Fleiri fréttir

Líkur á samstarfi aukast

Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Markvissar aðgerðir í loftslagsmálum sagðar nauðsynlegar

Kristján Kristjánson ræddu um loftslagsmálin við Ágústu S. Loftsdóttur sérfræðing hjá Orkustofnun og Árna Finnsson formann Nátturuverndarsamtaka Íslands. Málefnið var sérstaklega rætt í tengslum við Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði.

Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu

Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn.

Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat

Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda.

Skotveiðimót til styrktar Landsbjörg

Skotreyn, Skotveiðifélag Reykjavíkur og og nágrennis mun í dag standa fyrir skotveiðimóti til styrktar Lansbjörg. Þátttökugjald er 5000 krónur og mun það renna óskipt til Landsbjargar.

Viðhald situr á hakanum á yfirfullum deildum Landspítala

Níu legudeildir Landspítalans þurfa nauðsynlega á viðhaldi að halda. Spítalinn er hins vegar svo troðinn að ekki er hægt að skáka starfsemi til svo viðhald sé mögulegt. Þótt fjármagn fáist er ekki gefið að hægt sé að nýta það.

Reginn eignast skólabyggingar í Hafnarfirði

Reginn og VÍS hafa keypt fasteignafélagið FM-hús sem á þrjár skólabyggingar í Hafnarfirði sem og Sjálandsskóla í Garðabæ. Salan kom á óvart segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Máli verði skoðað ítarlega.

Ógilding MS-sektar í dóm

Samkeppniseftirlitið tilkynnti í gær að það muni höfða dómsmál til að fá hnekkt þeim úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að fella úr gildi 440 milljóna króna sekt á MS sem Samkeppniseftirlitið ákvað vegna markaðsmisnotkunarfyrirtækisins.

Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn

Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar.

Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni síðustu ár

Aukna umferð má rekja til fjölda ferðamanna og að efnahagsástand hefur lagast eftir hrun. Banaslys síðustu tveggja ára eru langt yfir meðaltali fimm ára á undan. Brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir al

Elliðaár skili hærri tekjum

Orkuveita Reykjavíkur hefur framlengt leigusamning Stangaveiðifélags Reykjavíkur um Elliðaár þótt óvissa sé um áform Reykjavíkurborgar. Starfshópur vill meiri tekjur af ánum og að fleiri geti veitt þar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Forseti Íslands er bjartsýnn á að það takist að mynda ríkisstjórn á næstu dögum án þess að nokkur flokkur hafi formlegt umboð.

„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“

Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af.

Sjá næstu 50 fréttir