Fleiri fréttir

Hjálpuðu 12 ára dreng í sjálfheldu

Björgunarsveit á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í dag vegna 12 ára drengs sem lent hafði í sjálfheldu við Uxafótalæk, skammt austan við Vík.

Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður

Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina.

Biskup braut jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli.

Kemst hjá verð­hækkun á salati með nýjum tækja­búnaði

Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda.

Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka

Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Farið verður ýtarlega yfir ákvörðun Icelandair um að segja upp öllum flugfreyjum félagsins og taka upp viðræður við aðra en Flugfreyjufélag Íslands. Þá verður farið yfir óveðrið á norðanverðu landinu. 

Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun.

Einn með virkt smit við landamærin

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Virk smit erlendis frá eru nú orðin fimmtán frá því að skimun hófst 15. júní.

Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina

Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl.

Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili

Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar.

Sjá næstu 50 fréttir