Fleiri fréttir Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. 2.1.2023 17:23 „Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. 2.1.2023 17:14 Eltu sofandi ökumann í korter Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi átti í eftirför í síðustu viku sem verður að teljast óhefðbundin. Ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá ökumann Teslu rafmagnsbíls til að stöðva gengu ekki eftir en ökumaðurinn reyndist steinsofandi við stýrið. Bílinn var þó stilltur á sjálfstýringu. 2.1.2023 16:53 Árið hófst á fíngerðri svifryksmengun Svifryksmengun lá yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkustundir ársins 2022 og fyrstu klukkustundir ársins 2023 en veðuraðstæður vógu upp á móti henni. Áberandi hátt hlutfall fínasta og hættulegasta svifryksins mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. 2.1.2023 15:34 Aldrei fleiri þyrluútköll en í fyrra Metfjöldi þyrluútkalla var hjá Landhelgisgæslunni í fyrra en þá sinnti flugdeild hennar 299 útköllum. Meirihluti þeirra var vegna sjúkraflutninga og þriðjungur var á sjó. 2.1.2023 14:36 Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV. 2.1.2023 14:19 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2.1.2023 14:05 Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2.1.2023 13:15 Sinna fræðslu um skaðsemi flugelda óháð hvað björgunarsveitir selja Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda. Formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu. 2.1.2023 13:07 Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2.1.2023 12:20 Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. 2.1.2023 12:01 Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2.1.2023 12:00 Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. 2.1.2023 11:53 Hádegisfréttir Bylgjunnar Flugeldasala, mygla, jarðvinnsla líkamsleifa og meint leyndarhyggja meirihlutans í Reykjavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 2.1.2023 11:42 Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2.1.2023 11:19 Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2.1.2023 11:13 Brotist inn í tilkynningarþjónustu Sportabler Fjölmargir notendur smáforritsins Sportabler hafa fengið meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Reikningsupplýsingar eru ekki sagðar vera í hættu. 2.1.2023 09:57 New York heimilar moltuvinnslu líkamsleifa Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp fimm annarra ríkja sem hafa heimilað einstaklingum að velja að láta endurnýja líkamsleifar sínar með því að breyta þeim í moltu. 2.1.2023 09:31 Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2.1.2023 08:43 Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2.1.2023 07:56 Fjórir látnir eftir árekstur tveggja þyrla nærri Sea World Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt. 2.1.2023 07:19 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2.1.2023 07:14 Hálka og hálkublettir á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu Hálka eða hálkublettir eru á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu og á flesum vegum á suðvesturhorni landsins. 2.1.2023 07:00 Lægðardrag velur talsverðri slyddu eða rigningu Útlit er fyrir sunnanátt í dag þar sem víða verður á vindur átta til fimmtán metrar á sekúndu og él. Þó má reikna með að það verði þurrt norðaustanlands. 2.1.2023 06:45 Tvær sprengingar í Stokkhólmi í nótt Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann í tengslum við tvær sprengingar sem urðu í nótt. 2.1.2023 06:21 Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. 1.1.2023 23:34 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1.1.2023 23:00 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1.1.2023 22:40 Handtekinn eftir útafakstur á Vatnsendavegi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann eftir að tilkynnt hafði verið um að bíl hafði verið ekið út af Vatnsendavegi um klukkan 18:30 í kvöld. 1.1.2023 21:49 Frábær fimleikaaðstaða á Egilsstöðum Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar. 1.1.2023 21:05 „Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“ Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. 1.1.2023 20:58 „Þetta er ekki huglægt mat“ Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. 1.1.2023 20:32 Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1.1.2023 20:31 Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1.1.2023 20:00 Öxnadalsheiði lokað vegna fastra bíla Veginum um Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna fastra bíla í Bakkaselsbrekku. Ljóst er að vegurinn verður ekki opnaður í kvöld og verður staðan tekin aftur í fyrramálið. 1.1.2023 19:26 Svara spurningunni um hvað skuli gera við flugeldaruslið Sorpa hefur birt upplýsingar hvað skuli gera við flugeldarusl nú eftir áramótin sem margir skilja eftir á götum og gangstéttum. Þar kemur fram að skila eigi slíku rusli á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna á ný á morgun, mánudag. 1.1.2023 19:14 „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1.1.2023 18:52 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hve hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana, eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en að í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við - og það hratt. 1.1.2023 18:00 „Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. 1.1.2023 17:37 Fjórir í bíl sem valt á Þingvallavegi Enginn slasaðist þegar bíll sem fjóra um borð valt á Þingvallavegi í morgun. 1.1.2023 17:27 Ragnar Erling kominn með vinnu og horfir fram á veginn Ragnar Erling Hermannsson hefur látið að sér kveða í umræðunni um málefni heimilislausra undanfarin misseri. Hann fékk vinnu á dögunum og á nú sér þann draum heitastan að eignast heimili. 1.1.2023 17:00 „Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. 1.1.2023 16:07 Kötturinn þinn skilur þig ekki! Og þú ekki hann! Kettir gera skýran greinarmun á því hvort eigandi þeirra er að tala við þá eða annað fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Og þeir mjálma eiginlega aldrei nema þegar þeir eru að svara fólki sem talar við þá. Nýhafið ár er ár kattarins í Víetnam. 1.1.2023 15:01 Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1.1.2023 14:52 Króatar taka upp evru Króatía hefur tekið upp evru og gengið í Schengen-samstarfið, áratug eftir að landið gekk í Evrópusambandið. 1.1.2023 14:28 Sjá næstu 50 fréttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2022 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. 2.1.2023 17:23
„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. 2.1.2023 17:14
Eltu sofandi ökumann í korter Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi átti í eftirför í síðustu viku sem verður að teljast óhefðbundin. Ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá ökumann Teslu rafmagnsbíls til að stöðva gengu ekki eftir en ökumaðurinn reyndist steinsofandi við stýrið. Bílinn var þó stilltur á sjálfstýringu. 2.1.2023 16:53
Árið hófst á fíngerðri svifryksmengun Svifryksmengun lá yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkustundir ársins 2022 og fyrstu klukkustundir ársins 2023 en veðuraðstæður vógu upp á móti henni. Áberandi hátt hlutfall fínasta og hættulegasta svifryksins mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. 2.1.2023 15:34
Aldrei fleiri þyrluútköll en í fyrra Metfjöldi þyrluútkalla var hjá Landhelgisgæslunni í fyrra en þá sinnti flugdeild hennar 299 útköllum. Meirihluti þeirra var vegna sjúkraflutninga og þriðjungur var á sjó. 2.1.2023 14:36
Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV. 2.1.2023 14:19
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2.1.2023 14:05
Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2.1.2023 13:15
Sinna fræðslu um skaðsemi flugelda óháð hvað björgunarsveitir selja Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda. Formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu. 2.1.2023 13:07
Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2.1.2023 12:20
Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. 2.1.2023 12:01
Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. 2.1.2023 12:00
Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. 2.1.2023 11:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Flugeldasala, mygla, jarðvinnsla líkamsleifa og meint leyndarhyggja meirihlutans í Reykjavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 2.1.2023 11:42
Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2.1.2023 11:19
Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2.1.2023 11:13
Brotist inn í tilkynningarþjónustu Sportabler Fjölmargir notendur smáforritsins Sportabler hafa fengið meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Reikningsupplýsingar eru ekki sagðar vera í hættu. 2.1.2023 09:57
New York heimilar moltuvinnslu líkamsleifa Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp fimm annarra ríkja sem hafa heimilað einstaklingum að velja að láta endurnýja líkamsleifar sínar með því að breyta þeim í moltu. 2.1.2023 09:31
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2.1.2023 08:43
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2.1.2023 07:56
Fjórir látnir eftir árekstur tveggja þyrla nærri Sea World Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt. 2.1.2023 07:19
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2.1.2023 07:14
Hálka og hálkublettir á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu Hálka eða hálkublettir eru á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu og á flesum vegum á suðvesturhorni landsins. 2.1.2023 07:00
Lægðardrag velur talsverðri slyddu eða rigningu Útlit er fyrir sunnanátt í dag þar sem víða verður á vindur átta til fimmtán metrar á sekúndu og él. Þó má reikna með að það verði þurrt norðaustanlands. 2.1.2023 06:45
Tvær sprengingar í Stokkhólmi í nótt Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann í tengslum við tvær sprengingar sem urðu í nótt. 2.1.2023 06:21
Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. 1.1.2023 23:34
Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1.1.2023 23:00
Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1.1.2023 22:40
Handtekinn eftir útafakstur á Vatnsendavegi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann eftir að tilkynnt hafði verið um að bíl hafði verið ekið út af Vatnsendavegi um klukkan 18:30 í kvöld. 1.1.2023 21:49
Frábær fimleikaaðstaða á Egilsstöðum Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar. 1.1.2023 21:05
„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“ Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. 1.1.2023 20:58
„Þetta er ekki huglægt mat“ Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. 1.1.2023 20:32
Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1.1.2023 20:31
Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1.1.2023 20:00
Öxnadalsheiði lokað vegna fastra bíla Veginum um Öxnadalsheiði hefur verið lokað vegna fastra bíla í Bakkaselsbrekku. Ljóst er að vegurinn verður ekki opnaður í kvöld og verður staðan tekin aftur í fyrramálið. 1.1.2023 19:26
Svara spurningunni um hvað skuli gera við flugeldaruslið Sorpa hefur birt upplýsingar hvað skuli gera við flugeldarusl nú eftir áramótin sem margir skilja eftir á götum og gangstéttum. Þar kemur fram að skila eigi slíku rusli á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna á ný á morgun, mánudag. 1.1.2023 19:14
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1.1.2023 18:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hve hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana, eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en að í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við - og það hratt. 1.1.2023 18:00
„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. 1.1.2023 17:37
Fjórir í bíl sem valt á Þingvallavegi Enginn slasaðist þegar bíll sem fjóra um borð valt á Þingvallavegi í morgun. 1.1.2023 17:27
Ragnar Erling kominn með vinnu og horfir fram á veginn Ragnar Erling Hermannsson hefur látið að sér kveða í umræðunni um málefni heimilislausra undanfarin misseri. Hann fékk vinnu á dögunum og á nú sér þann draum heitastan að eignast heimili. 1.1.2023 17:00
„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. 1.1.2023 16:07
Kötturinn þinn skilur þig ekki! Og þú ekki hann! Kettir gera skýran greinarmun á því hvort eigandi þeirra er að tala við þá eða annað fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Og þeir mjálma eiginlega aldrei nema þegar þeir eru að svara fólki sem talar við þá. Nýhafið ár er ár kattarins í Víetnam. 1.1.2023 15:01
Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1.1.2023 14:52
Króatar taka upp evru Króatía hefur tekið upp evru og gengið í Schengen-samstarfið, áratug eftir að landið gekk í Evrópusambandið. 1.1.2023 14:28