Fleiri fréttir

Bílstóll með baki bjargaði dóttur Jóhönnu

Jóhanna Valdís Torfadóttir segir barnabílstól með baki hafa bjargað dóttur sinni frá alvarlegum skaða. Bíll sem hún var farþegi í lenti í hörðum árekstri fyrir nokkrum dögum.

Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum

Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi.

Fékk golfkúlu í framrúðuna sem enginn kannaðist við

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp við Miklubraut skömmu eftir 18 í gærkvöldi þar sem bifreið var ekið á staur. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Fíklar óku um og ollu tjóni

Mikill erill var hjá lögreglu um helgina og voru fangageymslur við Hverfisgötu fullar. Þurfti að vista fjórtán í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags.

Yfir 30 milljónir króna safnast til styrktar Nuugaatsiaq

Rúmlega þrjátíu milljónir króna hafa nú safnast í átakinu Vinátta í verki en söfnunin hefur nú staðið yfir í tólf daga. Safnað er til styrktar íbúum í grænlenska þorpinuu Nuugaatsiaq en flóðbylgja, orsökuð af berghruni, skall á bænum 18. júní síðastliðinn.

Eldri borgarar boða aðgerðir

Stjórn Landssambands eldri borgara hefur sent frá sér ályktun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og kjaradóms til æðstu embættismanna og stjórnmálamanna. Segir þar að Landssambandið telji að mælirinn sé fullur.

Telja vitlaust að lækka leikskólagjöld

Lækkunin nemur um 150 milljónum króna á ársgrundvelli og mun því verða um 75 milljónir króna á þessu ári. Tæplega 17 prósenta lækkun verður á dvalargjaldi.

Segir óheimilt að styrkja kirkjubyggingu á Hvolsvelli

Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir forsvarsmenn Stórólfshvolssóknar ekki horfast í augu við að skilyrði til að fá fé úr jöfnunarsjóði sókna vegna kirkjubyggingar séu ekki uppfyllt. Málið sé í grunninn afskaplega einfalt.

Telur að umferðin verði mikil allar helgar í sumar

Allt gekk áfallalaust fyrir sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu um helgina, sem er fyrsta alvöru ferðahelgin sem hægt er að tala um. Þetta segir Arnþrúður María Felixdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Helgin, sem var að líða, er á meðal þeirra sem lögreglan segir að sé mikil ferðahelgi. Nýliðin helgi og Verslunarmannahelgin séu þær stærstu á sumrin og þá megi búast við mikilli umferð.

Áhugamaður um blóm frumsýnir glænýja vefsíðu

Ný heimasíða um blómaflóru Íslands hefur litið dagsins ljós. Snorri Þór Tryggvason, arkitekt og ljósmyndari stendur að síðunni. "Mig langar bara að hjálpa fólki sem sér falleg blóm og langar að vita hvað þau heita,“ segir Snorri þegar hann er spurður um tilurð síðunnar. Á heimasíðunni er hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um hinar ýmsu blómategundir á ensku sem væntanlega mun koma erlendum ferðamönnum að góðum notum. Auk upplýsinga um blómategundir er hægt að kaupa póstkort með íslenskum blómategundum sem Snorri hefur ýmist handmálað eða myndað.

Skagamenn tóku ríkan þátt í hátíðarhöldum Írskra daga

"Það hefur gengið lygilega vel,“ segir Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar-og safnamála hjá Akraneskaupstað um nýafstaðna bæjarhátíð. Írskir dagar voru haldnir í átjánda skiptið í ár og gekk hátíðin vonum framar.

Verð á matvælum lækkar milli mánaða

Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi.

Lögreglan varar við netglæpum

"Á sama tíma erum við að sjá þróun í aðferðum tölvuþrjótanna. Þeir ganga lengra og lengra í að ljá svikum sínum trúverðugleika."

Brynjar Níelsson: „Í öllum betri bæjum eru nektarklúbbar, Björt“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét ummæli um nektarstaði falla á Facebooksíðu Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra. Hann sagði það ekkert þýða að reyna að gera Reykjavík að ráðstefnuborg á meðan þar séu hvorki nektarklúbbar né spilavíti. „Í öllum betri bæjum eru nektarklúbbar,“ segir Brynjar.

Sjá næstu 50 fréttir