Fleiri fréttir

Becromal lofar umbótum strax

Umhverfisstofnun hefur gefið fyrirtækinu Becromal Iceland við Akureyri frest til 4. apríl til að skila áætlun um úrbætur eftir að aflþynnuverksmiðja þess gerðist brotleg við þrjú ákvæði starfsleyfis. Verksmiðjan hefur verið starfandi frá árinu 2009.

Ölvaður ók á barn og flúði

Betur fór en á horfðist þegar ölvaður maður ók skellinöðru á barnavagn í Óðinsvéum á fimmtudag. Hálfs árs gömul stúlka sem var í vagninum þeyttist tíu metra vegalengd, en lenti sem betur fer á grasbala við göngustíg og meiddist ekkert.

Úrskurður kærunefndar alvarlegur fyrir Samfylkinguna

„Nýlegur úrskurður kærunefndar jafnréttismála er alvarlegur fyrir stjórnsýsluna og flokk sem kennir sig við kvenfrelsi," segir í ályktun kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem samþykkt var í dag. Sem kunnugt er komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu á dögunum að Jóhanna Sigurðardóttir hefði gerst sek um brot á jafnréttislögunum þegar hún réð karlmann í starf skrifstofustjóra stjórnsýslu- og samfélagsþróunar.

Neysla neftóbaks aukist um 50%

Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum.

Ríkisstjórnin samþykkir að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra

Aðstoðarmönnum ráðherra verður fjölgað, samkvæmt nýju frumvarpi um stjórnarráðið sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að þetta sé gert til að efla stefnumótun í ráðuneytum. Auk aðstoðarmannsins sem ráðherra hefur nú þegar heimild til að ráða sér muni ráðherra geta ráðið sérstakan ráðgjafa án auglýsingar.

73 stjórnendur í skólum fá uppsagnarbréf

Sextíu leikskólastjórnendur og 13 grunnskólastjórnendur fá uppsagnarbréf, samkvæmt tillögum Reykjavíkurborgar um hagræðingu í menntakerfi borgarinnar. Þar af eru 70 konur og þrír karlar. Þetta kemur fram í umsögn Kennarasambands Íslands um tillögurnar.

Björn beit 12 ára dreng

Tólf ára gamall drengur var bitinn af birni í Härjedalen í miðhluta Svíþjóðar. Lögreglan í Jämtland segir að ekki liggi fyrir hversu alvarlega slasaður drengurinn er. Drengurinn var á skíðum með jafnöldrum sínum við Funäsdalsberget þegar björninn beit hann í báða fótleggina. Hann var einnig bitinn í hrygginn. Sjúkraþyrla var send á vettvang til að sækja drenginn.

Vill samstarf ólíkra skólastiga

Á annað hundrað grunnskólanemenda úr Hlíðaskóla tók á dögunum við viðurkenningu fyrir að hafa tekið þátt í Hringekju HR. Hringekjan er samstarf Háskólans í Reykjavík við efri deildir grunnskólanna. Markmið þess er að gefa grunnskólanemendum nýja sýn á heim tækninnar og vekja forvitni þeirra og áhuga á tækni- og raungreinum.

Hugrás vekur athygli á Jesú og Jóni Sigurðssyni

Þeir Jesú og Jón Sigurðsson eiga það sameiginlegt að vera meðal viðfangsefna í veffyrirlestrum sem opnaðir voru í dag á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs. Með þessu framtaki, sem er liður í aldarafmælsidagskrá Háskóla Íslands, opnar Hugvísindasvið fyrir aðgang allra að fjölbreyttu efni í flutningi fræðimanna sviðsins.

Ríkisendurskoðun: Bændasamtökin með of víðtækt stjórnsýsluhlutverk

Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar.

Sóley: Fyrirfram ákveðin niðurstaða

Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks lögðu til á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar í dag að umsagnarfrestur skólaráða verði lengdur, enda virðist sem þau hafi byggt á röngum upplýsingum frá formönnum menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Tillögunni var frestað en farið hefur verið fram á aukafund í ráðinu til að klára málið sem fyrst. Sóley segir að þrátt fyrir að sameiningartillögur meirihluta Besta flokks og Samfylkingar séu enn í umsagnarferli, og sérstakur starfshópur skoði nú hvort og þá með hvaða hætti best væri að sameina yfirstjórnir grunnskóla og frístundaheimila virðist Oddný Sturludóttir og Eva Einarsdóttir, formenn menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs vera búnar að ákveða niðurstöðuna. „Í tölvupósti frá þeim stöllum til Félags skólastjórnenda í Reykjavík, sem jafnframt var sendur skólaráðum grunnskólanna fullyrða þær að skólastjórar muni verða óyggjandi yfirmenn sameinaðra grunnskóla og frístundaheimila, en að starfshópurinn óski eftir að umsjónarmaður frístundaheimilisins verði hluti af stjórn skólans, til dæmis deildarstjóri frístundarstarfs,“ segir Sóley. Hún segir að formennirnir hafi engar heimildir til að túlka vilja eða sýn starfshóps sem enn er að störfum og hefur engar ákvarðanir tekið. Því er nauðsynlegt að þessi skilaboð verði afturkölluð með skýrum hætti gagnvart skólastjórnendum. Jafnframt telur hún er nauðsynlegt að lengja umsagnarfrest skólaráðanna svo þeim gefist kostur á að endurskoða umsagnir sínar með tilliti til þessara rangfærslna. „Þessi vinnubrögð eru enn eitt dæmið um skeytingarleysið sem meirihlutinn sýnir lýðræðinu, starfsfólki borgarinnar og íbúum. Ákvarðanirnar hafa fyrir löngu verið teknar og greinilegt að enginn af öllum heimsins starfshópum eða umsögnum kemur til með að breyta þeim. Slík vinnubrögð eru meirihlutanum til skammar,“ segir Sóley.

Vika eftir af Mottumars: 20 milljónir komnar

Rúmar 20 milljónir króna hafa safnast í árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands, Mottumars. Tæp vika er nú eftir af átakinu. Um 1.800 einstaklingar og 400 lið hafa skráð sig til leiks. Lið Byko er nú í efsta sæti í liðakeppninni en í einstaklingskeppninni er það Magnús Guðmundsson, sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Baráttan við krabbamein getur skilað miklum árangri og biðlar Krabbameinsfélagið því til allra Íslendinga um að taka þátt í söfnun áheita á mottumars.is og leggja sitt af mörkum. Fjármunir sem safnast í átakinu verða notaðir í fræðslu, forvarnir, rannsóknir og ráðgjöf sem tengist baráttunni við krabbamein hjá karlmönnum. Keppninni lýkur þann 31. mars en þá verða þeir sem safnað hafa mestum áheitum, bæði einstaklingar og lið, verðlaunaðir og hljóta titilinn Mottan 2011. Fagfélag rakarameistara mun velja flottustu mottuna og fer fljótlega í gegnum myndirnar á www.mottumars.is http://krabb.herstjorinn.is/l.aspx?mid=661&lbid=94&sid=0B2FDB66-FC8B-11DB-ABB3-132756D89593 svo nú er um að gera að setja inn nýjustu myndirnar! Á morgun, laugardag, verða haldnir tónleikar á Sódómu til styrktar átakinu. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins og allir þeir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína. Það kostar 1.500 krónur inn á tónleikana, en húsið opnar kl. 21:30, en þeir sem skarta mottu fá að sjálfsögðu veglegan afslátt og kostar miðinn þá einungis 1.000 krónur. Eftirfarandi listamenn koma fram: Böddi úr Dalton Morgan Kane Morning after youth Noise The Vintage caravan Endless Dark Finnegan

Byko í efsta sæti liðakeppni Mottumars

Tæp vika er nú eftir af Mottumars átakinu og um að gera að spýta í lófana og hvetja sem flesta til að heita á magnaða mottukappa eða lið á mottumars.is.

Fundu kannabis, stera og haglabyssu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 20 kannabisplöntur en ræktunin var vel á veg komin.

Miklir kjarreldar í Colorado

Rúmlega 8500 manns hafa neyðst til að yfirfega heimili sín í Denver í Colorado í Bandaríkjunum þar sem nú geisar miklir kjarreldar. Eldurinn hefur breiðst út á 6,5 ferkílómetra svæði og um hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við hann en mikill vindur gerir þeim erfitt um vik. Engar fregnir hafa borist af meiðslum á fólki en íbúðarhús eru sumstaðar í hættu.

Búið að safna 17 milljónum fyrir Japan

Rauði krossinn í Japan hefur stóreflt neyðaraðgerðir sínar fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem riðu yfir landið fyrir hálfum mánuði. Rauði krossinn sinnir allri heilbrigðisþjónustu á vettvangi og í fjöldahjálparstöðvum á hamfarasvæðunum þar sem nálægt þrjú hundruð þúsund manns eru enn. Í neyðarsveitum Rauða krossins eru einnig sérfræðingar sem veita sálrænan stuðning og áfallahjálp.

Þýskukennarar áhyggjufullir

Félag þýzkukennara lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu og framtíð tungumálanáms í framhaldsskólum landsins. Þýskukennarar eru uggandi yfir fyrirhugaðri skerðingu á tungumálakennslu og telja hana leiða til einsleitari hóps íslenskra ungmenna sem hefur takmarkaðri aðgang að Evrópu og alþjóðasamfélaginu. Á aðalfundi Félags þýzkukennara sem haldinn var 18. mars 2011 spunnust miklar umræður um stöðu og framtíðarhorfur þýskunáms og -kennslu í framhaldsskólum landsins, í ljósi nýrra laga og drögum að námsskrá. Þar var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Engum dylst nauðsyn þess að læra erlend tungumál og þá fleiri en ensku til þess að auka enn frekar menningarlæsi og víðsýni nemenda. Í því samhengi vill félagið undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar hafi þýsku á valdi sínu. Löng hefð er fyrir menningar- og viðskiptatengslum milli Íslands og þýskumælandi þjóða. Þýskaland er eitt mikilvægasta viðskiptaland okkar og eru þýskumælandi ferðamenn einn fjölmennasti hópurinn sem sækir Ísland heim á hverju ári. Lykillinn að því að Íslendingar geti áfram stundað nám og aflað sér þekkingar í þýskumælandi löndum felst í góðu valdi á tungumálinu. Íslendingar eiga greiðan aðgang að háskólum í þýskumælandi löndum og skólagjöld eru þar fremur lág. Minni kunnátta getur seinkað námi og kostnaður við það aukist, þar sem viðkomandi nær ekki inntökuprófi í þýsku. Mikilvægt er að skólakerfið stuðli að því að Íslendingar geti nýtt þau fjölmörgu og fjölþættu tækifæri sem í góðri þýskukunnáttu felast.“

Blaðamannafundur um afnám gjaldeyrishafta

Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag þar sem kynnt verður áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Undanfarið hefur sérstakur stýrihópur, sem í eiga sæti efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, haft forystu um mótun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta. Stýrihópurinn hefur unnið náið með sérfræðingum ráðuneyta og stofnana. Stefnt hafði verið að því að tekin yrði afstaða til tillagna stýrihópsins í ríkisstjórn þann 11. mars og að í kjölfarið yrði áætlunin birt opinberlega. Enn var þá nokkur vinna framundan til þess að stýrihópurinn geti lokið tillögugerð sinni til ríkisstjórnarinnar. Afgreiðslunni var því frestað til dagsins í dag.

SAMFOK: Fagleg rök skortir hjá borginni

SAMFOK leggur til að horfið verði frá áformum um sameiningar, samrekstur og aðrar breytingar að sinni. SAMFOK telur að mjög skorti á að fullnægjandi fagleg og fjárhagsleg rök styðji tillögurnar eins og viðmið starfshópsins kváðu á um. Auk þess sem verulegur skortur á samráði og upplýsingagjöf skilji eftir of mörg spurningarmerki og of mikla andstöðu hagsmunaaðila til að búast megi við farsælli niðurstöðu að svo stöddu. Þetta segir í umsögn stjórnar SAMFOK um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. SAMFOK telur að rök fyrir þeim breytingatillögum sem lagðar hafa verið fram séu af svo skornum skammti og rannsóknarvinna ekki nægileg til þess að unnt sé að keyra tillögurnar í gegn á þeim hraða sem fyrirhugað er. Gera þarf faglega úttekt á tillögunum og reikna mögulegan sparnað eða hagræðingu út af mun meiri nákvæmni. SAMFOK telur ekki að skýrslan sýni fram á slíkan ávinning að verjandi sé að raska skólastarfi með svo afgerandi hætti á þessum tímapunkti. Mun lengri undirbúningstíma þarf til og náið samtal og samráð við þá sem breytingarnar snertir. Sameiningar skila sjaldnast hagnaði á fyrsta ári og SAMFOK telur að með því að fresta þessum aðgerðum og undirbúa þær betur í nánu samstarfi við foreldra og starfsfólk skóla náist betri árangur og meiri fjárhagslegur ávinningur. Umsögn SAMFOK er í heild sinni á vef Reykjavíkurborgar og einnig umsagnir annarra hagsmunaðila: <http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4422/7534_view-4359/>

Fór í ófrjósemisaðgerð - fékk lífhimnubólgu en engar bætur

Íslenska ríkið var sýknað af skaðabótakröfu konu sem krafðist sjö milljóna vegna meintra læknamistaka. Konan fór í ófrjósemisaðgerð árið 2002. Aðgerðin virtist hafa gengið vel og var hún því útskrifuð af spítalanum. Rúmri viku síðar snéri konan aftur á spítalann vegna vaxandi verkja í neðri hluta kviðar og síðu hægra megin. Vaknaði grunur um lífhimnubólgu og möguleg tengsl við ófrjósemisaðgerðina.

Tugþúsundir mótmæla í Jemen

Tugþúsundir manna komu saman í höfuðborg Jemens, Sanaa, í dag að loknum föstudagsbænum múslima. Mikil ófriður hefur verið í landinu síðustu vikur og í síðustu viku féllu 50 manns fyrir byssukúlum lögreglunnar.

Þurfa að skila inn áætlun um úrbætur fyrir 4. apríl vegna mengunar

Umhverfistofnun hefur sent Becromal Iceland, álþynnuverksmiðjuna á Akureyri, áform um áminningu og gerð er krafa um að fyrirtæki skili inn áætlun um hvenær það áformi að ljúka úrbótum eigi síðar en 4. apríl. Frestur fyrirtækis til að skila inn athugasemdum er lögbundinn.

Ólína leggst gegn áskorun Barðstrendinga

Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun íbúanna.

Óásættanlegt að vera svo háð samþykki menntamálaráðherra

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýndi menntamálaráðherra í setningarávarpi sínu á 25. landsþingi sambandsins sem hófst á Hótel Nordica í morgun. Í ávarpi sínu ræddi Halldór meðal annars um samræmdar hagræðingaraðgerðir í skólamálum sem lagðar voru fyrir ráðherrann og áttu að skila sveitarfélögunum ríflega eins milljarðs króna sparnaði. Engin af þeim tillögum sem sambandið lagði fyrir hefur hlotið brautargengi innan ráðuneytisins. „Okkur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur mistekist að ná fram einhverju mikilvægasta verkefni sambandsins en það eru samræmdar aðgerðir við að ná fram frekari hagræðingu í skólamálum. Eftir þessu var kallað, skilaboðin frá sveitarstjórnarfólki hafa verið skýr, það þarf að hagræða frekar og það þarf aukinn sveigjanleika. Mér þykir leitt að standa hérna fyrir framan ykkur ágæta sveitarstjórnarfólk og segja að okkur hafi mistekist. En það er staðreynd, við fórum fram með skýrar tillögur til menntamálaráðherra en ekki ein einasta þeirra hefur hlotið samþykki hennar - ekki ein einasta þrátt fyrir eins og hálfs árs viðræður," sagði Halldór. Halldór rakti því næst í hverju hagræðingaraðgerðirnar fælust og taldi tímabært að fela Alþingi að fjalla um tillögurnar í samstarfi við sveitarfélögin. Hann sagðist þó ekki vilja byggja upp óraunhæfar væntingar sveitarstjórnarfólks til þess að sveitarfélögin myndu ná árangri þar en þeim bæri þó skylda til að reyna. „Það er auðvitað óásættanlegt að vera svo háð samþykki menntamálaráðherra vegna þess að lög og reglur eru svo niðurnjörvuð að fátt er hægt að gera. Og ef menntamálaráðherra vill að sveitarfélögin hækki útsvarið eða geri eitthvað annað þá verður bara svo að vera, þannig er kerfið uppbyggt hjá okkur. Það er ekki skrýtið þó maður velti stundum fyrir sér í þessu samhengi hvort það hafi verið óþarfi að kjósa allt þetta sveitarstjórnarfólk, alla þessa lýðræðislegu kjörnu fulltrúa í sveitarfélögunum til að taka ákvarðanir," sagði Halldór. Halldór ræddi einnig um fyrirhugaðan flutning á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga en stefnt hefur verið að þeim flutningi frá árinu 2006. Þar var rætt um tímasetninguna 1. janúar 2012. „Það er ljóst að ekki verður hægt að standa við þær fyrirætlanir því sérstök nefnd um flutning á málefnum aldraðra hefur ekki verið skipuð ennþá. Við eigum að leggja áherslu á að vanda okkur frekar en að flýta okkur," sagði Halldór. Á landsþinginu munu þingfulltrúar fjalla um stefnumótun sambandsins til næstu ára. Þingfulltrúar skipa sér í hópa þar sem meðal annars verður fjallað um fjármál, skipulags- og byggingamál, fræðslu- og uppeldismál, kjaramál og flest þau önnur mál er varða rekstur sveitarfélaga. Einnig verður mikil áhersla lögð á atvinnumál en eftir hádegi mun Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytja ávarp á þinginu. Stefnt er að því að landsþingið standi fram til 15.30 en þá hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Sjá frétt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. http://www.samband.is/um-okkur/frettir/nr/1064?CacheRefresh=1

Stígamót fara til Sauðárkróks

Stígamót eru að fara aftur af stað með verkefnið "Stígamót á staðinn" og í apríl munu starfskonur heimsækja Sauðárkrók. Þær munu þá sinna almennri fræðslu til fagfólks um kynferðisofbeldi, sem og einkaviðtölum. Hægt er að panta tíma með því að hafa samband við Stígamót. Stígamót sinntu þjónustu á landsbyggðinni fyrir efnahagshrunið en þurfti að hætta henni vegna skertra fjárframlaga sem leiddi meðal annars til þess að segja þurfti upp starfsfólki hjá Stígamótum. Skotturnar, grasrótarsamtök kvenna, hafa að undanförnu staðið fyrir söfnunum til handa Stígamótum og er það fyrst og fremst þeirri söfnun að þakka að starfskonur sinna nú aftur þjónustu á landsbyggðinni. Með haustinu er stefnt á að starfskonur Stígamóta fari á fleiri staði en Sauðárkrók, meðal annars á Selfoss, Egilsstaði og Vestmannaeyjar. Hægt er að gerast styrktaraðili Stígamóta með frjálsum framlögum, sjá hér. <http://stigamot.is/index.php/styrktaradilar>

Fimm dæmdir og einn sýknaður í skotárásamáli og ráni

Þrir karlmenn voru í dag dæmdir fyrir skotárás í Bústaðahverfi á aðfangadag á síðasta ári. Einn var sýknaður. Sá sem hlaut þyngsta dóminn, Kristján Haukur Einarsson fékk tveggja og og hálfs árs refsingu. ívar Kolbeinsson fékk tveggja ára fangelsi. Sá þriðji fékk eitt ár.

Lögreglumenn skutu 14 ára dreng

Fimm brasílískir lögreglumenn hafa verið handteknir eftir að myndband sem virðist sýna þá skjóta fjórtán ára gamlan dreng var sýnt í sjónvarpi.

Bæta stolna skartgripi eingöngu að litlu leyti

Tvær konur í Kópavogi, sem urðu nýlega fyrir barðinu á bíræfnum skartgripaþjófum, fá ekki nema fimm prósent af tryggingafjárhæð á innbúi og persónulegum munum endurgreidd frá tryggingafélaginu. Þær voru tryggðar hjá VÍS. Þjófarnir höfðu á brott með sér mikið af dýrum skartgripum úr gulli og hvítagulli með eðalsteinum.

Starfsmenn Becromal Iceland samþykkja verkfall

Starfsmenn Becromal Iceland, álþynnuverksmiðjunnar á Akureyri, samþykktu í gær verkfall með yfirgnæfandi meirihluta. 52 greiddu atkvæði, 51 sagði já en einn greiddi atkvæði gegn verkfallinu. 98 prósent starfsmanna greiddu því með verkfallinu.

Óttast að gat hafi komið á kjarnakljúfinn

Japönsk yfirvöld óttast nú að gat sé á einum kjarnakljúfinum í Fukushima Kjarnorkuverinu. Reynist þetta raunin eykst verulega hættan á alvarlegri geislamengun frá verinu sem varð illa úti í Jarðskjálftanum í Japan á dögunum og í flóðbygjunni sem kom á eftir.

Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi

„Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi.

Elizabeth Taylor mætti of seint í eigin jarðarför

Stórleikkonan Elizabeth Taylor var í gær jörðuð í kirkjugarði í útjaðri Los Angeles borgar, aðeins einum degi eftir að hún lést. Taylor var 79 ára gömul og lést af völdum hjartabilunar. Jarðarförin hófst fimmtán mínútum of seint miðað við auglýstan tíma, en það hafði Taylor sjálf sérstaklega beðið um, að því er upplýsingafulltrúi hennar segir. Þannig tókst henni að verða sein í sína eigin jarðarför.

Að minnsta kosti 60 látnir í hörðum skjálfta í Búrma

Rúmlega 60 eru látnir og tugir bygginga eru rústir einar eftir að sterkur jarðskjálfti reið yfir Norð-austurhluta Búrma, nálægt landamærunum að Tælandi. Skjálftinn mældist 6.8 stig og varð á tíu kílómetra dýpi og fundu íbúar Bangkok greinilega fyrir honum en borgin er í 800 kílómetra fjarlægð. Yfirvöld segja að tala látinna geti auðveldlega hækkað sérstaklega í bænum Tarlay sem er nálægt upptökunum. Þar hrundu fimm klaustur til grunna og að minnsta kosti 35 íbúðarhús.

Tíu þúsund látnir í Japan - sautján þúsund saknað

Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan og flóðbylgjuna sem kom á eftir er nú komin yfir tíu þúsund. Rúmlega sautján þúsund manns er enn saknað og tæplega þrjú þúsund manns liggja slasaðir á sjúkrahúsum landsins.

Tekinn með tugi gramma

Tugir gramma af fíkniefnum fundust við leit í bíl, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði við eftirlit í borginni í gærkvöldi.

Ekið á kyrrstæðan bíl - tvisvar

Tvisvar sinnum var ekið á sama bílinn á Akureyri í gærkvöldi eftir að ökumaður hans hafði skilið hann eftir fastan í snjóskafli á hringtorginu á mótum Hörgárbrautar og Undirhlíðar og var að sækja aðstoð. Báðir ökumennirnir létu lögregluna vita en bíllinn var ekki samur þegar eigandinn kom aftur með hjálparmennina til að sækja hann.

Forsetahjónin ekki boðin

Íslensku forsetahjónunum er ekki boðið til brúðkaups Vilhjálms prins í Bretlandi og Kate Middleton sem fram fer í Westminster Abbey í Lundúnum 29. apríl. Fjölda þjóðarleiðtoga er boðið til athafnarinnar en flestir koma frá ríkjum breska samveldisins eða tengjast konungsfjölskyldunni blóðböndum.

Stjórnarflokkarnir takast á um kvótann

Hvað tefur frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu? Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er annað tveggja stórmála sem formenn ríkisstjórnarflokkanna leggja ríka áherslu á að klárað verði í vor. Hitt er gerð kjarasamninga.

Tveir veiktust í kjarnorkuveri

Tvær vikur eru nú liðnar frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan með gríðarlegi flóðbylgju í kjölfarið. Þessar tvær vikur hefur fólk víða í Japan þurft að búa við margvíslegt harðræði, tíðar rafmagnstruflanir, vöruskort í verslunum og ótta við geislamengun.

Skoða allt sem bætt gæti fjárhag hjá OR

Til greina kemur að Orkuveita Reykjavíkur (OR) selji frá sér starfsemi Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan á og rekur ljósleiðaranet, en skilið var á milli reksturs OR og Gagnaveitunnar eftir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar árið 2006. Gagnaveitan er að fullu í eigu Orkuveitunnar.

Sjá næstu 50 fréttir