Fleiri fréttir

Starfs­leyfi vegna skot­svæðisins á Álfs­nesi fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað.

Hafði í hótunum við starfs­fólk fyrir­tækis

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kallað út eftir að maður hafði haft í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og svo óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

„Ég er og verð alltaf Eflingar­maður“

Uppsögn Eflingar á Gabríel Benjamin, trúnaðarmanni VR hjá Eflingu, var ólögmæt og brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt var brotið gegn ákvæðum í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 2019. 

„Tölu­vert auð­veldara í dag að vera vegan“

Veganúar hófst formlega með opnunarpartýi í Bíó Paradís fyrr í kvöld. Veganúar er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn og segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, margt hafa breyst á þessum tíma.

„Nú gefst ég upp“

Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbriðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira.

Schroniska dla bezdomnych otwarte tylko w dzień

Mrozy minęły a wraz z nimi Miasto Reykjavík postanowiło zmienić godziny otwarcia schronisk dla bezdomnych, które przez ostatnie kilkanaście dni zapewniały całodobową pomoc.

Ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa með grófum hætti brotið kynferðislega á tíu ára dreng, við nokkur tilefni sumarið 2015. Brotin eru sögð hafa átt sér stað bæði utan- og innandyra.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Harður tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar á þriðja tímanum í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Mann­skæður skot­bar­dagi eftir flótta úr fangelsi

Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið.

Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki

Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“.

Aldrei fleiri bílar á hring­veginum en á síðasta ári

Aldrei áður hefur meiri umferð mælst á hringveginum en árið 2022 og var þá met ársins 2019 slegið. Umferðin í fyrra reyndist einu og hálfu prósenti meiri en árið 2019. Mun minna var ekið í desember 2022 en árið áður og helgast líklega af veðuraðstæðum.

Greta Baldursdóttir fallin frá

Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari lést á nýársdag. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Greta var 68 ára gömul en hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020.

Mikil­vægt að huga að for­vörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“

Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. 

Þúsundir hita­meta slegin í Evrópu yfir ára­mótin

Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum.

„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“

Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í óánægðum veitingamönnum sem segja rekstrarumhverfi veitingastaða orðið ómögulegt vegna mikilla hækkana. 

Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands

Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu.

Taka aftur upp fjár­svika­mál gegn lyga­þing­manninum

Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos.

„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“

„Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare.

Kynferðisbrotamenn óvelkomnir á verðlaunahátíð

Skipuleggjendur César verðlaunanna í Frakklandi, sem eru helstu kvikmyndaverðlaunin þar í landi, hafa nú gefið það út að allir þeir sem eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot eða hafa verið dæmdir fyrir slík brot séu ekki velkomnir á hátíðina sem haldin verður í næsta mánuði.

Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi

Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið.

Mikil fjölgun myglugreininga

Rannsóknarstofa Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri greindi 1.532 sýni í fyrra þar sem grunur lék á að myglu væri að ræða. Þetta er 22 prósenta fjölgun frá fyrra ári. 

Skilaboð send til 30 þúsund notenda Sportabler

30 þúsund notendur smáforritsins Sportabler fengu meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Öryggisrannsókn Sportabler hefur leitt í ljós að engum persónuupplýsingum notenda hafi verið stolið.

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. 

Sjá næstu 50 fréttir