Fleiri fréttir

Vaxtabætur fyrirfram til íbúðakaupa

Tillagan gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti fengið 3 milljónir, einstætt foreldri 2,5 milljónir og einstaklingar 2 milljónir. Einungis þeir sem eiga ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en vaxtabótakerfið tekur bæði mið af tekjum og eignum.

Arion sveik loforð við Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála. Bæjarráðið er ósátt við uppsagnir á 6,4 stöðugildum í útibúum bankans í Fjallabyggð.

Mikilvægt að klára lífeyrissjóðsmálið á þessu þingi

Þingmaður VG telur það einsýnt að gera þurfi breytingar á lífeyrissjóðafrumvarpinu og koma til móts við óánægjuraddir. Meirihluti fjárlaganefndar telur mikilvægt að frumvarpið klárist fyrir þinglok svo hægt sé að veita fé í verk

20 prósent auglýsinga fara til Facebook og Google

Skipuð verður þverpóli­tísk nefnd sem á að gera úttekt á stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í ljósi aðstæðna á auglýsingamarkaði, tæknibreytinga á undanförnum árum og aukinnar sóknar erlendra aðila inn á íslenskan fjölmiðlamarkað.

Björt framtíð fengi kjörinn þingmann

Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í.

Tvöfalt fleiri kröfur um sviptingu forsjár

Barnavernd krafðist þess að foreldrar yrðu sviptir forsjá barna sinna í ríflega tvöfalt meiri mæli á síðasta ári en árin þar á undan. Flest málin tengjast vanrækslu barna. Forstjóri Barnaverndarstofu segir enga einfalda skýringu á fjöldanum.

Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma

Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn.

Faglærðum kennurum mun fækka

Ríflega 70% færri nýnemar hefja nú nám í grunnskólakennarafræðum miðað við fyrir sjö árum. Forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands segir segir þróunina vera mjög alvarlega og telur að hlutfall ófaglærðra kennara muni aukast til muna í komandi framtíð verði ekkert að gert.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Embætti Landlæknis hefur ákveðið að rannsaka hvort ýmsar læknisaðgerðir séu gerðar í meira mæli á einkastofum hér á landi en í nágrannalöndum okkar.

Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það.

Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Ferðast ekki á kostnað borgara

Sveinbjörg var ekki á ferðalangalista borgarfulltrúa sem birtur var í Fréttablaðinu í síðustu viku þar sem heildarferðakostnaður Reykjavíkurborgar var birtur fyrir árið 2015.

Byggt upp á Framnesvegi

Nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar að Framnesvegi 40, 42 og 44 hefur verið auglýst. Í skipulaginu er gert ráð fyrir niðurrifi húsanna sem fyrir eru á lóðunum og að byggð verði ný hús í staðinn með níu íbúðum.

Tvö hús friðlýst

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað og sumarhúsið Ísólfsskáli á Stokkseyri hafa verið friðlýst að tillögu Minjastofnunar Íslands.

Segja samkomulagið virt að vettugi

KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið.

Sjá næstu 50 fréttir