Fleiri fréttir

Óvæntur sigur auðkýfings

Andris Berzin var í gær kosinn forseti Lettlands. Það er þing landsins sem kýs forseta, og þurfti að kjósa tvisvar í gær því enginn fékk meirihluta í fyrri umferð.

Segja tafir á málsmeðferð ámælisverðar

Samtök atvinnulífsins gagnrýna úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir (ÚHM) fyrir að virða ekki tímamörk í lögum um afgreiðslu mála. Nefndin skilar úrskurðum sínum mánuðum og jafnvel árum eftir að lögbundnum tímamörkum er náð. Innan við helmingur erinda þeirra 24 nefnda sem hafa skilgreindan frest í lögum var afgreiddur á réttum tíma á nokkurra ára tímabili. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis.

25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi

25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum.

Ríkisstjórnin bætir við sig fylgi

Ríkisstjórnin mælist með stuðning 37 prósenta kjósenda sem er ívið meiri stuðningur en fyrir mánuði samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups og Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá.

Íslenskir unglingar reykja einna minnst í Evrópu

Unglingar í tíunda bekk reykja einna minnst í Evrópu samanborið við jafnaldra sína í öðrum löndum. Prófessor í félagsfræði segir að aðgerðir gegn reykingum eigi að miðast við að viðhalda þeim árangri.

Mælt fyrir stóra kvótafrumvarpinu á morgun

Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra lauk á Alþingi skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Hann mælir fyrir stærra frumvarpinu á þingfundi á morgun.

Eldri borgarar vilja ekki skattleggja lífeyrissjóðina

Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á Alþingi að samþykkja ekki ákvæði í frumvarpi um að skattleggja lífeyrissjóðina. Með því væri verið að skerða kjör lífeyrisþega og öryrkja í framtíðinni.

ESB ekki trúarbrögð innan Framsóknarflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn sé ekki aðeins valkostur fyrir þá sem eru andvígir aðild að Evrópusambandinu þótt hann sé sjálfur á móti aðild. Framsóknarflokkurinn sé opinn, ólíkt því sem gildi í Samfylkingunni þar sem litið sé á Evrópumálin sem trúarbrögð.

Kirkjugarðar í fjárhagsvandræðum

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ) var haldinn á Húsavík síðustu helgi en fundinn sátu um 60 fulltrúar kirkjugarðastjórna víðsvegar af að landinu.

Ætla að hlaupa hringinn fyrir krabbameinsveik börn

Þau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hófu hringferð sína í morgun en þau stefna á að hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra.

Unglingar draga verulega úr reykingum

Unglingum sem reykja hefur fækkað mikið á síðustu sextán árum. Árið 1995 var um þriðjungur 15 til 16 ára ungmenna sem reykti vikulega, samanborið við einn af hverjum tíu nú.

Rússar óttast eitraðar gúrkur

Rússar hafa lagt bann við innflutningi á fersku grænmeti frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kólígerlasýkingar sem rakin er til Þýskalands.

Öryggi eyjamanna stefnt í hættu

Öryggi bæjarbúa í Vestmannaeyjum og lögreglumanna sem þar starfa er stefnt í hættu með áformum um að fækka starfandi lögreglumönnum í Eyjum, að því er segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja.

Ratko leiddur fyrir dómara í dag

Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku.

Norður-Víkingur hefst á morgun

Heræfingin Norður Víkingur hefst á morgun og stendur til tíunda júní, en hún er haldin í samræmi við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006.

Sofnaði og keyrði út í sjó

Karlmaður á þrítugsaldri sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann keyrði út í sjó við Leiruveg gegnt flugbrautinni á Akureyri um eittleytið í nótt.

Hrunið sést vel á ruslahaugum

Heildarmagn úrgangs snarminnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður.

Orri Haukssson nýr formaður

Orri Hauksson var kjörinn stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á ársfundi sjóðsins á þriðjudag og tekur við embætti af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður.

Gerði að engu sigurlikur sínar

Valdis Zatler, forseti Lettlands, virðist hafa hrapað í vinsældum á lokasprettinum fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða í dag.

Rýrir útivistargildi svæðisins við Skálafell

Lagning rafmagnslínu milli Hellisheiðarvirkjunar og Sandskeiðs, sem kölluð er Þorlákshafnarlína 3, mun hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar. Landsnet stefnir að því að leggja tvær línur frá Hellisheiðarvirkjun til Þorlákshafnar. Línurnar eru kallaðar Þorlákshafnarlínur 2 og 3, og eiga að sjá orkufrekum iðnaði á svæði vestan Þorlákshafnar fyrir orku.

Konur lögðust í ferðir til forna

Fyrir ríflega tveimur milljónum ára, þegar forfeður manna bjuggu í Afríku, voru það ekki karlarnir sem fóru út að kanna heiminn meðan konurnar biðu heima, heldur voru það konurnar sem lögðust í ferðalög til að finna sér maka. Þetta fullyrða vísindamenn, sem hafa gert ítarlegar rannsóknir á tönnum úr tveimur tegundum forfeðra okkar.

Stefnt að því að ýta bensíni til hliðar

Stefnt er að því hjá nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) að framleiða vistvænt eldsneyti úr metanóli fyrir fjölorkubíla og draga úr bensínnotkun hér á næstu tveimur árum. Ekki eru líkur á að verðið á metanóllítranum verði mikið lægra en á bensíni.

Spilltar löggur handteknar

Tíu lögreglumenn, þar á meðal lögreglustjóri, eru í hópi 25 manna sem hafa verið handteknir í átaki gegn eiturlyfjaklíkunni Zetunum undanfarið. Yfirvöld í fylkinu Hidalgo í miðhluta landsins handtóku nokkra lágt setta meðlimi Zetanna, sem bentu þeim á lögreglumennina. Þeir höfðu veitt glæpamönnum vernd gegn greiðslu. Þúsundir manna hafa látið lífið í harðvítugri baráttu gegn eiturlyfjaklíkum um allt land síðustu misseri.- þj

Snarkólnaði á áttatíu árum

Kólnandi veðurfar á Grænlandi gæti hafa orðið til þess að byggðir norrænna manna lögðust af, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna.

Þýskar löggur í vandræðum með flassara

Lögreglan í Berlín er í vandræðum með flassara sem síðustu mánuði hefur staðið í því að bera sig fyrir framan vegfarendur í miðborginni. Flassarinn hefur margsinnis verið handtekinn en aldrei ákærður og ástæðan er glufa í þýskum lögum.

Armstrong vill afsökunarbeiðni

Lögfræðingar hjólreiðakappans Lance Armstrong krefjast nú formlegrar afsökunarbeiðni frá sjónvarpsþættinum 60 mínútur fyrir óréttmætar ásakanir um lyfjamisnotkun en þeir segja þátt um efnið, sem CBS fréttastofan sendi frá sér þann 22. maí síðastliðinn, vera hroðvirknislegan og byggðan á samansafni ósanninda.

Vísa deilunni til Ríkissáttasemjara

Samninganefnd Framsýnar, stéttarfélags, samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að vísa kjaradeilu félagsins við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara, þar sem lítið hefur þokast í viðræðum og þolinmæði félagsins því á þrotum. Þess verður jafnframt krafist að Ríkissáttasemjari boði þegar til fundar í kjaradeilunni.

Ákæruvaldið skilaði ginflösku sem var gerð upptæk

Fulltrúi ákæruvaldsins skilaði í dag flösku af gini sem gerð var upptæk í tolli árið 2008 fyrir héraðsdómi Reykjaness. Eigandinn er hæstánægður, en óttast að það sé farið að slá í tónikflöskuna sem hefur staðið óhreyfð síðan þá.

Hundruð milljóna pottur í næstu viku

Það verður án efa spennandi útdráttur í Víkingalottóinu á miðvikudag eftir viku. Potturinn, sem er 193 milljónir króna, gekk ekki út í kvöld. Tugir milljóna munu bætast við pottinn næsta miðvikudag.

Hefur blendnar tilfinningar gagnvart komu Ásmundar

Hörð andstaða Framsóknarflokksins við ESB hafði úrslitaáhrif þegar Ásmundur Einar Daðason ákvað að ganga í flokkinn í dag. Formaður Framsóknar býður Ásmund Einar "velkominn heim." Guðmundur Steingrímsson, sem tilheyrir frjálslyndum armi flokksins, hefur áhyggjur af þróun mála.

Fjölbýlishús rýmt vegna elds

Húsið að Kjarrhólma 22 var rýmt nú á sjöunda tímanum eftir að eldur kom upp þar innandyra. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn eftir að boð bárust um eldinn. Engar frekari upplýsingar hafa borist um málið, en eins og meðfylgjandi mynd sýnir virðist eldurinn ekki hafa verið mikill.

Eldur í Kópavogi

Eldur kviknaði í íbúð í Kjarrhólma í Kópavogi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn. Ekki er vitað á þessari stundu hve mikill eldurinn er.

Blaðamenn skrifuðu undir kjarasamning

Blaðamannafélagið gekk frá nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnuífsins fyrr í dag. Samningurinn gildir frá 1. júní að telja og er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu og háður sömu fyrirvörum og þeir. Laun hækka um 4,25% 1. júní, 3,5% 1. febrúar næstkomandi og síðan um 3,25% ári síðar.

Vill takmarka eggjatöku og veiðar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra beinir þeim tilmælum til landeigenda og handhafa hlunnindakorta að eggjataka og hlunnindaveiðar á svartfugli í sumar verði takmarkaðar eða felldar niður á þessu ári. Ástæðan er lélegt ástands fuglastofnanna og fæðubrestur undanfarin ár. Frekari aðgerðir verða skoðaðar í kjölfarið í samráði við vísindamenn, stofnanir og hagsmunaaðila til þess að tryggja betri viðgang sjófuglastofna og sjálfbærar veiðar á þeim.

Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu.

Þyngja dóm vegna alvarlegra afleiðinga líkamsárásar

Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm yfir Andra Vilhelm Guðmundssyni um hálft ár, er hann því dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að manni síðustu áramót með þeim afleiðingum að hann féll í gangstétt. Síðan sparkaði Andri ítrekað í höfuðið mannsins þar sem hann lá.

Sjá næstu 50 fréttir