Fleiri fréttir

Aldrei fleiri erlendir hlauparar

Um 1.300 erlendir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár og hafa aldrei verið fleiri. Hlaupararnir eru víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Austur Tímor, Argentínu, Taiwan, Filippseyjum, Venesúela, Haíti, Jamaica og Laos. Flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum eða 373, 233 koma frá Kanada, 149 frá Þýskalandi og 119 frá Bretlandi Met slegið í forskráningu Tæplega 10.000 hlauparar voru skráðir þegar forskráningu lauk á miðvikudag. Þetta er um 30% aukning milli ára. Búast má við að skráningartölur hækki töluvert eftir daginn í dag. Tæplega fimmtíu prósent aukning er í skráningum í hálfmaraþon þar sem tæplega 2.000 hlauparar hafa skráð sig. Þá eru um 700 hlauparar skráðir í heilt maraþon. Þá hefur áheitasöfnun gengið vonum framar og hafa nú safnast tæpar 29 milljónir króna til góðra málefna. Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer nú fram í Laugardalshöllinni. Þeir sem ekki skráðu sig á netinu geta gert það í höllinni í dag til klukkan 19:00 í kvöld. Allir skráðir hlauparar verða að sækja skráningargögn sín á hátíðina og eru þeir beðnir um að framvísa kvittun eða hlaupanúmerinu sínu. Fólk er þegar farið að streyma í Laugardalshöllina þar sem er mikil dagskrá í dag. Öllum hlaupurum er boðið í pastaveislu auk þess sem ýmsir fyrirlestrar eru í boði og kynningar á heilsutengdum vörum og starfsemi.

Fimm látnir á Pukkelpop

Á belgísku tónlistarhátíðinni Pukkelpop gerði gríðarlegan storm í gærkvöldi. Fimm manns létu lífið og yfir 75 slösuðust þegar tjöld féllu saman. Aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að aflýsa þeim tónleikum sem eftir eru af virðingu við fórnarlömbin. Enn bíða einhverjir 40.000 gestir eftir að vera fluttir á brott af svæðinu.

Framsýn styður leikskólakennara

Framsýn, stéttarfélag hvetur samninganefnd sveitarfélaga til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við leikskólakennara og afstýra þannig yfirvofandi verkfalli. Stétt leikskólakennara, sem og aðrar umönnunarstéttir, eru almennt illa launaðar þrátt fyrir að vera treyst fyrir öryggi og velsæld okkar mikilvægustu einstaklinga. Framsýn vill sjá að launkjör umönnunarstétta séu bætt og leiðrétt, hver sem þar á í hlut, ekki síst þar sem um er að ræða stéttir sem eru að stórum hluta skipaðar konum.

Griffill með ódýrustu bækurnar

Verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á verði skólabóka síðastliðinn miðvikudag. Griffill var með lægsta verðið á 20 titlum af þeim 30 sem skoðaðir voru. Penninn Eymundson var dýrastur í 27 tilfellum.

Mikið þarf til að afstýra verkfalli

Fundi sem fullrúar leikskólakennara áttu með samninganefnd sveitarfélaganna í Karphúsinu í dag er lokið, án niðurstöðu. Boðað hefur verið til annars samningafundar á morgun klukkan ellefu. Haraldur F. Gíslason, formaður Félag leikskólakennara, segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum og að engin sátt sé í sjónmáli. „Þetta er ekki skemmtileg staða en sólin kemur upp á morgun," segir hann. Að sögn Haraldar verður reynt til þrautar að ná samningum um helgina en segir að mikið þurfi til að afstýra verkfalli, en eins og kunnugt er ber samningsaðilum mikið á milli.

Barnaverndaryfirvöld aðhafast ekki frekar

Barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi ætla ekki að aðhafast frekar í máli foreldra sem gleymdu barninu sínu úti í tæplega klukkustund við Austurströnd klukkan hálfsjö í gærmorgun. Leigubílsstjóri fann barnið og kom því í hendur lögreglu. Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá barnaverndaryfirvöldum bæjarins segir að foreldrarnir hafi verið í miklu áfalli þegar þau hafi áttað sig á því að barnið var ekki í bílnum. Þau hafi verið að hlaða bílinn af blöðum snemma morguns í mikilli tímaþröng. Móðirinn hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú. Sigrún segir barnið vera vel haldið líkamlega og umönnun á því sé til fyrirmyndar. Röð atvika og eðlilegar skýringar hafi verið á þessu máli. Því sé ekki ástæða til að aðhafast frekar.

Chomsky talar í HÍ

Dr. Noam Chomsky heldur fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands (HÍ) 9. september. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „The two 9/11s: Their historical significance" en Chomsky hyggst fjalla um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, verður haldinn í stóra salnum í Háskólabíó og er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Bara glampi í fjallinu

Björgunarsveitir voru kallaðar út á Selfossi eftir að lögreglu höfðu borist tvær tilkynningar um að maður væri tallinn í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Fólk hafði séð glampa í fjallinu og taldi að maðurinn væri með þessum hætti að reyna að gera vart við sig. Þegar betur var að gáð kom í ljós að enginn maður var þarna á ferð. Ekki er vitað á hvað glampaði. Samkvæmt lögreglunni hefur björgunarsveitin áður fengið tilkynningar vegna glampa sem talinn er hafa komið frá fólki en enginn hafi verið á ferð.

Allir komnir með gistingu á Alicante

Búið er að tryggja 125 farþegum af þeim 211 sem ekki komust með flugvél Iceland Express frá Alicante í gærkvöldi gistingu á tveimur hótelum í borginni. Aðrir farþegar gátu horfið til íbúða á þeirra eigin vegum. Verið er að vinna í að leigja flugvél til að koma hópnum heim til Íslands. Iceland Express sér farþegum fyrir gistingu og fæði á meðan beðið er heimferðarinnar. Þetta kemur fram í tilkyningu frá Iceland Express.

Sprenging í Pakistan

Minnst 30 manns létust þegar sprengja sprakk í mosku í Pakistan þar sem hundruðir manna lágu á bæn. Unglingsstrákur sprengdi sjálfan sig í loft upp í aðalsal moskunnar nú fyrr í dag. Embættismaður á svæðinu býst við að allt að 40 manns hafi látist.

Engir hundar í miðbænum á Menningarnótt

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill, í tilefni af Menningarnótt 20. ágúst, minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum skipulögðum fyrir almenning, m.a. vegna tillitssemi við aðra gesti. Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg. Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir einnig á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefni, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga.

E-töflur nýtt krabbameinslyf

Fíkniefnið alsæla, eða e-töflur, virðist vænlegt vopn í baráttunni við blóðkrabbamein. Það kemur fram í rannsókn sem birt var í Investigational New Drugs journal. Þó engin meðferð sé væntanleg næstu tugi ára eru uppgötvanirnar „merkilegt skref í rétta átt".

Stoltenberg-áhrif í Noregi

NoregurKosningaþátttaka verður meiri í Noregi nú en síðustu ár. Þetta segir kosningasérfræðingurinn Frank Aarebrot hjá Háskólanum í Bergen.

KÍ krefst samninga

Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að gengið verði til samninga við Félag leikskólakennara og verkfalli afstýrt. Leikskólakennarar fara fram á sanngjarna leiðréttingu launa. Þetta kemur fram í ályktun sem Kennarasambandið sendi frá sér í morgun.

Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun

Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að "að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera " leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólnum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi er bent á þá upphæð sem skólinn skuldar í ógreidd laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. " Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans era ð ríkiið leggi til aukið fé í reksturinn. " Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna.

Breivik mættur í réttinn

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kom í dómshúsið í Osló rétt fyrir klukkan níu í morgun. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast klukkan ellefu. Hann mun nú staddur í biðherbergi dómstólsins.

93% þjóðarinnar styðja leikskólakennara

Leikskólakennarar njóta mikils stuðnings meðal almennings í kjarabaráttu sinni en 93% landsmanna vilja að laun leikskólakennara verði hækkuð til að komast megi hjá verkfalli. Þetta er niðurstaða nýrrar viðhorfskönnunar MMR. Stuðningur við hækkun launa leikskólakennara er afgerandi hjá kjósendum allra flokka. Aðeins fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust frekar andvíg því að laun leikskólakennara verði hækkuð og 2,9 prósent svarenda eru því mjög andvígir. Þá eru 67,4 prósent mjög fylgjandi launahækkun og styðja boðað verkfall, en 25,7 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Stuðningur er afgerandi við launahækkunina hjá fólki í öllum stjórnmálaflokkun, hann er þó mestur hjá kjósendum Vinstri grænna en minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokknum.

Minning hinna látnu heiðruð

Borgarráð hefur samþykkt þá tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að ljós verði tendrað á Friðarsúlunni í Viðey næstkomandi sunnudagskvöld. Tilefnið er að stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að sunnudagurinn 21. ágúst skuli tileinkaður minningu þeirra er létust í hryðjuverkaárásunum í Ósló og á Útey 22. júlí síðastliðinn.

Seinasta síldarbræðslan rifin

Nú er verið að rífa síðustu loðnu- og síldarbræðslu Siglufjarðar. Niðurrif þessarar stærstu fiskimjölsverksmiðju Íslands ber upp á hundrað ára afmæli fiskimjölsiðnaðar landsins. Síldarvinnslan á Neskaupsstað, núverandi eigandi verksmiðjunnar, hefur selt allan tækjabúnað til Spánar.

Kötturinn Keli baðar sig loksins í sviðsljósinu

Svo virðist sem Fréttablaðið hafi farið á mis við sjálfan aldursforsetann í leit sinni að elsta ketti landsins því kötturinn Keli varð 23 ára í júlí og er því ári eldri en Öskubuska sem fjallað var um í gær.

Piparúða beitt á Laugavegi

Vegfarandi á Laugavegi varð fyrir því um miðnættið að piparúða var sprautað framan í hann.

Fundu dráttarvagn eftir 40 ár undir fönn

Baldur Sigurðsson varð að skilja dráttarvagn eftir uppi á fjöllum haustið 1971. Hann komst ekki í leitirnar fyrr en í síðustu viku. Í honum voru hálffullir bensínbrúsar en það eldsneyti var keypt á 16 krónur lítrann.

Starfsfólki sýndur aukinn sveigjanleiki

Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nú fundað um hvernig bregðast skuli við ef til verkfalls leikskólakennara kemur á mánudag. Ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif í samfélaginu, eða á um fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn.

Ekki svar við skoðun formanns

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir að árétting á skoðun samtakanna um að umsóknarferlinu vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu skuli lokið, og birt var á vef samtakanna í gær, sé ekki svar við orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, frekar en öðrum einstaklingum í samfélaginu. Eins og kunnugt er sagði Bjarni í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands til baka.

Réttindalaus ökumaður stöðvaður

Ökumaður var stöðvaður við Fitjar í Njarðvík í gærkvöldi um klukkan átta. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Grunur vaknaði um að maðurinn væri auk þess undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn. Við leit í bíl hans fannst lítilræði af kannabisefnum.

Smábatar geta stundað makrílveiðar í haust

Smábátar geta nú stundað makrílveiðar í haust. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar bátum sem stunda makrílveiðar á handfæri og línu að halda þeim veiðum áfram eftir 1. september.

Japanir eru mjög heiðarleg þjóð

Eftirköst jarðskjálftans mikla í Japan fyrir fimm mánuðum síðan sýna að Japanir eru upp til hópa mjög heiðarleg þjóð.

Farþegar Iceland Express strand á Alicante

Fresta þurfti heimferð farþega Iceland Express frá Alicante á Spáni í gærkvöldi en vélin átti að fara í loftið klukkan rúmlega ellefu að íslenskum tíma. 220 manns áttu pantað far með vélinni.

Ekki minnst á embættismissi

„Ég þekki það ekki að nokkur maður hafi rætt um að Jón Bjarnason fari út úr ríkisstjórn,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Útlit fyrir verkfall á mánudag

Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaga. Að öðru óbreyttu hefst verkfall á mánudag. Reynt verður til þrautar að ná sáttum og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag.

Afkomubrestur skyggir á veiði

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst á morgun á sama tíma og útlit er fyrir að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum stofnunum vegna óblíðrar veðráttu framan af sumri.

Ólga í Framsókn vegna Evrópumála

Titringur virðist vera meðal stuðningsmanna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) í Framsóknarflokknum vegna yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, í gær um að leggja ætti umsóknina til hliðar. Nokkrir foyrstumanna flokksins á höfuðborgarsvæðinu sögðu sig úr honum í gær.

Leikskólagjöld hækka í október

Gjaldskrá leikskóla Hafnarfjarðar mun hækka um tíu prósent frá og með 1. október næstkomandi. Þetta var samþykkt í fræðsluráði bæjarins í vikunni og er í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár.

Borgin bjargar Ísaksskóla

Borgarráð hefur samþykkt að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar. Kaupverðið er 184 milljónir króna. Borgarráð samþykkti jafnframt að heimila að leigja skólanum áfram fasteignirnar undir starfsemi sína.

Vilja tryggingu frá Grikkjum

Snurða hljóp á þráð fyrirhugaðra björgunaraðgerða í þágu Grikklands í gær. Nú vilja ráðamenn í Austurríki, Slóveníu og Slóvakíu að Grikkir útvegi þeim tryggingaveð fyrir framlagi þessara ríkja til 109 milljarða neyðarláns, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætla að veita Grikkjum.

Minna foreldra á að gæta sinna

SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og unglingum í bæinn á morgun og minnir jafnframt á að útivistarreglur gilda á Menningarnótt sem venjulegur laugardagur væri.

Strætó eykur tíðni ferða

Vetraráætlun Strætó 2011-2012 tekur gildi á sunnudaginn. Tíðni ferða eykst á flestum leiðum og verður svipuð og liðinn vetur.

Frekari refsiaðgerðir boðaðar

Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Catherine Ashton, utanríkisfulltrúi Evrópusambandsins, skora á Bashar Assad Sýrlandsforseta að segja af sér.

Sjá næstu 50 fréttir