Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem vinnur að úttekt á þeim aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. Þá segjast læknar vera komnir með nóg af ástandinu á Landspítalanum og kalla eftir útskýringum á svörum heilbrigðisráðherra þess efnis.

Hrotta­leg hópslags­mál í mið­bænum í nótt

Hópslags­mál brutust út meðal ungra pilta í mið­bænum í nótt. Mynd­band af at­vikinu hefur gengið um sam­fé­lags­miðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni.

Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf segjum við frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka framlög til heilbrigðismála.

Leyfðu sér ekki að missa vonina

Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni.

Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að við gosstöðvarnar á Reykjanesi er fundinn heill á húfi. Hann fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt.

Táknrænt að breyta joggingbuxum í gönguskó

Ferðamenn sem leggja leið sína til landsins munu í sumar geta breytt joggingbuxunum sínum í gönguskó. Um er að ræða markaðsherferð á vegum Íslandsstofu þar sem fólk er hvatt til þess að loka tímabili takmarkana með táknrænum hætti.

Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar

Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um leitina að ferðamanninum í Geldingadölum og rætt við helstu viðbragðsaðila. Þá gagnrýnir fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands þá staðreynd að framkvæmdastjóri Samhæfingamiðstöðvar krabbameinsskimana geti neitað að rannsaka sýni sem þangað eru send inn.

Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk

Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings.

Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út

Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins.

467 daga þrauta­ganga á enda

Dagurinn í dag er sann­kallaður há­tíðis­dagur. Hann markar enda­lok sam­komu­tak­markana sem hafa verið í gildi í ein­hverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til fram­búðar.

Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent

Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus

Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson.

Leit í nótt bar ekki árangur

Leit að er­lendum ferða­manni, sem varð við­skila við eigin­konu sína við gos­stöðvarnar við Fagra­dals­fjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Land­helgis­gæslunnar tekur nú þátt í leitinni.

Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið

Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur.

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.

Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum

Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina.

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tímamót verða á miðnætti þegar allar samkomutakmarkanir innanlands falla úr gildi. Ísland verður fyrst Norðurlandaþjóða til þess að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldatakmörk, grímuskylda og fjarlægðarregla heyra þar með sögunni til. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum.

Fylgir ráð­gjöf Haf­ró um leyfi­legan heildar­afla

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski.

Sjá næstu 50 fréttir