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og Öxnadalsheiði.

Eldsvoði á Akureyri: Vegfarandi vakti íbúanna

Eldur kom upp í íbúð við Eiðsvallagötu á Akureyri klukkan hálf átta í morgun. Vegfarandi tilkynnti um reykinn og náði sjálfur að vekja tvo af fjórum íbúum hússins áður en slökkvilið kom á vettvang.

Í lífshættu eftir líkamsárás

Karlmaður um þrítugt er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann varð fyrir líkamsárás á Laugavegi um hálfþrjúleytið í nótt. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag vegna málsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn aðdragandi virðist hafa verið að því maðurinn var sleginn hnefahöggi í höfuðið með fyrrgreindum afleiðingum.

Dorrit undirbjó uppvaskið

Dorrit Moussaieff forsetafrú lá ekki á liði sínu þegar að hún og forsetinn heimsóttu hjálpræðisherinn á aðfangadagskvöld.

Reykingabann tekur gildi á Spáni

Lög sem banna reykingar innanhúss taka gildi á Spáni í dag. Í erlendum miðlum kemur fram að löggöfin er einhver sú strangasta í Evrópu. Frá og með deginum í dag verður svo gott sem alls staðar bannað að reykja innandyra á Spáni. Bannið nær þó ekki til heimila fólks.

Flutt aftur að Raufarfelli

Anna Björk Ólafsdóttir er bóndi á bænum Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Skömmu eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli hófst flutti hún með fjölskylduna sína á Hvolsvöll. „Við tókum þá ákvörðun á laugardag að fara. Þá var allt í svartamyrkri og við ósofin vegna hávaða sem fylgdi gosinu aðfaranótt laugardags þegar þrumur og eldingar voru," sagði hún í samtali við Fréttablaðið 19. apríl. „Við snerum að mestu leyti aftur að Raufarfelli í sumar," upplýsir Anna Björk þegar slegið er á þráðinn til hennar. „Þá hafði gróður tekið alveg ótrúlega vel við sér, miklu betur en við höfðum þorað að vona."

Egyptar standi saman gegn hryðjuverkamönnum

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvetur Egypta til að standa saman gegn hryðjuverkamönnum. 21 lét lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk á sama tíma og kristnir Egyptir, sem eru 10% þjóðarinnar, gengu út úr kirkju í borginni Alexandríu að lokinni miðnæturmessu.

Þingflokksfundi VG ekki flýtt

Þingflokksfundi Vinstri grænna sem boðaður hefur verið næstkomandi miðvikudag hefur ekki verið flýtt, að sögn Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann á ekki von á að fundartímanum verði breytt.

Fréttaárið 2010: Fáein gullkorn

Árið var litríkt og einkenndist af uppgjöri við hrunið. Lóa Pind Aldísardóttir tók saman gullkorn sem hrutu af vörum landsmanna á árinu og athyglisverð ummæli. Samantektin var sýnd í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær. Þar byrjaði Lóa leika á bjartsýnni og vongóðri konu í Kryddsíldinni fyrir sléttu ári. Samantektina er hægt að sjá hér.

Fimmti hver myndi skila auðu eða ekki kjósa

Nærri fimmti hver atkvæðisbær maður myndi skila auða eða ekki kjósa ef gengið yrði til kosninga dag. Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi. Þetta er kemur fram í nýjum þjóðarpúsli Gallup og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Borgarbúar skutu upp færri flugeldum

Þrátt fyrir ljósadýrð næturinnar er styrkur svifryks undir mörkum þennan fyrsta dags ársins í Reykjavík. Hæstur mældist hann á mælistöðvum 353 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg á miðnætti. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm.

Ráðherra um Skaupið: Gunnar Helgason betri en ég

„Mér fannst hann gera þetta vel og fólk sagði við mig að hann hefði jafnvel leikið mig enn betur en ég sjálfur. Það er alltaf gaman," segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um Áramótaskaupið. Í því brá Jóni ítrekað fyrir en það var Gunnar Helgason sem lék ráðherrann.

Nýju ári fagnað víða

Nýju ári var fagnað víða um heim í gær. Á Times-torgi í New York sveif ástin yfir vötnum, Frakkar skáluðu í kampavíni og í Brasilíu horfðu menn á flugeldasýningu niðrá strönd.

Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik

Á sama tíma og íslenskir lögreglumenn kvarta undan niðurskurði í löggæslumálum hafa þeir þurft að eiga við mörg flókin og erfið mál á þessu ári. Fréttamaðurinn Andri Ólafsson fer yfir þau allra stærstu í samantekt sem hægt er að sjá hér.

Fékk 900 tölvupósta

Júlíus Már Baldursson landnámshænuræktandi missti allar hænur sínar þegar útihúsin við bæinn Tjörn á Vatnsnesi brunnu til kaldakola 28. mars síðastliðinn. „Ég er bara í áfalli og enn að átta mig á þessu," sagði Júlíus í samtali við Fréttablaðið en í húsunum voru 250 landnámshænur, fjórir heimiliskettir og um þúsund egg með lifandi ungum, sem áttu að klekjast út á næstu fjórum dögum.

Stjórnlagaþingmaður sendir forsetanum sneið

Illugi Jökulsson, stjórnlagaþingmaður, segir að hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir eigi að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið eða veita því ráðgjöf. Vísar Illugi þar til nýársávarps Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem fjallaði meðal annars um stjórnlagaþingið. Ólafur Ragnar sagði brýnt að allir þeir sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið hafi í huga að þeir væru þjónar þjóðarinnar og að það væri almenningur í landinu sem færi með æðsta valdið. „Stjórnarskrá er ekki bara safn reglna, lýsing á formi. Hún er fyrst og fremst sáttmáli þjóðar við sjálfa sig,“ sagði forsetinn ennfremur.

Kryddsíld á Vísi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna gerðu árið upp í Kryddsíldinni á gamlársdag eins og venja er. Umræðurnar voru hárbeittar, en það var nýstirnið í pólitíkinni, Jón Gnarr, sem var valinn maður ársins. Eins og flest annað sjónvarpsefni sem Stöð 2 framleiðir er Kryddsíldin nú komin á Vísi.

Fréttaárið 2010: Tvö eldgos með skömmu millibili

Ein af ástæðunum fyrir því að 2010 var eitt viðburðarríkasta fréttaár í manna minnum var að sjálfsögðu að sú að við fengum tvö eldgos með skömmu millibili. Það fyrra, í Fimmvörðuhálsi, var kallað ferðamannagos, því það laðaði að ferðamenn hvaðanæva að, en það sama verður ekki sagt um það síðara. Eldgosið í Eyjafjallajökli verður skráð í sögubækurnar eftir að hafa næstum lamað flugsamgöngur í heiminum í nokkra daga. Andri Ólafsson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir, rifjar upp þessar hamfarir í samantekt sem hægt er að skoða hér.

Fréttaárið 2010: Stjórnmál

Það var enginn skortur á stórum fréttum úr heimi stjórnmálanna á árinu 2010, sem byrjaði með pólitískum hvelli þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í aðalhlutverki. Óróleiki var á stjórnarheimilinu og nánast ríkt fullkominn fjandskapur milli stjórnar og stjórnaranstöðu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt sem Heimir Már Pétursson tók saman og birtist í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær. Hægt er að horfa samantekina hér.

Bó fékk Fálkaorðuna

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi 12 einstaklinga heiðursmerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Björgvin fékk riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Árásarmannsins enn leitað

Karlmaður á fertugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega áverka á höfði eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsrás í miðborg Reykjavíkur í morgun. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn þó ekki í öndunarvél. Maðurinn lenti í átökum við annan karlmann í Hafnarstræti um hálf átta leytið í morgun sem lauk með því að sparkað var í höfuð mannsins.

Forseti Brasilíu fyrst kvenna

Forsetaskipti fara fram í Brasilíu í dag þegar Dilma Rousseff tekur við sem forseti af Lula da Silva. Rousseff, sem orðin er 62 ára gömul, hefur lofað að heiðra það traust sem brasilíska þjóðin hefur sýnt henni. Forgangsverkefni hennar verður að eyða fátækt í landinu. Rousseff sat í fangelsi á 8. áratug síðustu aldar þegar hún barðist gegn herforingjastjórninni sem sat allt til ársins 1985.

Sprengja sprakk fyrir utan kirkju

Meira en 20 eru látnir og hátt í 80 eru særðir eftir sprengjuárás fyrir utan kirkju í borginni Alexandríu í Egyptalandi í nótt. Sprengjan sprakk þegar að kirkjugestir gengu út úr kirkjunni að lokinni miðnæturmessu.

Fylgist vel með Haítí

Halldór Elías Guðmundsson djákni var staddur á Haítí þegar stærðar jarðskjálfti reið yfir eyjuna 12. janúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að 200 þúsund manns létust og mörg hundruð þúsund urðu heimilislaus. Hann var í námsferðalagi á Haítí og hafði einungis dvalist á eynni í 36 tíma þegar skjálftinn reið yfir. Halldór Elías segist oft hugsa til fólksins sem hann hitti þar úti, en hann komst til Dómíníska lýðveldisins nokkrum dögum eftir skjálftann.

Skaupið í beittari kantinum

„Mér fannst hann og aðrir leikarar standa sig ljómandi vel,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem kom nokkrum sinnum fyrir í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Líkt og á síðasta ári var það Steinn Ármann Magnússon sem túlkaði Ólaf. „Mér fannst Skaupið nokkuð gott. Það var í beittari kantinum en mér finnst ekkert af því.

Sjá næstu 50 fréttir