Fleiri fréttir

Kanadískar herþotur annast loftrýmisgæsluna

Þrjár herþotur frá kanadíska flughernum komu til Keflavíkurflugvallar í gærkvöldi til að annast hér loftrýmisgæslu næstu vikurnar. Ein til viðbótar og eldsneytisvél eru væntanlegar í dag.

Snarpur jarðskjálfti suður af Jövu

Allsnarpur jarðskjálfti um 300 kílómetra suður af eyjunni Jövu í gærkvöldi olli því að flóðbylgjuviðvörun var gefin út um sunnanverða Indónesíu.

Missti samstarfsmenn sína í árás í Afganistan

"Þetta sýnir sennilega að fólk er hvergi óhult hér í Afganistan,“ segir Erlingur Erlingsson, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Samstarfsmenn hans og vinir voru myrtir af æstum múgi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif á föstudag.

Óttast aukna leynd með nýjum lögum

„Þetta er afturför því þarna er verið að fjölga en ekki fækka undanþágum frá því sem er í lögunum frá 1996,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um frumvarp um breytingar á lögum um upplýsingamál.

Fundu geislavirk lík starfsmanna

Lík tveggja starfsmanna Fukushima Daiichi kjarnorkuversins, sem létust þegar flóðbylgja skall á verið í hamförunum í Japan fyrir rúmum þremur vikum, fundust á miðvikudag. Tilkynnt var um fundinn í gær, en eyða þurfti skaðlegum efnum úr líkunum áður en hægt var að skila þeim til fjölskyldna fórnarlambanna.

Skólameistarar bíða eftir fundi

„Mér vitandi hefur ekkert verið rætt við stjórnendur framhaldsskóla um þessi mál. Við vitum bara að við eigum að skera niður kostnað um 5,5 prósent á þessu ári og búumst við öðru eins á því næsta. Ég sé ekki hvernig þetta á að vera mögulegt miðað við fjárveitingar til framhaldsskólanna,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.

Bónusgreiðslur fyrir öryggismál

Fyrirtækið Transocean hefur veitt helstu yfirmönnum sínum veglegar bónusgreiðslur í tilefni góðs árangur í öryggismálum á síðasta ári. Transocean bar ábyrgð á rekstri olíuborpalls British Petroleum (BP) á Mexíkóflóa þar sem leki olli miklu umhverfisslysi í apríl á síðasta ári og hefur, ásamt BP og olíufélaginu Halliburton-olíufélaginu, verið kennt um slysið og mengunina undan ströndum Mexíkó og Bandaríkjanna. Frá þessu er sagt á vefsíðu BBC.

Umferð jókst um 4%

Meðalumferð um Bolungarvíkurgöng er tæpum 4 prósent meiri það sem af er ári en umferð um Óshlíðarveg á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.is.

Þriðjungur eldri pilta hefur reykt gras þrisvar eða oftar

Samfélagsmál Þriðjungur pilta yfir átján ára aldri í íslenskum framhaldsskólum hefur reykt marijúana þrisvar sinnum eða oftar. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem unnin var af Rannsóknum og greiningu við Háskólann í Reykjavík.

Stórleikari gistir á Ísafirði

Breski leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Jeremy Irons er staddur á Íslandi og er væntanlegur til Ísafjarðar í dag samkvæmt fréttavef DV.

Vill rannsókn á blóðbaðinu á Fílabeinsströndinni

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon vill að forseti Fílabeinsstrandarinnar, sem Sameinuðu þjóðirnar telja réttkjörinn, rannsaki fjöldamorð sem voru framin á tveimur dögum í bænum Duekoue í vikunni.

Hryðjuverk í Pakistan - 41 látinn

41 létust í Punjab í Pakistan í dag þegar sjálfsmorðshryðjuverkamaður sprengdi sig sjálfan í loft upp nærri hofi þar sem Sufi-múslimar héldu upp á þriggja daga helgiathöfn.

Keyrði niður rafmagnsstaur og kveikti í tveimur bílum

Áttræð kona olli eldsvoða þegar hún ók á rafmagnsstaur á Long Island í New York fylki í gærdag. Rafmagnsstaurinn féll niður og olli eldsvoða sem teygði sig í tvo kyrrstæða bíla. Kalla þurfti á slökkviliðið sem slökkti eldana.

Steingrímur og Katrín hvetja VG til þess að segja já

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hvetja flokksmenn Vinstri grænna til þess að kjósa já í kosningunum um Icesave næstkomandi laugardag, í ávarpi sínu á heimasíðu flokksins.

Loftur Altice: Engin áhætta af því að segja nei

Forsvarsmenn Samstöðu þjóðar gegn Icesave gagnrýna málflutning Alþýðusambandsins um Icesave málið í nýlegu fréttabréfi. Ýmislegt vanti uppá þegar kemur að umfjöllun um samningana.

Frakkar fjölga hermönnum á Fílabeinsströndinni

Frakkar hafa fjölgað hermönnum á Fílabeinsströndinni þar sem hörð átök geysa á milli fylgismanna forseta landsins Laurent Gbagbo og mannsins sem sigraði hann í síðustu forsetakosningum, Alassane Ouattara.

Lægstu launin verða alltaf of lág

Lægstu launin verða alltaf alltof lág, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aðilar vinnumarkaðarins koma saman í Karphúsinu í dag til að ræða launalið komandi kjarasamninga.

Konan í Trípolí enn týnd

Faðir konunnar, sem vakti heimsathygli fyrir skömmu þegar hún braut sér leið inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípolí og sagði frá að sér hefði verið nauðgað, segir að dóttir hans sé enn týnd.

Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir

Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur.

Eldur í bíl

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í bifreið um klukkan hálf tólf. Um minniháttaratvik var að ræða að sögn slökkviliðs en eldurinn var slökknaður þegar þeir komu á vettvang.

Benzincafé lokað af lögreglunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistaðnum Benzincafé á Grensásvegi í nótt en þar hafði verið hleypt inn ungmennum sem ekki höfðu aldur til að vera á vínveitingastað. Þar að auki höfðu dyraverðir staðarins ekki tilskilin réttindi.

Sektuð fyrir misheppnað aprílgabb

Sextán ára gömul stúlka í Bloomberg Illinois í Bandaríkjunum var sektuð um 150 dollara, eða um sautján þúsund krónur, fyrir gjörsamlega misheppnað aprílgabb.

Zapatero hættir

Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti í morgunn að hann myndi ekki gefa kost sér fyrir þingkosningarnar sem verða haldnar á næsta ári.

200 hestar gengu upp Laugaveginn

Um tvöhundruð hestar töltu upp Laugaveginn og enduðu í Húsdýragarðinum. Skrautreiðin hófst á BSÍ og var riðið upp Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og svo upp Laugaveginn. Þaðan var svo farið í Borgartúnið, framhjá Höfða og inn í Húsdýragarðinn.

Sauðburður hafinn í Húsdýragarðinum

Sauðburður hófst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um hádegisbil 29. mars. Ærin Surtla sem er svört að lit bar einni svartflekkóttri gimbur. Ærin Yggla, svartbaugótt, bar aðfaranótt 2. apríl tveimur svartflekkóttum hrútum.

Fundað í dag um tillögur ríkisstjórnarinnar

Aðilar vinnumarkaðsins funda í dag um tillögur ríkisstjórnarinnar sem ætlað er höggva á hnút kjaraviðræðna. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræðunar snúist meðal annars um að reyna ná meiri festu í atvinnulífið til dæmis með því að koma í veg fyrir kennitöluflakk fyrirtækja.

Ríkisborgararéttur ekki til sölu

Fjármálaráðherra og innanríkisráðherra segja báðir íslenskan ríkisborgararétt ekki vera til sölu. Mál þeirra tíu fjársterku aðila sem vilja ríkisborgararétt fái nú faglega meðferð og umfjöllun stjórnvalda.

Blóðbað á Fílabeinsströndinni

MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku.

Vísindamenn opna dyrnar

Raunvísindadeild og Raunvísindastofnun opna dyrnar og bjóða almenningi í heimsókn í húsakynni sín.

Sjá næstu 50 fréttir