Fleiri fréttir

Landsdómur á óformlegum fundi

Landsdómur kom saman til fundar í dag til þess að fjalla um atriði sem snýr að málshöfðun Alþingis gegn Geir H. Haarde. Um óformlegan fund var að ræða sem haldinn var í húsakynnum Hæstaréttar, en 15 dómendur eiga sæti í Landsdómi.

Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.

Sat saklaus í varðhaldi í fjórar vikur

Saklaus maður sat fjórar vikur í gæsluvarðhaldi fyrir meinta nauðgun. Honum var sleppt úr haldi á föstudaginn eftir að lífsýni sönnuðu sakleysi hans.

Óttast um fagleg sjónarmið í skólum

Fyrirhuguð hagræðing í skólastarfi Reykjavíkurborgar hefur valdið nokkrum úlfaþyt þar sem óljósar hugmyndir um sameiningu eða samrekstur stofnana hafa mætt töluverðri andstöðu meðal starfsfólks, stjórnenda og foreldra.

Handahófskennd nálgun meirihlutans

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gagnrýndi vinnubrögð meirihluta Besta flokks og Samfylkingarinnar varðandi sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila á fundi borgarráðs í dag. Hún sagði vinnubrögðin handahófskennd og að meirihlutinn hefði sett næstum hvern einasta starfsstað borgarinnar í uppnám.

Sammála um að ná sem bestum samningi

Katrín Jakobs­dóttir menntamála­ráðherra hefur ekki áhyggjur af því að óeining við ríkisstjórnar­borðið geti tafið fyrir aðildar­viðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Ók fullur gegn einstefnu

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sá fyrri, karl um fimmtugt, var stöðvaður í Hafnarfirði síðdegis í gær en hinn, karl á fertugsaldri, var stöðvaður í miðborginni í nótt þar sem hann ók gegn einstefnu.

Ásdís Rán tapaði í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur sýknað tryggingafélagið Vörð af kröfum fyrirsætunnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Ásdís krafði Vörð um bætur úr slysatryggingu vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í bílslysi.

Umfjöllun um skuldastöðu Eiðs ófréttnæm og ómálefnaleg

Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að ritstjórar DV og blaðamaður séu sekir um brot á friðhelgi einkalífs Eiðs Smára Guðjohnsens, meðal annars á þeim forsendum að fréttir af skuldastöðu hans hafi ekki haft fréttagildi auk þess sem hún sé ómálaefnaleg.

Mubarak segir hugsanlega af sér í kvöld

Erlendir fjölmiðlar segja mögulegt að Hosni Mubarak, forseti Egyptlands, muni segja af sér í dag. Þetta kom fram í máli Hossan Badrawi, framkvæmdastjóri NPD flokksins í ríkissjónvarpi Egyptalands.

Bæjarstjóri biðst afsökunar vegna bílamálsins

Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar hér eftir að nota bílinn sem hún hefur til umráða í bænum ein, án þess að leyfa dóttur sinni eða öðrum aðgang að honum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bæjarstjórinn, Guðrún Pálsdóttir, hefur sent frá sér vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um notkun á bílnum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bíll sem Kópavogsbær leggur Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra til sé notaður af nítján ára dóttur hennar. Sjálf noti Guðrún stundum aðra bíla bæjarins.

Ofsaveður í vændum - foreldrar skólabarna fylgist vel með

Í ljósi þess að spáð er afar slæmu veðri í nótt og jafnvel frameftir morgni eru foreldrar skólabarna hvattir til að fylgjast vel með veðri og veðurspám. Dæmi eru um að skólastjórar hafi sent út bréf þess efnis. Þar segir að Slökkviliðið á höfðborgarsvæðinu fylgist með veðri og færð allan sólarhringinn og láti fræðslustjóra vita ef ástæða er til að fella niður skólahald í borginni allri eða einstökum hverfum. Því er beint til foreldra að vera sjálfir vakandi fyrir því að leggja mat á hvort óhætt er að börnin sæki skóla eða hvort þörf er á að þeim sé fylgt. Þá er ítrekað mikilvægi þess að foreldrarnir hafi samband við skólann ef þeir ákveða að halda barni heima ef skólahald er með óbreyttu sniði.

Ritstjóri DV: Eiðs-dómurinn slæmur fyrir þjóðina

„Mér finnst dómurinn slæmur og ekki góður fyrir okkur né þjóðina,“ segir Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri DV en hann ásamt blaðamanni og Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, voru dæmir til að greiða Eiði 150 þúsund króna sekt hver vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmál Eiðs Smára. Þá þurfa þeir að greiða Eiði Smára samtals 400 þúsund í miskabætur.

Jón Steinar víkur sæti í stjórnlagaþingsmálinu

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari mun víkja sæti þegar Hæstiréttur tekur afstöðu til endurupptöku á stjórnlagaþingsmálinu svokallaða. Gísli Tryggvason, sem krefst endurupptöku á málinu, staðfestir þetta. Gísli Tryggvason fór fram á að Jón Steinar yrði úrskurðaður vanhæfur vegna málsins og eftir það sendi Jón Steinar fram beiðni um að hann yrði lýstur vanhæfur. Aðrir dómarar samþykktu svo beiðnina.

Vel heppnaðir Framadagar

Framadagar voru haldnir í Háskóla Íslands í 17. sinn í gær. Framadagar er árlegur viðburður í Háskólalífinu þar sem helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína.

„Kannski var þetta listvinur að safna minjagripum“

Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekki hafa minnstu hugmynd um hver er ábyrgur fyrir nýlegum skemmdarverkum á Natóeldinum svokallaða, listaverki eftir Huldu Hákon. „Kannski var þetta listvinur að safna minjagripum eða beinskeyttur listgagnrýnandi," segir Stefán sem er einlægur andstæðingur þess að Íslands sé aðili að Atlantshafsbandalaginu, eða Nató.

Síðasti séns fyrir hugmyndaríka foreldra

Síðasti séns til að senda inn ábendingar til Reykjavíkurborgar vegna fyrirhugaðra breytinga í skólakerfinu er á morgun, föstudaginn 11. febrúar. Svonefnd Ábendingagátt var opnuð á sínum tíma þar sem almenningi gafst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri í þessum efnum.

Sex fórust í flugslysi

Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði nálægt Cork á Írlandi í dag. Vélin var að koma frá Belfast þegar hún lenti í mikilli þoku. Flugmaðurinn gerði tvær tilraunir til að koma inn til lendingar en hætti við sökum þokunnar.

Eiður Smári hafði betur gegn DV

Eiður Smári Guðjohnsen vann dómsmál gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jón Trausta Reynissyni

Ósáttur lyfsali neitar því að vera með gullfiskaminni

„Trúir Landsbankinn því að við séum með gullfiskaminni?" er yfirskrift stórrar auglýsingar sem birtist í Skessuhorni í dag. Sá sem er skrifaður fyrir auglýsingunni er Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands og „Fyrrverandi viðskiptavinur Landsbankans."

Ólafur Ragnar fundaði með Bill Clinton

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands átti einkafund með Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í New York í gærkvöldi. Hann segir Íslendinga eiga góðan liðsmann í forsetanum fyrrverandi.

Fjórir dómarar við Hæstarétt vanhæfir

Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans.

Hundastríð á Selfossi: Svefnvana leigubílstjóri berst gegn hundahaldi

„Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar,“ segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn.

Dýralæknar selja lyf yfir leyfilegu verði

Lyfjaverð hjá dýralæknum er of hátt að mati Lyfjastofnunar. Samkvæmt nýrri könnun stofnunarinnar selur stór hluti dýralækna lyf yfir leyfilegu verði.

Fann 30 grömm af maríjúana í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum fann 30 grömm af maríjúana við húsleit á gistiheimili í bænum í morgun. Maður sem var þar með herbergi á leigu var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Einnig fundust um 70 þúsund krónur og tók lögreglan þær í vörslu sína. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna slíkra mála.

Hópavinna: 54 hugmyndir á vinnslustigi

Stjórnendur leikskóla og grunnskóla og forstöðumenn frístundastarfs í borginni ræddu fyrstu hugmyndir um sameiningu stofnana í lærdómsumhverfi reykvískra barna á fundi með borgarfulltrúum og starfsmönnum Leikskólasviðs, Menntasviðs og ÍTR í morgun.

Segir ríkisstjórnina halda aftur af Landsvirkjun

Landsvirkjun dregur lappirnar við atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum þar sem ríkisstjórnin heldur aftur af henni, segir oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson. Hann hvetur nafna sinn, Kristján Möller, formann iðnaðarnefndar Alþingis, að sýna vilja sinn í verki með því að hætta að tefja þingsályktunartillögu um framgang málsins.

Yfirvinnubann hjá flugumferðarstjórum

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur samþykkt yfirvinnubann sem og þjálfunarbann. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi þessum aðgerðum eða um 90%. Yfirvinnubannið hefst 14. febrúar og stendur ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður.

Skotárásarmenn í Ásgarði ákærðir

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur mönnum sem sakaðir eru um að hafa skotið á íbúðarhúsnæði að Ásgarði á aðfangadag. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í lok desember mat lögregla það svo að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkissaksóknara liggur ekki fyrir hvenær ákæran í málinu verður þingfest. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásarinnar, en ekki fást gefnar upplýsingar að svo stöddu um það hversu margir eru ákærðir, né heldur á grundvelli hvaða lagagreinar.

Stöðvuðu kannabisræktun á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann 18 kannabisgræðlinga og 25 plöntur, alls 43 kannabisplöntur, í húsleit í heimahúsi á Akranesi í gærdag.

Segir ásakanir viðbjóðslegar

„Þetta er skammarlegt og viðbjóðslegt,“ sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, um málatilbúnað saksóknara gegn sér.

Lúbarði mann með pönnu

Ríkissaksóknari hefur ákært konu á sextugsaldri fyrir að berja mann með pönnu og stórslasa hann. Málið er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Landsdómur kemur saman klukkan hálf fimm

Landsdómur kemur saman í húsnæði Hæstaréttar klukkan hálffimm í dag, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hæstaréttar. Málið verður ekki þingfest formlega, heldur verður tekin fyrir krafa Geirs Haarde um að ákæra Alþingis gegn sér verði felld niður.

Skip koma sérstaklega til Íslands til að sækja þýfi

Fréttir af afkastamiklum þjófagengjum hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Hver innbrotahrinan hefur rekið aðra og fólk hefur orðið vart við dularfulla menn, sem taka ljósmyndir af húsum þegar enginn er heima.

Fólk hvatt til þess að sniðganga Sambíóin

Búið er að stofna Facebook síðu þar sem neytendur eru hvattir til þess að sniðganga Sambíóin þar til hjónunum Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar verður leyft að sjá Sanctum í þrívídd.

Sáust síðast á ferju til Korsíku

Leitin að sex ára tvíburasystrum frá Sviss barst í gær til Korsíku og sunnanverðrar Ítalíu, eftir að staðfesting fékkst á því að þær hefðu verið um borð í ferju til Korsíku fjórum dögum áður en faðir þeirra svipti sig lífi á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir