Fleiri fréttir

Gott að hitta gamla skólafélaga

Honum líkar vel og er alsæll. Hann er búinn að hitta gamla bekkjarfélaga og leikur sér við þá. Þetta gengur bara ofsalega vel,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar, átta ára drengs í Vestmannaeyjum.

Mladic vísað úr réttarsalnum

Dómarar stríðsglæpadómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna vísuðu Ratko Mladic, fyrrverandi herforingja Bosníu-Serba, út úr réttarsalnum í gær.

Bannað eiturefni í flugeldum

Efnagreiningar Umhverfisstofnunar sýna að flugeldar sem seldir eru hér á landi innihalda þrávirka eiturefnið hexaklórbensen (HCB). Efnið hefur verið bannað um langt skeið vegna alvarlegra áhrifa þess á umhverfið og heilsu manna.

Framtíð útgerðar á Flateyri að skýrast

Friðbjörn Garðarsson, þrotabússtjóri Eyrarodda á Flateyri, sem varð gjaldþrota þann 17. janúar síðastliðinn, segist bjartsýnn á að það takist að ganga frá sölu eigna fyrirtækisins innan fimmtán daga.

Landaði risalaxi í Aðaldalnum

Guðlaug K. Kristinsdóttir landaði 104 sentimetra hrygnu á Eyrinni á svæði eitt í Laxá í Aðaldal í gær. Laxinn var 49 sentimetrar í ummál og því líklega yfir 25 pundum að þyngd.

Nýjasti íbúi Húsdýragarðsins

Kálfurinn Gjafar er nýjasti íbúi Húsdýragarðsins, en hann er í hópi þess ungviðis sem nú hefur lagt garðinn undir sig. Þó hann sé fjörugur er talið ólíklegt að hans bíði starf sem þarfanaut garðsins.

Greip telpu sem féll af tíundu hæð

Tveggja ára gömul kínversk stúlka lifði það af að falla út um glugga á tíundu hæð í borginni Hangzhou á laugardaginn. Stúlkan klifraði út um gluggann og náði að hanga á gluggasyllunni í nokkrar sekúndur áður en hún féll.

Féll fram af klettum - flutt á spítala með þyrlu

Konan sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í Vatnsdalsfjörð á Barðaströnd fyrr í kvöld er norskur jarðfræðingur en hún var að vinna að jurtasöfnun á svæðinu þegar hún féll fram af klettum.

Að minnsta kostið þrír látnir í þyrluslysi í Noregi

Að minnsta kosti þrír létu lífið þegar þyrla flaug á fjall í Hardanger í Noregi í kvöld. Ekki er enn ljóst hvað olli slysinu, en á vef norska ríkismiðilsins NRK segir að mögulega sé um að ræða versta þyrluslys í sögu landsins.

Mótmælti hjálmnotkun og lést af völdum höfuðáverka

Mótorhjólamaður í New York ríki í Bandaríkjunum lést í gær þegar hann féll af hjóli sínu. Maðurinn var í stórum hópi mótorhjólamanna sem komu saman til að mótmæla nýjum lögum sem gera mótorhjólamönnum skylt að vera með hjálm.

Fimm Íslendingar á Ólympíuleikana í eðlisfræði

Fimm íslenskir framhaldsskólanemar halda til Taílands í lok vikunnar þar sem þeir munu keppa á Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sem nú verða haldnir í 42. sinn. Leikarnir eru alþjóðleg keppni framhaldsskólanema en í ár taka þátt lið frá 86 löndum.

Bílslys: Þrír lagðir inn á spítala en átta á heimleið

Einn er alvarlega slasaður eftir bílslysið sem varð í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu í dag. Ellefu manns voru fluttir á slysadeild, þar af níu með þyrlu en tveir með sjúkrabíl, eftir að slysið kom upp í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Landspítalans hafa þrír af hinum slösuðu verið lagðir inn en hinir eru á heimleið.

Barnslát: Móðirin ekki enn yfirheyrð

Konan sem er grunuð um að hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón hefur enn ekki verið yfirheyrð. Hún verður væntanlega ekki útskrifuð af sjúkrahúsi fyrr eftir einn til tvo daga.

Lítil áhersla á Austurland í kynningarbæklingum

Of lítil áhersla er lögð á Austurland í kynningarbæklingum fyrir erlendra ferðamenn að mati ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Gistihúsaeigandi segir að menn einblíni of mikið á suðvesturhorn landsins

Fleiri leita á fíknigeðdeild

Aðsókn að fíknigeðdeild Landspítalans hefur aukist um allt að tíu prósent á árinu. Geðlæknir telur það til marks um vaxandi vímuefnavanda í þjóðfélaginu.

Rottur og klóakvatn streyma um Kaupmannahöfn

Enn eru um 50 þúsund Kaupmannahafnabúar án hitaveituvatns vegna mikilla rigninga í Danmörku þessa dagana. Klóakvatn rennur hins vegar um allar götur vegna flóða sem rigningin hefur valdið.

Óeirðir í Egyptalandi

Hundruðir Egypta ráðast nú að réttarsal í Kaíró í óeirðum sem brotist hafa út í kjölfar þess að rétturinn lét tíu lögreglumenn lausa gegn tryggingu, en þeir eru sakaðir um að hafa drepið mótmælendur í uppreisninni sem átti sér stað í Egyptalandi fyrr á árinu. Frá þessu er greint á vef Washington Post.

Engir lyfjapennar á Íslandi - ofnæmissjúklingar uggandi

"Það kom röng sending til okkar sem skýrir þessa töf,“ segir Jón Ólafsson, Sölu- og markaðsstjóri lyfjaumboðsins Vistor, en lyfjapennar, sem innihalda adrenalín í sjálfvirku inndælingartæki, og eru ætlaðir til neyðarmeðferðar við bráðum ofnæmisviðbrögðum var ófáanlegur í apótekum á landinu í júní.

Tvær þyrlur sendar á vettvang

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru lentar við Landspítalann í Fossvogi með fólk sem slasaðist í umferðarslysi í Víðidal við Gröf í Vestur-Húnavatnssýslu um hádegið í dag. Samtals voru níu manns fluttir með þyrlunum en tveir voru fluttir með sjúkrabíl. Ekki liggur fyrir hve alvarlega fólkið er slasað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi þurfti að notast við klippur til þess að ná manni út úr einni bifreiðinni. Um þriggja bíla árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Ætlaði að pissa en réðist á lögreglumenn

Maður, sem var vistaður í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi, ærðist og réðist á lögreglumenn sem voru að fylgja honum á salerni fangageymslunnar samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Herjólfur strandaði næstum með 300 manns um borð

Talið er að snarræði skipstjóra Herjólfs hafi komið í veg fyrir að skipið strandaði í innsiglingunni við Landeyjarhöfn á sunnudag fyrir viku. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa fékk skipið sjó undir sig að aftan og snerist um 30 gráður í innsiglingunni. Skipstjóra tókst að snúa skipinu við áður en það kom inn í innsiglinguna. Rannsóknarnefnd sjóslysa er rétt að byrja að skoða málið og safnar nú göngum. Um 300 manns voru í Herjólfi þegar óhappið varð.

Krufningu að ljúka

Krufningu á kornabarninu sem fannst látið við hótel í Reykjavík um helgina er nýlokið eða rétt við það að ljúka, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Friðrik Smári segir að á þessari stundu liggi ekkert fyrir í krufningunni sem geti varpað nánara ljósi á atburðarrásina. Hann segir að krufning hafi hafist rétt fyrir hádegi í dag. Friðrik Smári segir að móðir barnsins sé enn á sjúkrahúsi en farið væntanlega þaðan í einangrun á Litla Hrauni.

Hittu Bon Jovi á Laugaveginum

Æskuvinkonurnar, Beta Gagga og Klara Björns hittu rokkgoðið Jon Bon Jovi á Laugarveginum á laugardaginn var, þar sem hann sat úti og fékk sér léttar veitingar. Stjarnan slakar nú á hér á landi en hann er að ná sér eftir aðgerð á hné.

Barnslát: Konan enn á sjúkrahúsi

Barnið sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón á Laugardaginn verður krufið í dag. Móðir þess er enn á sjúkrahúsi, en hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær.

Umferðarslys í Víðidal við Gröf

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðarslyss sem varð í Víðidal við Gröf í Vestur-Húnavatnssýslu um hádegið.

Verkfalli frestað hjá Klafa

Boðuðu verkfalli hjá starfsmönnum Klafa á Grundartanga, sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld, var í morgun frestað um viku þar sem eigendaskipti urðu að félaginu um helgina.

Keppt í Rugby á Hlíðarenda

Fyrsti opinberi Rugby leikurinn sem fram hefur farið hér á landi var leikinn á Valsvellinum að Hlíðarenda í gær. Rugby félag Reykjavíkur tók á móti Thunderbird Old Boys frá Bandaríkjunum og var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

Háskóli Íslands slítur samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur

Háskóli Íslands hefur slitið samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og Háskólann í Reykjavík um Reyst, orkuskólann sem stofnaður var árið 2008. Fækkun nemenda og ákvörðun Orkuveitunnar að leggja ekki til fjármagn liggur til grundvallar ákvörðunar Háskólans.

Reagan stytta afhjúpuð í London

Stytta af Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, var í morgun afhjúpuð í London. Styttan er rúmir þrír metrar á hæð og stendur hún fyrir utan bandaríska sendiráðið þar í borg. Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Reagans en styttan er afhjúpuð á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, fjórða júlí. Fyrirmenni mættu til athafnarinnar, þar á meðal ráðherrarnir fyrrverandi William Hague og Condoleeza Rice.

Birgitta fyrsti þingmaðurinn sem heimsækir frelsisflotann

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er fyrsti þingmaðurinn sem heimsækir skipalest Frelsisflotans árið 2011, en skipið sem hún fór um borð í var, “The Audacity of Hope”. því var snúið við af vopnuðum liðsmönnum grísku strandgæslunnar á laugardaginn. Skipið liggur við höfn í Aþenu, þar sem Birgitta er stödd núna.

Myndar samsteypustjórn þrátt fyrir stórsigur

Sigurvegari kosninganna í Tælandi um helgina ætlar að mynda samsteypustjórn með fjórum minni flokkum þrátt fyrir að hafa náð meirihluta. Yingluck Shinawatra verður forsætisráðherra Taílands, fyrst kvenna, en flokkur hennar, Puea Thai, vann stórsigur í þingkosningunum í gær. Yingluck er systir fyrrverandi forsætisráðherra landsins Thaksin Shinawatra sem er í útlegð í Dubai en herinn steypti honum af stóli árið 2006 í skugga spillingarmála. Gagnrýnendur Yingluck segja hana aðeins lepp fyrir bróðir sinn en yfirmenn hersins hafa þó þegar lýst því yfir að þeir fallist á úrslit kosninganna.

Sögðu Obama hafa verið myrtan

-Barack Obama er látinn. Þetta er sorglegur fjórði júlí, sagði í Twitter skilaboðum frá Fox sjónvarpsstöðinni í dag. Nokkru síðar var því bætt við að forsetinn hefði verið skotinn tveim skotum á veitingahúsi í Iowa og látist af sárum sínum.

Þerna Strauss-Khan í vondum málum

Þernan sem kærði Dominiq Strauss-Kahn fyrir nauðgun á yfir höfði sér ákæru vegna meinsæris. Þá er einnig mögulegt að hún verði gerð landræk frá Bandaríkjunum fyrir að ljúga í umsókn sinni um landvistarleyfi.

Bjó um barnið í ruslagámnum

Rúmlega tvítug kona hefur verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn eftir að nýfætt barn hennar fannst látið í ruslagámi við vinnustað konunnar á laugardag.

Leiðtogi FARC slapp naumlega

Leiðtogi skæruliðahreyfingar FARC í Kólombíu slapp naumlega úr klóm stjórnarhersins þegar árás var gerð á búðir skæruliðanna. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá forseta Kólombíu í gærkvöldi en yfirvöld í landinu hafa barist við skæruliðana í áraraðir.

Makríllinn mætir seint og heldur sig sunnan til

Makríllinn, nýjasti nytjafiskurinn hér við land, virðist ætla að haga göngu sinni á miðin öðruvísi er undanfarin nokkur ár. Hans verður nú mun minna vart austur af landinu en áður, en gengur hinsvegar í ríkara mæli í hlýsjóinn suður af landinu og hefur veiðst betur við Vestmannaeyjar en áður. Hann er líka heldur seinni á ferðinni en áður, en veiðarnar eru þó að komast í fullan gang. Þeim er nú að verulegu leyti stýrt úr landi þannig að sem mest af aflanum fari til manneldisvinnslu.

Mladic neitar að mæta fyrir rétt

Ratko Mladic fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu Serba ætlar ekki að mæta fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag eins og áætlað hafði verið. Til stóð að Mladic myndi tjá sig um ákæruatriðin gegn sér frammi fyrir dómurunum í dag en af því verður ekki þar sem lögfræðingar hans hafa enn ekki verið vottaðir af réttinum. Mladic er ákærður í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð í tengslum við stríðið í Bosníu á fyrri hluta tíunda áratugarins.

Tilboð um uppgjöf sagt lélegur brandari

Múammar Gaddafí einræðisherra Líbíu er velkomið að dveljast áfram í landinu ef hann gefst upp fyrir uppreisnaröflum sem krefjast þess að hann segi af sér.

Vatnið enn til vandræða í Köben

Búist er við áframhaldandi umferðartöfum í Kaupmannahöfn í dag eftir skýfallið á laugardaginn en þá rigndi meira í borginni en í manna minnum. Stræti og torg borgarinnar breyttust í læki og stöðuvötn og á örfáum klukkutímum rigndi meira en gert hefur síðustu mánuði. Í dag er ekki búist við jafn miklu úrhelli þótt eitthvað gæti rignt en götur í borginni eru enn margar hverjar lokaðar fyrir bílaumferð. Þá eru lestarferðir til og frá borginni enn ekki komnar í samt lag og er mikið um tafir og að ferðir falla niður.

Sjá næstu 50 fréttir