Fleiri fréttir

Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs

Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið.

Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga

Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt.

Hjólakeppni sýnir breytingar á loftslaginu

Hópur belgískra vísindamanna við Háskólann í Ghent hefur skráð afleiðingar loftslagsbreytinga með því að horfa á myndskeið af hjólakeppni í Flæmingjalandi í norðurhluta Belgíu í aprílbyrjun á tímabilinu 1981 til 2016.

Klifraði upp á Frelsis­styttuna til að mót­mæla inn­flytj­enda­stefnu Trump

Kona tók sig til og klifraði upp á Frelsisstyttuna í New York í dag, 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, til að mótmæla innflytjendastefnu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna mótmæla konunnar og var Liberty Island, eyjan sem styttan stendur á, rýmd vegna konunnar.

Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði

Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra.

Segir launa­hækkanir for­stjóra ríkis­stofnana ekki koma á ó­vart

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta.

Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun

Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður.

Kona féll í sprungu í Heiðmörk

Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld voru þrjár björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna konu sem hafði fallið í sprungu í Búrfellsgjá við Heiðmörk.

Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast

Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál.

Þyrlur Gæslunnar í þrjú útköll í dag

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út þrívegis það sem af er degi vegna veikinda eða slysa. Á tólfta tímanum var óskað eftir aðstoð vegna veikinda í Ólafsvík og hélt TF-SYN á staðinn og sótti sjúklinginn.

Dró sér tugi milljóna úr dánarbúi

Guðmundur Jónsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Sem skipaður skiptastjóri dánarbús dró hann sér 53 milljónir úr dánarbúinu á þriggja ára tímabili.

Stórt framfaraskref fyrir samkynhneigða í Hong Kong

Áfrýjunardómstóll í Hong Kong hefur úrskurðað að samkynja makar skuli njóta sömu réttinda og gagnkynhneigð pör þegar kemur að innflytjendalöggjöf. Þykir þetta stórt framfaraskref fyrir réttindi hinsegin fólks í Hong Kong.

Trump studdist við frétt sem var „uppdiktað kjaftæði“

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa verið að vitna í vafasama frétt frá Fox News þegar hann fullyrti í gær að forveri sinn Barack Obama hefði boðist til að veita 2500 írönskum ráðamönnum ríkisborgararétt til að liðka fyrir kjarnorkusamningum.

Sjá næstu 50 fréttir