Fleiri fréttir

Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust

Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram.

Eldur kom upp í bát úti fyrir Tálknafirði

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá Neyðarlínunni á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem kominn var upp í bát sem var staddur fyrir Tálknafirði.

Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon

Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar.

Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort

Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort.

Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata

Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið.

Undirbúa sig fyrir viðskiptaþvinganir

Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna.

Tugir íþróttamanna enn týndir

Enn hefur ekkert spurst til tuga íþróttamanna sem hurfu á Samveldisleikunum sem fram fóru í Ástralíu fyrir rúmum mánuði síðan.

Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar

Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa.

Laun Ármanns fram úr hófi

„Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“

Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina

Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu.

Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra

Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala segir tíma núna til að gera breytingar á dvalarmálum aldraðra. Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. Fjölgun þeirra skammgóður vermir og tekur ekki á undirliggjandi vanda. Meðalbiðtími 2018 er 126 dagar.

Trump reynir að lægja öldurnar

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu.

Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar

Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram.

Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland

Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014.

Deila um nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ

Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana.

Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift

Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman.

Sjá næstu 50 fréttir