Fleiri fréttir

Aldrei fleiri leitað á Neyðarmóttökuna

187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu.

Sjö hinna slösuðu enn á spítala

Sjö þeirra sem slösuðust þegar hópferðabíll rakst á fólksbíl og hafnaði utan vegar í grennd við Kirkjubæjarklaustur eru enn á sjúkrahúsi. Tveir þeirra liggja á gjörgæsludeild.

Bandormurinn samþykktur

Nokkuð hart var tekist á í umræðu um tillögu minnihlutans sem vildu að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun.

Segja sig úr ASÍ og Sjómannasambandinu

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur samþykkti á dögunum úrsögn úr ASÍ og Sjómannasambandi Íslands. Einar Hannes Harðarson, formaður félagsins, segir afstöðuna afgerandi og vill meina að ASÍ hafi ekki unnið nægilega vel með sjómönnum.

24 stiga frost á Mývatni

Það verður bjart og fallegt veður víða um land í dag - en frostið verður heldur ekki langt undan.

Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr.

Enn lengist bið eftir afplánun

570 manns bíða afplánunar óskilorðsbundinna dóma, þrátt fyrir að nýtt fangelsi hafi verið tekið í notkun og úrræði utan fangelsa hafi verið rýmkuð.

Börkur kominn aftur á Hraunið

Börkur Birgisson og Stefán Blackburn sem farið hafa frjálsir ferða sinna með ökklaband eru komnir á Litla-Hraun í afplánun.

RÚV braut gegn verðandi móður

Ríkisútvarpið braut gegn lögum um persónuvernd þegar fullt nafn barnshafandi konu birtist í sjónvarpsfrétt sem fjallaði um verðandi mæður í neyslu.

Þriðja banaslysið á sex árum í Eldhrauni

Slysið í fyrradag var þriðja banaslysið á örfáum árum í Eldhrauni. Álag á vegakerfið hefur stóraukist. Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að bæta veginn þar. Einnig þurfi að skýra betur reglur um bílbeltanotkun.

Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót

Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.

Sló mann í höfuðið með rörbút og annan með hamri

Hæstiréttur staðfesti í gær þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa hafa slegið mann í höfuðið með rörbút og annan með hamri. Þá liggur hann einnig undir grun um aðra líkamsárásar, þrjú þjófnaðarbrot og tug umferðalagabrota.

Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi

Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur.

Margir gætu misst af sérstöku úrræði vegna kaupa á fyrstu fasteign

Fjöldi Íslendinga gæti misst af sérstöku úrræði vegna kaupa á fyrstu fasteign ef ekki er sótt um fyrir næsta sunnudag. Um er að ræða heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignalán í allt að tíu ár. Sviðsstjóri hjá ríkisskattstjóra segir fjölmargar umsóknir hafa borist síðustu daga.

Sjá næstu 50 fréttir