Fleiri fréttir

Andlegri heilsu ungmenna á Íslandi hrakað mikið

Andlegri heilsu ungmenna á Íslandi hefur hrakað mikið að undanförnu samkvæmt könnun landlæknisembættisins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir að notkun samfélagsmiðla og svefnleysi hafi áhrif á þróunina.

Tekjuhærri ferðamenn ekki að skila sér

Dregið hefur úr tekjuvexti í ferðaþjónustu og helst hann ekki í hendur við fjölgun ferðamanna. Gögn um neyslu og fjölda ferðamanna sýna að markmið um að ná tekjuhærri ferðamönnum til landsins hafi ekki náðst.

"Þetta stóriðjuskeið er bara liðið hjá"

Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður.

Veggjalýs komnar til að vera á Íslandi

Veggjalýs (e. bed bugs) eru komnar til að vera á Íslandi að mati meindýraeyðis. Helst má rekja þessa þróun til aukins straums ferðamanna hingað til lands, sem og Íslendinga sem ferðast sem aldrei fyrr til útlanda.

Íslensk málnefnd ánægð með körfuboltastrákana

Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna.

Auglýsa skipulag fyrir virkjun í Strandasýslu

Árneshreppur auglýsir tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna Hvaleyrarvirkjunar. Framkvæmdirnar eru umdeildar meðal íbúa hreppsins. Oddivitinn segir það há Vestfirðingum að kaupa orku úr öðrum landshlutum.

Ábúðarjarðir ríkisins í mínus

Núverandi ábúðarkerfi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir ríkissjóð vegna skyldu ríkisins til endurkaupa á fasteignum ábúanda við ábúðarlok og veðleyfa í jörðum vegna framkvæmda ábúandans á ábúðartíma.

Formaður vill kvótann áfram

Mikilvægt er að snúa af þeirri leið að leggja af framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu á Íslandi.

Nýjar hliðar Geirfinnsmáls hugsanlegar

Undirbúningur fyrir málsmeðferð í Hæstarétti er í fullum gangi. Margvísleg ný gögn geta enn ratað inn í málið. Mikið undir fyrir réttarríkið segir nýskipaður verjandi Sævars.

Útvaldir veiða lax í boði Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni.

Einstaklingar ráða sjálfir hvort þeir fái upplýsingar

Lög um persónuvernd tryggja rétt fólks bæði til að vita og vita ekki um erfðasjúkdóma sem það kann að vera haldið. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Hún segir þó að lagaramminn í málaflokknum mætti vera skýrari.

Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega

Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.

Sjá næstu 50 fréttir