Fleiri fréttir

Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi

„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.

Við­tal við veður­fræðing eins og úr kvik­mynd

Þann 14. júlí síðastliðinn kom veðurfræðingurinn John Hammond fram í fréttatíma GB News í Bretlandi og sagði komandi hitabylgju hættulega. Fréttakona GB News, Bev Turner sagði veðurfræðinga gjarnan neikvæða gagnvart veðrinu. Myndband af viðtalinu líkist atriði úr kvikmynd.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður gagnrýnir að stjórnvöld saki hælisleitendur um að ljúga til um kynhneigð og hafni þeim um hæli á þeim forsendum. Nýfallinn sé dómur í slíku máli sem slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins.

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.

Senda dróna, fallbyssur og eldflaugar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, opinberaði í morgun að Bretar ætli að senda mikið magn vopna til Úkraínu á komandi vikum. Þar á meðal skotfæri, dróna, fallbyssur og eldflaugar til að granda skriðdrekum.

"Celem jest aby dzieci były dziećmi"

Nauczyciel, który od kilku miesięcy pracował z dziećmi ukraińskich uchodźców, próbuje teraz sfinansować dla nich letni kurs, sprzedając książkę. Celem kursu jest, aby dzieci były dziećmi.

Uppgötvuðu elstu stjörnu­þoku sem hefur sést

James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Samfylkingarinnar sem segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga.

Elsti karl­kyns panda­björn sögunnar dauður

Pandabjörninn An An var svæfður í morgun í dýragarðinum Ocean Park í Hong Kong. Engin karlkyns pandabjörn hefur lifað lengur en An An svo vitað sé en hann náði 35 ára aldri.

Rússar skrúfa frá gasinu

Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna.

Risa kýr í smíðum í Eyjafirði

Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið.

Mario Draghi segir af sér

Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi hefur endanlega staðfest afsögn sína í kjölfar þess að þrír lykilflokkar í stjórnarsamstarfinu sneru við honum baki.

Ís­land aftur fyrsta flokks í bar­áttunni gegn man­sali

Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug.

Misheppnuð tilraun til að kveikja líf

Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf.

Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn

Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini.

Snúa baki við Draghi

Búist er við því að forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi segi af sér nú á næstunni. Þetta er í kjölfar þess að Draghi missti stuðning þriggja flokka í stjórnarsamstarfi sínu en flokkarnir þrír tóku ekki þátt í kosningu um traustsyfirlýsingu við áform Draghi í dag.

Ís­lendingar að kafna í met­hita í Dan­mörku

Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram

Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna í Evrópu, en hitabylgjan skæða sem gengið hefur yfir álfuna síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag. Íslendingar þar eru teknir tali en þeir segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi

Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador.

Sunak og Truss ein eftir

Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir.

Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun

Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós.

Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju

Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju.

Sjá næstu 50 fréttir