Fleiri fréttir

Ljúka við brúna annað kvöld

Reiknað er með að lokið verði við brúna yfir Múlakvísl annað kvöld, en þó er enn eftir töluverð vinna áður en hægt verður að opna hana fyrir umferð. Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni segir að brúarsmíðin hafi gengið vonum framar síðustu daga.

Selflutningar yfir Múlakvísl hafnar á ný

Byrjað er að selflytja ferðamenn yfir Múlakvísl en hlé var gert á því í gærdag eftir að rúta fór næstum á hliðina með um tuttugu farþega innanborðs í miðri ánni.

Jökulhlaup undan Vatnajökli

Jökulhlaup virðist vera hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Þingið slökkti á sparperunni

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnaði því í gær að fella úr gildi samþykkt um að taka glóðarperur úr umferð í staðinn fyrir sparperur. Að vísu greiddi meirihluti atkvæði með glóðarperunum en ekki með þeim tveggja þriðju meirihluta sem til þurfti.

Rodney King handtekinn fyrir ölvunarakstur

Rodney King hefur verið handtekinn í Kaliforníu, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus gegn tæplega 300 þúsund króna tryggingu. Árið 1991 birtist myndband af því þegar nokkrir hvítir lögreglumenn börðu hann til óbóta eftir að hafa elt hann uppi vegna gruns um ölvunarakstur.

Leita að manni á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir leita nú að norskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu í nótt og óskaði eftir aðstoð þar sem hann hafði slasast á hné og treysti sér ekki til að koma sér til byggða án aðstoðar.

Hannes hugsanlega þremur milljónum ríkari í dag

Dómur verður kveðinn upp í dag í skaðabótamáli Hannesar Smárasonar gegn fjármálaráðuneytinu en hann krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur fyrir ólögmæta kyrrsetningu á eignum hans.

Gaddafi blankur og bensínlaus

Bandaríska leyniþjónustan segir að heldur syrti í álinn hjá Moammar Gaddafi og að bæði eldsneyti og peningar séu á þrotum hjá honum. Uppreisnarmenn hafa undanfarið náð æ fleiri borgum og bæjum á sitt vald.

Geimverur loka náttúruperlu

Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu.

Móðir og dætur hennar skotnar til bana

Móðir og þrjár dætur hennar fundust myrtar á heimili þeirra í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær, en þær höfðu verið skotnar til bana. Yngsta dóttirin var sex mánaða gömul.

Liggur enn þungt haldinn eftir bifhjólaslys

Karlmaður á sextugsaldri liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann féll á bifhjóli á Skaga, norðan við Skagaströnd í gærkvöldi og hlaut meðal annars alvarlega höfuðáverka.

Enginn í haldi lögreglu vegna Hringrásarbrunans

Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn, grunaður um íkveikju á athafnasvæði Hringrásar í fyrrinótt, en upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu sýna grunsamlegar mannaferðir við svæðið skömmu áður en eldurinn gaus upp.

Fimmta hver kona reykir á meðgöngu

Skaðsemi reykinga á meðgöngu hefur lengi verið kunnug en þrátt fyrir það sýnir ný könnun breskra vísindamanna að fimmta hver kona í Englandi og Wales reykir á meðgöngu sem eykur líkur að börn þeirra fæðist mikið fötluð. Þá reykja 45% kvenna undir tvítugu meðan á meðgöngu stendur.

Selflutningar yfir Múlakvísl hefjast á ný

Flutningar með ferðafólk og bíla hefjast á ný yfir Múlakvísl klukkan níu fyrir hádegi, en þeir voru stöðvaðir eftir að rúta með marga farþega fór á hliðina í gær.

Færri fangar dópa í sænskum fangelsum

Dregið hefur verulega úr fíkniefnanotkun meðal sænskra fanga. Þetta sýnir ný könnun þarlendra fangelsismálayfirvalda en um reglubundna könnun er að ræða þar sem þvagsýni fanga er greint. Í ljós kom að 1,3% af rúmlega 700 föngum höfðu neytt fíkniefna, flestir kannabisefna.

Eva Joly verður forsetaefni Græningja

Eva Joly verður frambjóðandi Græningja í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Hún sigraði þekktan sjónvarpsþáttastjórnenda í prófkjöri flokksins.

Hundur beit Morrissey í puttann

Hundur réðst á breska söngvarann Morrissey nýverið og beit hann í puttann. Morrissey leitaði sér ekki aðstoðar strax en fór hins vegar á sjúkrahús í Malmö í Svíþjóð um helgina þar sem röntgenmynd leiddi í ljós að hann er nokkuð meiddur á vísifingri hægri handar. Ekki liggur fyrir hvort sýking hafi komið í sárið.

Verkfall hafnsögumanna gæti haft veruleg áhrif

Svo kann að fara að skemmtiferðaskip verði frá að hverfa án þess að farþegar þeirra komist í land, þar sem hafnsögumenn í félagi skipstjórnarmanna hafa boðað verkfallsaðgerðir, en viðsemjandi félagsins er Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað er verkfall frá 26.-30. júlí, síðan 2.-6. ágúst og svo ótímabundið frá 8. ágúst, ef samningar takast ekki.

Tveir fórust í sjóslysi

Tveir fórust og eins er saknað eftir að gúmmíbátur steytti á skeri úti fyrir Tjøme í suðurhluta Noregs í gær. Fjórir voru um borð í þegar bátinn hvolfdi og komst einn þeirra til lands og gat kallað eftir aðstoð, að því er fram kemur á vef Aftenposten.

Bíl stolið af bílaverkstæði

Brotist var inn í bílaverkstæði í austurbæ Kópavogs um klukkan fjögur í nótt og þaðan stolið bíl. Vitni að innbrotinu lét lögreglu vita sem stöðvaði bílinn hálftíma síðar og voru þrír menn í honum. Þeir vour allir handteknir og gista fangageymslur.

Deila flugmanna á byrjunarreit

Engar ákarðanir voru teknar um aðgerðir, á fundi stjórnar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og samninganefndar flugmanna hjá Icelandair í gær, sem haldinn var í ljósi þess að flugmenn felldu nýgerðan kjarasamning. Það mun vera í fysta sinn sem slíkt gerist.

Fjölmenni við útför Betty Ford

Michelle Obama, forsetafrú Bandríkjanna, og George Bush yngri, fyrrverandi forseti, voru meðal þeirra sem voru viðstaddir útför Betty Ford, fyrrverandi forsetafrúar og stofnanda meðferðarheimilis undir eigin nafni, sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hún lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Betty var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Forsetinn fyrrverandi lést fyrir fimm árum.

Hverasvæðin fái sérstakan forgang

Gera þarf átak í öryggismálum ferðamannastaða hér á landi og setja hverasvæði í sérstakan forgang. Þetta er niðurstaða starfshóps sem nýverið skilaði skýrslu til Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um málefnið.

Minni skellur en búist var við

"Flumbrugangurinn fyrstu dagana eftir flóðið hefur kostað okkur gríðarlega mikið,“ segir Jón Grétar Ingvason. Hann rekur gistiheimilið Klausturhof og Kaffi Munka á Kirkjubæjarklaustri. Þar hafa á bilinu sextíu til hundrað manns afpantað gistipláss eftir að hlaup í Múlakvísl tók þjóðveginn í sundur á laugardag.

Lögregla leitar að brennuvörgum

Upptaka úr öryggismyndavél við fyrirtækið Hringrás við Klettagarða virðist sýna að hópur manna hafi í sameiningu kveikt í stórum dekkjahaug á lóð fyrirtækisins á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Gríðarlegt áfall fyrir forseta Afganistans

Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai Afganistansforseta, var myrtur á heimili sínu í Kandahar, höfuðstað samnefnds héraðs í Afganistan. Ahmed Wali Karzai var valdamikill í héraðinu og hefur lengi verið sakaður um djúpstæða spillingu, sem nái til forsetans sjálfs og dregur meðal annars úr trausti Vesturlanda til hans.

Gagnrýna að ríki styðji Sea Shepherd

Bretar hafa legið undir ámæli frá fulltrúum ýmissa þróunarríkja á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins þar sem bresk stjórnvöld létu undir höfuð leggjast að gefa út vegabréfsáritun til fulltrúa nokkurra aðildarríkja í Vestur-Afríku. Gagnrýnt er að fulltrúarnir hafi þannig verið hindraðir í að taka þátt í fundinum, koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í atkvæðagreiðslu.

Aðeins eitt alvarlegt slys við brú

Vegagerðin hefur á stefnuskrá sinni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum, líkt og Fréttablaðið hefur greint frá. Slysatölur sýna hins vegar að ekki er mikið um slys við einbreiðar brýr og á síðustu fjórum árum hefur aðeins orðið eitt alvarlegt slys við þær aðstæður.

Gleymdi barninu sínu á bensínstöð

Utangátta faðir gleymdi barninu sínu á bensínstöð í Hønefoss í Noregi og ók af stað án barnsins. Eftir að tuttugu mínútur voru liðnar frá því að faðirinn yfirgaf bensínstöðina ákvað bensínafgreiðslufólkið að nú væri nóg komið og afréð að láta pabbann vita.

Pólverjar lýsa yfir stuðningi við að viðræðum við Ísland verði hraðað

Utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað. Ráðherrann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við ESB, en ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins.

Flutningar yfir Múlakvísl hefjast í fyrramálið

Flutningar á fólki og bílum yfir Múlakvísl hefjast eftir klukkan níu í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ákvörðun um þetta var tekin nú um klukkan sex. Slíkir flutningar hófust eftir að brúin eyðilagðist í hlaupinu á laugardaginn. Þeim var síðan hætt tímabundið þegar rúta með sautján manns komst í hann krappan klukkan um tvöleytið í dag.

Múlakvísl í myndum

Það hefur gengið á ýmsu við Múlakvísl í dag. Bílar og fólk voru flutt yfir ána í morgun, allt þar til klukkan tvö. Þá sökk rúta með sautján manns þannig að fólkið þurfti að hafast við uppi á þaki rútunnar þangað til því var bjargað. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á staðnum og myndaði það sem fram fór.

Leita árásarmannsins enn

Lögreglan leitar enn manns sem réðst á starfsmann Samkaupa í Búðardal að kvöldi 5. júlí síðastliðins. Greint er frá þessu á Skessuhorni, fréttavef Vesturlands.

Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjar farþega rútunnar yfir ána

Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg að Múlakvísl um kl. 15:20 og verður þar til aðstoðar lögreglu, en fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlunnar þegar rúta fór á hliðina í Múlakvísl rétt fyrir tvö.

Hlúa að farþegum rútunnar

Læknir, lögregla og björgunarsveitarmenn hlúa nú að farþegum rútunnar sem sökk í Múlakvísl um tvöleytið í dag. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögreglumaður á Hvolsvelli segir marga samliggjandi þætti líkast til hafa valdið óhappinu.

Selflutningum hætt - ferðamenn komnir á land

Öllum selflutningum hefur verið hætt yfir Múlakvísl um óákveðinn tíma, en ástæða þess er sú að rúta sökk fyrir stundu þegar verið var að flytja ferðamenn yfir ána.

Líta brunann í Hringrás mjög alvarlegum augum

Borgaryfirvöld líta brunann sem varð í endurvinnslustöð Hringrásar í nótt alvarlegum augum vegna þeirra almannahættu sem eldsvoði á þessum stað getur valdið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Búið að bjarga öllum úr rútunni í Múlakvísl

Allir farþegarnir sem voru í rútunni sem valt í miðri Múlakvísl eru komnir í land. Þeim tókst að fara upp á rútuna og biðu þar þangað til vörubíll á svæðinu gat komið þeim til bjargar. Rútan er hinsvegar á bólakafi og líklega stórskemmd.

Murdoch kallaður fyrir breska þingnefnd

Bresk þingnefnd sem er að rannsaka hlerunarhneyksli blaðsins News of The World hefur beðið fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoc um að mæta til þess að svara spurningum. Þingmennirnir vilja einnig heyra í syni hans James og fyrrverandi ritstjóra Rebekku Brooks.

Sjá næstu 50 fréttir